Mikill fjöldi háskólmenntaðra starfar við ferðaþjónustu Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. apríl 2015 12:30 Grímur Sæmundsen Um helmingur starfsmanna ferðaskrifstofa og annarra þeirra sem sjá um skipulagningu ferða er háskólamenntaður. Einungis ein starfsgrein, það er fjármála- og vátryggingastarfsemi, hefur á að skipa hlutfallslega fleiri háskólamenntuðum starfsmönnum. Þetta sýna tölur Hagstofu Íslands sem Böðvar Þórisson kynnti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á dögunum. Grímur Sæmundsen, formaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hátt hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna í þessari grein megi sennilega rekja til þess að með vexti greinarinnar hafi fólki með markaðsmenntun fjölgað mjög. Einnig sé háskólamenntað fólk að vinna við afþreyingarhluta ferðaþjónustunnar, það er leiðsögumenn og fleiri stéttir. „Það er oftast nær háskólamenntað fólk,“ segir Grímur. En þótt fjöldi háskólamenntaðs fólks starfi við ferðaþjónustu þá er skortur á iðnmenntuðu fólki sem starfar við matreiðslu, framreiðslu og annað slíkt. Grímur segir að í ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum hafi verið brýnt fyrir stjórnvöldum að bregðast við hlutverki sínu og styðja innviði greinarinnar. Í ályktuninni er meðal annars vikið að menntun, en þar segir að stórefla þurfi menntakerfi ferðaþjónustunnar. „Tryggja þarf samráð og samstarf milli fræðsluaðila og atvinnulífsins. Einnig þarf að bæta aðgengi að menntun, auka starfsnám og samræmingu milli skólastiga. Endurskipuleggja þarf starfsnám með einfaldara grunnnám að leiðarljósi og skipa sérstakan starfshóp til þessa.“ Grímur segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi í hyggju að fylgja þessari ályktun eftir með viðræðum við stjórnvöld um menntamál og mörg önnur atriði sem Samtökin leggja áherslu á. „En það sem við leggjum kannski mesta áherslu á í ályktuninni eru stórauknar opinberar fjárfestingar í samgöngum. Bæði í vegakerfinu og flugvallarstarfsemi. Vegna þess að lífæð greinarinnar eru samgöngur, og þarna erum við að tala um innviðafjárfestingar sem eru ekki sérhæfðar heldur nýtast landsmönnum öllum í þeirra daglega lífi,“ segir Grímur. Þá tekur Grímur fram að það þurfi að horfa á nýtingar náttúruauðlinda út frá hagsmunum ferðaþjónustunnar, sem sé langmest gjaldeyrisskapandi atvinnugrein landsins. „Sem dæmi hafa menn verið að vinna með rammaáætlun vegna verndar og orkunýtingar landsvæða sem hefur verið í vinnslu í tuttugu ár. Þarna er bara verið að hugsa um orkufrekan iðnað og ferðaþjónustan er orðin fimmtíu prósentum stærri en orkufrekur iðnaður í gjaldeyrissköpun,“ segir Grímur. Mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar hafi vaxið mjög mikið á undanförnum árum og það þurfi að fara að huga að henni með sama hætti og hugað hefur verið að orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi hingað til. Á aðalfundinum var að auki samþykkt sérályktun um stofnun ferðamálaráðuneytis til að vinna að hagsmunum greinarinnar. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Um helmingur starfsmanna ferðaskrifstofa og annarra þeirra sem sjá um skipulagningu ferða er háskólamenntaður. Einungis ein starfsgrein, það er fjármála- og vátryggingastarfsemi, hefur á að skipa hlutfallslega fleiri háskólamenntuðum starfsmönnum. Þetta sýna tölur Hagstofu Íslands sem Böðvar Þórisson kynnti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á dögunum. Grímur Sæmundsen, formaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hátt hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna í þessari grein megi sennilega rekja til þess að með vexti greinarinnar hafi fólki með markaðsmenntun fjölgað mjög. Einnig sé háskólamenntað fólk að vinna við afþreyingarhluta ferðaþjónustunnar, það er leiðsögumenn og fleiri stéttir. „Það er oftast nær háskólamenntað fólk,“ segir Grímur. En þótt fjöldi háskólamenntaðs fólks starfi við ferðaþjónustu þá er skortur á iðnmenntuðu fólki sem starfar við matreiðslu, framreiðslu og annað slíkt. Grímur segir að í ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum hafi verið brýnt fyrir stjórnvöldum að bregðast við hlutverki sínu og styðja innviði greinarinnar. Í ályktuninni er meðal annars vikið að menntun, en þar segir að stórefla þurfi menntakerfi ferðaþjónustunnar. „Tryggja þarf samráð og samstarf milli fræðsluaðila og atvinnulífsins. Einnig þarf að bæta aðgengi að menntun, auka starfsnám og samræmingu milli skólastiga. Endurskipuleggja þarf starfsnám með einfaldara grunnnám að leiðarljósi og skipa sérstakan starfshóp til þessa.“ Grímur segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi í hyggju að fylgja þessari ályktun eftir með viðræðum við stjórnvöld um menntamál og mörg önnur atriði sem Samtökin leggja áherslu á. „En það sem við leggjum kannski mesta áherslu á í ályktuninni eru stórauknar opinberar fjárfestingar í samgöngum. Bæði í vegakerfinu og flugvallarstarfsemi. Vegna þess að lífæð greinarinnar eru samgöngur, og þarna erum við að tala um innviðafjárfestingar sem eru ekki sérhæfðar heldur nýtast landsmönnum öllum í þeirra daglega lífi,“ segir Grímur. Þá tekur Grímur fram að það þurfi að horfa á nýtingar náttúruauðlinda út frá hagsmunum ferðaþjónustunnar, sem sé langmest gjaldeyrisskapandi atvinnugrein landsins. „Sem dæmi hafa menn verið að vinna með rammaáætlun vegna verndar og orkunýtingar landsvæða sem hefur verið í vinnslu í tuttugu ár. Þarna er bara verið að hugsa um orkufrekan iðnað og ferðaþjónustan er orðin fimmtíu prósentum stærri en orkufrekur iðnaður í gjaldeyrissköpun,“ segir Grímur. Mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar hafi vaxið mjög mikið á undanförnum árum og það þurfi að fara að huga að henni með sama hætti og hugað hefur verið að orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi hingað til. Á aðalfundinum var að auki samþykkt sérályktun um stofnun ferðamálaráðuneytis til að vinna að hagsmunum greinarinnar.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira