SNL stjörnur: Þekktir grínistar leita að íslenskum leikurum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2015 09:30 Hér má sjá félagana úr Saturday Night Live. Bandarísku grínistarnir Seth Meyers, Fred Armisen og Bill Hader leita nú að íslenskum leikurum í hlutverk í þætti í nýrri þáttaröð sem þeir semja og leika í.Seth Meyers.Þáttaröðin ber titilinn American Documentary og verður einn þátturinn tekinn upp hér á landi. Þættirnir eru í svokölluðum „mockumentary“-stíl; þeir eru látnir líta út fyrir að vera heimildarmynd, þrátt fyrir að vera í raun skrifaðir. Sem dæmi um þætti í svipuðum stíl má nefna Spinal tap, en „mockumentary"-formið hefur einnig verið nýtt í þáttum á borð við The Office og Parks and Recreation, en báðir þættirnir nutu gífurlegra vinsælda vestanhafs. Þátturinn sem tekinn verður upp hér á landi mun fjalla um Ísland. Seth Meyers hélt upp á afmælið sitt hér á landi í desember á síðasta ári og ferðaðist þá um landið ásamt eiginkonu sinni, mannréttindalögfræðingnum Alexei Ashe. Fred ArmisenFyrirtækið Zik zak kvikmyndir starfar með framleiðendum þáttaraðarinnar og sér Nanna Kristín Magnúsdóttir um að skipa í hlutverk. Alls leita framleiðendurnir að þrjátíu íslenskum leikurum í stór sem smá hlutverk. Þeir Fred Armisen, Seth Meyers og Bill Hader eru vel þekktir í Bandaríkjunum. Þeir léku saman í gamanþáttunum vinsælu Saturday Night Live frá 2005 til 2013, auk þess sem Meyers var einn af handritshöfundum þáttanna. Félagarnir hafa leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Meyers stýrir nú sínum eigin spjallþætti á NBC-sjónvarpsstöðinni. Fred Armisen er með Meyers í þáttunum, en sá fyrrnefndi stýrir hljómsveitinni í þáttunum. Armisen byrjaði einmitt feril sinn í skemmtanabransanum sem tónlistarmaður.Bill Hader.Mikil spenna ríkir fyrir þáttunum American Documentary, en þeir verða sýndir á IFC-sjónvarpsstöðinni, sem hefur í gegnum tíðina sérhæft sig í að sýna svokallaðar sjálfstæðar kvikmyndir og þætti sem falla ekki að dagskrárstefnu stærri sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum. Til dæmis hefur verið sagt frá nýjum þáttunum á vefsíðu Variety. Þar kemur fram að nýja þáttaröðin verði hluti af nýrri og bættri dagskrá á IFC, sem þykir hafa sótt í sig veðrið undanfarin ár. Hver þáttur verður hálftími að lengd og hafa samningar náðst um sex þætti. Hér að neðan má sjá skemmtilegan „sketsa" með þeim félögum úr Saturday Night Live og öðrum þáttum. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning á ísraelska atriðinu Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Bandarísku grínistarnir Seth Meyers, Fred Armisen og Bill Hader leita nú að íslenskum leikurum í hlutverk í þætti í nýrri þáttaröð sem þeir semja og leika í.Seth Meyers.Þáttaröðin ber titilinn American Documentary og verður einn þátturinn tekinn upp hér á landi. Þættirnir eru í svokölluðum „mockumentary“-stíl; þeir eru látnir líta út fyrir að vera heimildarmynd, þrátt fyrir að vera í raun skrifaðir. Sem dæmi um þætti í svipuðum stíl má nefna Spinal tap, en „mockumentary"-formið hefur einnig verið nýtt í þáttum á borð við The Office og Parks and Recreation, en báðir þættirnir nutu gífurlegra vinsælda vestanhafs. Þátturinn sem tekinn verður upp hér á landi mun fjalla um Ísland. Seth Meyers hélt upp á afmælið sitt hér á landi í desember á síðasta ári og ferðaðist þá um landið ásamt eiginkonu sinni, mannréttindalögfræðingnum Alexei Ashe. Fred ArmisenFyrirtækið Zik zak kvikmyndir starfar með framleiðendum þáttaraðarinnar og sér Nanna Kristín Magnúsdóttir um að skipa í hlutverk. Alls leita framleiðendurnir að þrjátíu íslenskum leikurum í stór sem smá hlutverk. Þeir Fred Armisen, Seth Meyers og Bill Hader eru vel þekktir í Bandaríkjunum. Þeir léku saman í gamanþáttunum vinsælu Saturday Night Live frá 2005 til 2013, auk þess sem Meyers var einn af handritshöfundum þáttanna. Félagarnir hafa leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Meyers stýrir nú sínum eigin spjallþætti á NBC-sjónvarpsstöðinni. Fred Armisen er með Meyers í þáttunum, en sá fyrrnefndi stýrir hljómsveitinni í þáttunum. Armisen byrjaði einmitt feril sinn í skemmtanabransanum sem tónlistarmaður.Bill Hader.Mikil spenna ríkir fyrir þáttunum American Documentary, en þeir verða sýndir á IFC-sjónvarpsstöðinni, sem hefur í gegnum tíðina sérhæft sig í að sýna svokallaðar sjálfstæðar kvikmyndir og þætti sem falla ekki að dagskrárstefnu stærri sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum. Til dæmis hefur verið sagt frá nýjum þáttunum á vefsíðu Variety. Þar kemur fram að nýja þáttaröðin verði hluti af nýrri og bættri dagskrá á IFC, sem þykir hafa sótt í sig veðrið undanfarin ár. Hver þáttur verður hálftími að lengd og hafa samningar náðst um sex þætti. Hér að neðan má sjá skemmtilegan „sketsa" með þeim félögum úr Saturday Night Live og öðrum þáttum.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning á ísraelska atriðinu Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira