Opnari umræða um dauðann nauðsynleg Anna Guðjónsdóttir skrifar 16. apríl 2015 13:00 fulltrúi aðstandenda Arndís er hjúkrunarfræðingur og sérhæfir sig í líknarhjúkrun en er fulltrúi aðstandenda á ráðstefnunni. Fréttablaðið/Vilhelm „Enginn veit hvenær síðasti dagurinn rennur upp, en margir óttast hann og því er nauðsynlegt að opna umræðuna um dauðann,“ segir Arndís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, en hún er ein þeirra sem koma að ráðstefnunni Listin að deyja sem haldin verður í dag. Ráðstefnan fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands og er hlutverk hennar að stíga fyrstu skrefin í að opna umræðu um dauðann. Arndís segir fjölda manns koma að ráðstefnunni, en að henni standa Landspítalinn, Háskóli Íslands, Þjóðkirkjan auk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og margra annarra félaga. Arndís er í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar og starfar sem sérfræðingur í líknarhjúkrun á Landspítalanum. Hún býður sig fram sem fulltrúi aðstandenda, en hún missti báða foreldra sína á síðastliðnu ári. Hún leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að opna umræðuna um dauðann í samfélaginu. „Þetta getur reynst mörgum mjög erfitt því manneskjan vill forðast dauðann í lengstu lög og margir bera ótta í brjósti við að yfirgefa jarðvistina. Þetta getur valdið miklum erfileikum og þjáningum þegar fólk verður veikt eða dauðvona. Slíkt getur reynst fjölskyldunni enn erfiðara í sorginni. Því er nauðsynlegt að ræða óskir sínar og hvernig hafa á hlutina,“ segir Arndís og telur að opnari umræða muni hjálpa fólki að undirbúa og ganga frá sínum hlutum. Peter Fenwick, prófessor emeritus í taugasálfræði, mun halda fyrirlestur á ráðstefnunni. Hann hefur stundað rannsóknir á upplifun fólks, virkni heilans og reynslu í aðdraganda andláts. „Þó rannsóknirnar séu á örlítið gráu svæði, þar sem erfitt er að hafa tvíblindar rannsóknir sem styðja kenningarnar, er hann mjög merkur og hefur verið lengi í sínu fagi,“ segir Arndís. Á ráðstefnunni mun Sveinn Kristjánsson kynna vefinn ævi.is. „Það er vefur sem er í vinnslu þar sem fólk getur haft sitt eigið svæði, talað til ástvina sinna og til dæmis deilt myndum,“ segir Arndís. Pallborðsumræður munu svo fara fram þar sem Arndís, ásamt hópi fólks, mun sitja fyrir svörum. „Við reyndum að hafa aldursskiptingu sem breiðasta hjá þeim sem munu svara spurningum fólks úr salnum. Markmiðið með því er í grunninn að ná til fólks í samfélaginu og spegla ólík sjónarmið,“ segir Arndís. Ásamt Arndísi munu Andri Snær Magnason rithöfundur, Jón Ásgeir Kalmansson heimspekingur, Sólveig Birna Ólafsdóttir sálfræðinemi, Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Þórhildur Kristinsdóttir læknir sitja fyrir svörum. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Enginn veit hvenær síðasti dagurinn rennur upp, en margir óttast hann og því er nauðsynlegt að opna umræðuna um dauðann,“ segir Arndís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, en hún er ein þeirra sem koma að ráðstefnunni Listin að deyja sem haldin verður í dag. Ráðstefnan fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands og er hlutverk hennar að stíga fyrstu skrefin í að opna umræðu um dauðann. Arndís segir fjölda manns koma að ráðstefnunni, en að henni standa Landspítalinn, Háskóli Íslands, Þjóðkirkjan auk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og margra annarra félaga. Arndís er í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar og starfar sem sérfræðingur í líknarhjúkrun á Landspítalanum. Hún býður sig fram sem fulltrúi aðstandenda, en hún missti báða foreldra sína á síðastliðnu ári. Hún leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að opna umræðuna um dauðann í samfélaginu. „Þetta getur reynst mörgum mjög erfitt því manneskjan vill forðast dauðann í lengstu lög og margir bera ótta í brjósti við að yfirgefa jarðvistina. Þetta getur valdið miklum erfileikum og þjáningum þegar fólk verður veikt eða dauðvona. Slíkt getur reynst fjölskyldunni enn erfiðara í sorginni. Því er nauðsynlegt að ræða óskir sínar og hvernig hafa á hlutina,“ segir Arndís og telur að opnari umræða muni hjálpa fólki að undirbúa og ganga frá sínum hlutum. Peter Fenwick, prófessor emeritus í taugasálfræði, mun halda fyrirlestur á ráðstefnunni. Hann hefur stundað rannsóknir á upplifun fólks, virkni heilans og reynslu í aðdraganda andláts. „Þó rannsóknirnar séu á örlítið gráu svæði, þar sem erfitt er að hafa tvíblindar rannsóknir sem styðja kenningarnar, er hann mjög merkur og hefur verið lengi í sínu fagi,“ segir Arndís. Á ráðstefnunni mun Sveinn Kristjánsson kynna vefinn ævi.is. „Það er vefur sem er í vinnslu þar sem fólk getur haft sitt eigið svæði, talað til ástvina sinna og til dæmis deilt myndum,“ segir Arndís. Pallborðsumræður munu svo fara fram þar sem Arndís, ásamt hópi fólks, mun sitja fyrir svörum. „Við reyndum að hafa aldursskiptingu sem breiðasta hjá þeim sem munu svara spurningum fólks úr salnum. Markmiðið með því er í grunninn að ná til fólks í samfélaginu og spegla ólík sjónarmið,“ segir Arndís. Ásamt Arndísi munu Andri Snær Magnason rithöfundur, Jón Ásgeir Kalmansson heimspekingur, Sólveig Birna Ólafsdóttir sálfræðinemi, Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Þórhildur Kristinsdóttir læknir sitja fyrir svörum.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira