Hágrét eftir fréttirnar: „Hann hélt hreinlega að allir sem ég þekki væru dánir“ Anna Guðjónsdóttir skrifar 15. apríl 2015 10:15 Katrín Björgvinsdóttir er fjórði Íslendingurinn til að komast inn í hinn virta kvikmyndaskóla Den Danske Filmskole. vísir/valli „Ég sat á fimmtán manna fundi þegar ég fékk póstinn frá skólanum að tilkynna mér að ég hefði komist inn og ég bara gjörsamlega brotnaði niður,“ segir Katrín Björgvinsdóttir, en hún er ein af sex einstaklingum sem fengu inngöngu í danska kvikmyndaskólann, Den Danske Filmskole, í Kaupmannahöfn. „Ég byrjaði að skjálfa og hágrenja og öskraði svo á Baldvin leikstjóra sem ég er að vinna með. Hann fékk áfall og hélt hreinlega að allir sem ég þekki væru dánir. Ég tilkynnti honum svo á milli ekkasoga að ég hefði komist inn í skólann,“ segir Katrín og hlær. Hún segist ekki hafa verið búin undir fréttirnar og segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart. „Eftir fréttirnar reyndi ég að einbeita mér í vinnunni og sat á fjögurra tíma fundi, enn í sjokki,“ segir Katrín. Skólinn er einn fremsti kvikmyndaskóli á Norðurlöndunum og mun Katrín stunda nám í leikstjórn. „Það verður frábært að fara að einbeita sér að þessu. Þetta hefur verið mjög erfitt og dýrt ferli, enda hef ég farið fjórum sinnum út á þessu ári í viðtöl, námskeið og skrifleg próf,“ segir Katrín og hefur meðal annars tekið þátt í vikulöngu námskeiði á vegum skólans. Hún hefur unnið við framleiðslu á ýmsum verkefnum frá árinu 2006 og skrifaði meðal annars handrit og framleiddi þættina Hæ Gosi. Hún segist þó spennt að færa sig yfir á listrænni braut. Katrín er að vinna hjá Saga Film að þriðju seríu af sakamálaþáttunum Rétti. Hún heldur síðan út í skólann í september, en námið er fjögur ár.Den Danske Filmskole var stofnaður árið 1966 og býður upp á fjölbreyttar námsleiðir í tengslum við kvikmyndir, sjónvarp og gerð handrita. Aðeins 96 stunda nám við skólann og því ljóst að erfitt er að komast inn og umsóknarferlið er langt. Meðal nemenda sem útskrifast hafa úr skólanum er þekkti danski leikstjórinn Lars Von Trier. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Ég sat á fimmtán manna fundi þegar ég fékk póstinn frá skólanum að tilkynna mér að ég hefði komist inn og ég bara gjörsamlega brotnaði niður,“ segir Katrín Björgvinsdóttir, en hún er ein af sex einstaklingum sem fengu inngöngu í danska kvikmyndaskólann, Den Danske Filmskole, í Kaupmannahöfn. „Ég byrjaði að skjálfa og hágrenja og öskraði svo á Baldvin leikstjóra sem ég er að vinna með. Hann fékk áfall og hélt hreinlega að allir sem ég þekki væru dánir. Ég tilkynnti honum svo á milli ekkasoga að ég hefði komist inn í skólann,“ segir Katrín og hlær. Hún segist ekki hafa verið búin undir fréttirnar og segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart. „Eftir fréttirnar reyndi ég að einbeita mér í vinnunni og sat á fjögurra tíma fundi, enn í sjokki,“ segir Katrín. Skólinn er einn fremsti kvikmyndaskóli á Norðurlöndunum og mun Katrín stunda nám í leikstjórn. „Það verður frábært að fara að einbeita sér að þessu. Þetta hefur verið mjög erfitt og dýrt ferli, enda hef ég farið fjórum sinnum út á þessu ári í viðtöl, námskeið og skrifleg próf,“ segir Katrín og hefur meðal annars tekið þátt í vikulöngu námskeiði á vegum skólans. Hún hefur unnið við framleiðslu á ýmsum verkefnum frá árinu 2006 og skrifaði meðal annars handrit og framleiddi þættina Hæ Gosi. Hún segist þó spennt að færa sig yfir á listrænni braut. Katrín er að vinna hjá Saga Film að þriðju seríu af sakamálaþáttunum Rétti. Hún heldur síðan út í skólann í september, en námið er fjögur ár.Den Danske Filmskole var stofnaður árið 1966 og býður upp á fjölbreyttar námsleiðir í tengslum við kvikmyndir, sjónvarp og gerð handrita. Aðeins 96 stunda nám við skólann og því ljóst að erfitt er að komast inn og umsóknarferlið er langt. Meðal nemenda sem útskrifast hafa úr skólanum er þekkti danski leikstjórinn Lars Von Trier.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira