Hágrét eftir fréttirnar: „Hann hélt hreinlega að allir sem ég þekki væru dánir“ Anna Guðjónsdóttir skrifar 15. apríl 2015 10:15 Katrín Björgvinsdóttir er fjórði Íslendingurinn til að komast inn í hinn virta kvikmyndaskóla Den Danske Filmskole. vísir/valli „Ég sat á fimmtán manna fundi þegar ég fékk póstinn frá skólanum að tilkynna mér að ég hefði komist inn og ég bara gjörsamlega brotnaði niður,“ segir Katrín Björgvinsdóttir, en hún er ein af sex einstaklingum sem fengu inngöngu í danska kvikmyndaskólann, Den Danske Filmskole, í Kaupmannahöfn. „Ég byrjaði að skjálfa og hágrenja og öskraði svo á Baldvin leikstjóra sem ég er að vinna með. Hann fékk áfall og hélt hreinlega að allir sem ég þekki væru dánir. Ég tilkynnti honum svo á milli ekkasoga að ég hefði komist inn í skólann,“ segir Katrín og hlær. Hún segist ekki hafa verið búin undir fréttirnar og segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart. „Eftir fréttirnar reyndi ég að einbeita mér í vinnunni og sat á fjögurra tíma fundi, enn í sjokki,“ segir Katrín. Skólinn er einn fremsti kvikmyndaskóli á Norðurlöndunum og mun Katrín stunda nám í leikstjórn. „Það verður frábært að fara að einbeita sér að þessu. Þetta hefur verið mjög erfitt og dýrt ferli, enda hef ég farið fjórum sinnum út á þessu ári í viðtöl, námskeið og skrifleg próf,“ segir Katrín og hefur meðal annars tekið þátt í vikulöngu námskeiði á vegum skólans. Hún hefur unnið við framleiðslu á ýmsum verkefnum frá árinu 2006 og skrifaði meðal annars handrit og framleiddi þættina Hæ Gosi. Hún segist þó spennt að færa sig yfir á listrænni braut. Katrín er að vinna hjá Saga Film að þriðju seríu af sakamálaþáttunum Rétti. Hún heldur síðan út í skólann í september, en námið er fjögur ár.Den Danske Filmskole var stofnaður árið 1966 og býður upp á fjölbreyttar námsleiðir í tengslum við kvikmyndir, sjónvarp og gerð handrita. Aðeins 96 stunda nám við skólann og því ljóst að erfitt er að komast inn og umsóknarferlið er langt. Meðal nemenda sem útskrifast hafa úr skólanum er þekkti danski leikstjórinn Lars Von Trier. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
„Ég sat á fimmtán manna fundi þegar ég fékk póstinn frá skólanum að tilkynna mér að ég hefði komist inn og ég bara gjörsamlega brotnaði niður,“ segir Katrín Björgvinsdóttir, en hún er ein af sex einstaklingum sem fengu inngöngu í danska kvikmyndaskólann, Den Danske Filmskole, í Kaupmannahöfn. „Ég byrjaði að skjálfa og hágrenja og öskraði svo á Baldvin leikstjóra sem ég er að vinna með. Hann fékk áfall og hélt hreinlega að allir sem ég þekki væru dánir. Ég tilkynnti honum svo á milli ekkasoga að ég hefði komist inn í skólann,“ segir Katrín og hlær. Hún segist ekki hafa verið búin undir fréttirnar og segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart. „Eftir fréttirnar reyndi ég að einbeita mér í vinnunni og sat á fjögurra tíma fundi, enn í sjokki,“ segir Katrín. Skólinn er einn fremsti kvikmyndaskóli á Norðurlöndunum og mun Katrín stunda nám í leikstjórn. „Það verður frábært að fara að einbeita sér að þessu. Þetta hefur verið mjög erfitt og dýrt ferli, enda hef ég farið fjórum sinnum út á þessu ári í viðtöl, námskeið og skrifleg próf,“ segir Katrín og hefur meðal annars tekið þátt í vikulöngu námskeiði á vegum skólans. Hún hefur unnið við framleiðslu á ýmsum verkefnum frá árinu 2006 og skrifaði meðal annars handrit og framleiddi þættina Hæ Gosi. Hún segist þó spennt að færa sig yfir á listrænni braut. Katrín er að vinna hjá Saga Film að þriðju seríu af sakamálaþáttunum Rétti. Hún heldur síðan út í skólann í september, en námið er fjögur ár.Den Danske Filmskole var stofnaður árið 1966 og býður upp á fjölbreyttar námsleiðir í tengslum við kvikmyndir, sjónvarp og gerð handrita. Aðeins 96 stunda nám við skólann og því ljóst að erfitt er að komast inn og umsóknarferlið er langt. Meðal nemenda sem útskrifast hafa úr skólanum er þekkti danski leikstjórinn Lars Von Trier.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið