Komdu í Brennó! Ersan Koyuncu og Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Leikir búa yfir félagslegum töframætti. Með einföldum reglum og sameiginlegu markmiði er leikgleði búin umgjörð sem stuðlar að vináttu og samhug meðal þeirra sem taka þátt. Leikgleði er öflugt vopn í baráttunni gegn andúð, ótta og fordómum og því viljum við skora á löggur, presta, skáta og kennara í Brennó. Að baki frumkvæðinu liggur samstarf tveggja hópa. Horizon er félagsskapur múslima sem vilja auka samtal menningar- og trúarhefða í samfélagi okkar í þeim tilgangi að efla virðingu og eyða fordómum. NeDó er æskulýðsfélag sem hittist vikulega og vill breyta heiminum til góðs með því að leika, biðja og starfa saman. Sameiginlega höfum við sem hópar og einstaklingar áhyggjur af þeirri andúð sem birtist í íslensku samfélagi í garð múslima. Í þeim anda hafa Horizon-félagar heimsótt NeDó-hópinn í vetur og við höfum kynnst hvert öðru, lært um menningu og trú hvert annars, farið í leiki og beðið saman. Með því að leika saman og biðja saman, múslimar og kristnir, stuðlum við að samtali og sameiginlegri virðingu sem við vonum að smiti út frá sér. Í nóvember síðastliðnum hélt Horizon, í samstarfi við sr. Toshiki og NeDó, Ashura-hátíð en henni er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura-hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem alla jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Á hátíðinni sýndu NeDó-ungmennin listaverk, sem unnin voru samkvæmt tyrkneskri hefð Ebru en það er forn aðferð þar sem málað er á vatn og verkið síðan yfirfært á pappír eftir kúnstarinnar reglum. Samtal trúarbragða getur átt sér stað með fjölbreyttum hætti. Við erum kristinn maður og múslimi. Við erum vinir og við leikum saman, lærum hvor af öðrum og biðjum saman í anda þess að vilja frið og virðingu á milli okkar trúarhefða, án þess að þurfa að upphefja okkur á kostnað hins eða sannfæra hvor annan um að koma yfir á band hins. Það er von okkar að samfélag okkar geti þróast í þá átt að eignast slíka vináttu. Við skorum á þig að koma og leika, í sannri leikgleði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Leikir búa yfir félagslegum töframætti. Með einföldum reglum og sameiginlegu markmiði er leikgleði búin umgjörð sem stuðlar að vináttu og samhug meðal þeirra sem taka þátt. Leikgleði er öflugt vopn í baráttunni gegn andúð, ótta og fordómum og því viljum við skora á löggur, presta, skáta og kennara í Brennó. Að baki frumkvæðinu liggur samstarf tveggja hópa. Horizon er félagsskapur múslima sem vilja auka samtal menningar- og trúarhefða í samfélagi okkar í þeim tilgangi að efla virðingu og eyða fordómum. NeDó er æskulýðsfélag sem hittist vikulega og vill breyta heiminum til góðs með því að leika, biðja og starfa saman. Sameiginlega höfum við sem hópar og einstaklingar áhyggjur af þeirri andúð sem birtist í íslensku samfélagi í garð múslima. Í þeim anda hafa Horizon-félagar heimsótt NeDó-hópinn í vetur og við höfum kynnst hvert öðru, lært um menningu og trú hvert annars, farið í leiki og beðið saman. Með því að leika saman og biðja saman, múslimar og kristnir, stuðlum við að samtali og sameiginlegri virðingu sem við vonum að smiti út frá sér. Í nóvember síðastliðnum hélt Horizon, í samstarfi við sr. Toshiki og NeDó, Ashura-hátíð en henni er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura-hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem alla jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Á hátíðinni sýndu NeDó-ungmennin listaverk, sem unnin voru samkvæmt tyrkneskri hefð Ebru en það er forn aðferð þar sem málað er á vatn og verkið síðan yfirfært á pappír eftir kúnstarinnar reglum. Samtal trúarbragða getur átt sér stað með fjölbreyttum hætti. Við erum kristinn maður og múslimi. Við erum vinir og við leikum saman, lærum hvor af öðrum og biðjum saman í anda þess að vilja frið og virðingu á milli okkar trúarhefða, án þess að þurfa að upphefja okkur á kostnað hins eða sannfæra hvor annan um að koma yfir á band hins. Það er von okkar að samfélag okkar geti þróast í þá átt að eignast slíka vináttu. Við skorum á þig að koma og leika, í sannri leikgleði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar