Kauphallardagar fara fram í fimmta skipti Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. apríl 2015 12:00 Stefán Broddi Guðjónsson, hjá Greiningardeild Arion Banka. Kauphallardagar Arion banka hefjast í dag. Þar fá stjórnendur félaga í Kauphöll Íslands og félaga, sem hafa lýst áhuga á skráningu í náinni framtíð, tækifæri til að kynna félögin fyrir fjárfestum og öðrum þeim sem fylgjast með hlutabréfamarkaðinum. Hver stjórnandi heldur stutta framsögu og í framhaldinu er gefinn kostur á spurningum úr sal. Þetta er fimmta árið í röð sem Arion banki stendur fyrir Kauphallardögum og í ár munu 15 fyrirtæki taka þátt, en skipulagning hefur verið í höndum greiningardeildar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion segir að í fyrstu hafi hugmyndin verið að styðja við endurreisn hlutabréfaviðskipta í Kauphöll Íslands og auka umfjöllun um skráðu félögin. Þegar Kauphallardagarnir voru fyrst haldnir mátti telja þau fyrirtæki sem þátt tóku á fingrum annarrar handar. „Síðan hefur Kauphallardögum vaxið fiskur um hrygg og félögum fjölgað og umfjöllun um markaðinn orðin meiri,“ segir Stefán Broddi. Félögum í Kauphöllinni fjölgar um eitt á meðan á dögunum stendur, því áætlað er að 9. apríl hefjist viðskipti með hlutabréf fasteignafélagsins Reita. Stefán Broddi segir að Arion sé ekki að finna upp hjólið með Kauphallardögunum þótt verið sé að byggja upp hefð fyrir slíku fyrirkomulagi á Íslandi. „Þannig standa fjárfestingabankar um heim allan fyrir dögum sem þessum þar sem sérstök áhersla er lögð á ákveðna atvinnugrein, landsvæði eða ákveðið þema. Hjá okkur er fókusinn á skráð félög í Kauphöll Íslands eða íslensk félög sem hyggja á skráningu á hlutabréfamarkað. Þannig taka fjórtán íslensk fyrirtæki þátt og svo Bank Nordik frá Færeyjum en bankinn er jú bæði skráður í Reykjavík og Kaupmannahöfn,“ segir hann. Stefán Broddi segir að greiningadeildin telji að frá sjónarhóli fjárfesta sé þetta afar gott tækifæri til þess að hlýða á snarpar kynningar frá stjórnendum fyrirtækjanna og taka þátt í umræðum. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Kauphallardagar Arion banka hefjast í dag. Þar fá stjórnendur félaga í Kauphöll Íslands og félaga, sem hafa lýst áhuga á skráningu í náinni framtíð, tækifæri til að kynna félögin fyrir fjárfestum og öðrum þeim sem fylgjast með hlutabréfamarkaðinum. Hver stjórnandi heldur stutta framsögu og í framhaldinu er gefinn kostur á spurningum úr sal. Þetta er fimmta árið í röð sem Arion banki stendur fyrir Kauphallardögum og í ár munu 15 fyrirtæki taka þátt, en skipulagning hefur verið í höndum greiningardeildar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion segir að í fyrstu hafi hugmyndin verið að styðja við endurreisn hlutabréfaviðskipta í Kauphöll Íslands og auka umfjöllun um skráðu félögin. Þegar Kauphallardagarnir voru fyrst haldnir mátti telja þau fyrirtæki sem þátt tóku á fingrum annarrar handar. „Síðan hefur Kauphallardögum vaxið fiskur um hrygg og félögum fjölgað og umfjöllun um markaðinn orðin meiri,“ segir Stefán Broddi. Félögum í Kauphöllinni fjölgar um eitt á meðan á dögunum stendur, því áætlað er að 9. apríl hefjist viðskipti með hlutabréf fasteignafélagsins Reita. Stefán Broddi segir að Arion sé ekki að finna upp hjólið með Kauphallardögunum þótt verið sé að byggja upp hefð fyrir slíku fyrirkomulagi á Íslandi. „Þannig standa fjárfestingabankar um heim allan fyrir dögum sem þessum þar sem sérstök áhersla er lögð á ákveðna atvinnugrein, landsvæði eða ákveðið þema. Hjá okkur er fókusinn á skráð félög í Kauphöll Íslands eða íslensk félög sem hyggja á skráningu á hlutabréfamarkað. Þannig taka fjórtán íslensk fyrirtæki þátt og svo Bank Nordik frá Færeyjum en bankinn er jú bæði skráður í Reykjavík og Kaupmannahöfn,“ segir hann. Stefán Broddi segir að greiningadeildin telji að frá sjónarhóli fjárfesta sé þetta afar gott tækifæri til þess að hlýða á snarpar kynningar frá stjórnendum fyrirtækjanna og taka þátt í umræðum.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent