Viðskipti innlent

Óbreytt laun hjá stjórn Regins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Laun Helg S. Gunnarssonar, forstjóra Regins fasteignafélags, fóru úr 23,1 milljón króna í 31,4.
Laun Helg S. Gunnarssonar, forstjóra Regins fasteignafélags, fóru úr 23,1 milljón króna í 31,4.
Laun stjórnarmanna og varastjórnarmanna fasteignafélagsins Regins verða óbreytt næsta árið, samkvæmt tillögu sem stjórn félagsins leggur fyrir aðalfund félagsins.

Þóknun hvers stjórnarmanns verður því áfram 250 þúsund krónur á mánuði og þóknun formanns stjórnar 500 þúsund krónur. Varamönnum verða greiddar 125 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund, þó ekki hærra en 250 þúsund krónur fyrir hvern mánuð.

Starfskjarastefna fyrirtækisins verður líka óbreytt frá fyrra ári. Samkvæmt henni taka starfskjör æðstu stjórnenda mið af kjörum æðstu stjórnenda hjá sambærilegum fyrirtækjum. Þau taka mið af frammistöðu viðkomandi starfsmanns, afkomu félagsins, mikilvægra áfanga í rekstri og starfsemi félagsins að öðru leyti. Þar á meðal hvort settum markmiðum hafi verið náð.

Reginn greiddi samtals 466 milljónir króna í laun og launatengd gjöld árið 2014, sem var 64 milljónum meira en árið á undan. Þar af voru 37 milljónir í laun og 39 milljónir í önnur launatengd gjöld. Aðalfundur Regins fer fram þann 21. apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×