Markaðsbrestur á okkar kostnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. apríl 2015 09:00 Þrír bankar, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, eru samanlagt með 90 prósent markaðshlutdeild á íslenskum fjármálamarkaði. Fákeppnismarkaður eins og hinn íslenski er í eðli sínu markaðsbrestur (e. „market failure“) af því tagi sem Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og fleiri hafa skrifað um. Íslenskir neytendur bera í raun tjónið af þessari fákeppni í formi rentusóknar (e. „rent seeking“) sem þessir bankar hirða til sín af almenningi. Þannig verður bein tilfærsla auðs frá almenningi til bankanna, oft í formi gjalda langt yfir raunverulegu kostnaðarverði, án þess að það eigi sér stað einhver verðmætasköpun í millitíðinni. Í krafti fákeppni og yfirburða á sér stað óeðlileg tilfærsla fjár frá almenningi til fjármálafyrirtækja. Í þessu felst markaðsbresturinn. Af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra námu þjónustugjöld af einhverju tagi alls 30 milljörðum króna eða um 40 prósentum af 80 milljarða króna samanlögðum hagnaði bankanna. Það getur varla verið tilviljun að hlutfall þjónustugjalda í hagnaði var minnst hjá ríkisbankanum. Joseph Stiglitz segir í bók sinni The Price of Inequality að rentusókn af þessu tagi eigi sér margar birtingarmyndir. Ein þeirra sé slök framfylgni samkeppnislöggjafar og ákvæði sem heimila fyrirtækjum að hagnast óeðlilega á kostnað annarra eða færa kostnað af starfsemi sinni yfir á almenning. Ef það væri eðlileg samkeppni á íslenskum bankamarkaði þá gætu bankarnir ekki rukkað viðskiptavini sína með þessum hætti, það væri eðlileg kostnaðarmyndun fyrir „vörur“ bankanna. Þeir myndu ekki græða svona mikið á vaxtamun á kostnað almennings og þeir myndu skila hóflegum hagnaði. Það fæli eðlilega í sér bættan hag heimilanna. Staðan á íslenskum fjármálamarkaði er alvarlegt áhyggjuefni vegna fákeppninnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að eðlilegt sé að hætta við áform um einkavæðingu hluta Landsbankans af þessum sökum og hafa bankann einfaldlega áfram í ríkiseigu. „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri langskynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2 um málið. Frosti vill raunar að ríkið eigi 100% í bankanum og kaupi það rúmlega eitt prósent sem er í eigu starfsmanna. En gæti ekki einhver með sömu rökum haldið því fram að ríkið ætti líka að reka flugfélag eða fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum? Það er ákveðin einföldun að ræða hlutina í þessu samhengi. Straumur fjármagns liggur frá bönkum og þessi straumur er oft á tíðum lífæð fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Í því virka fákeppnisumhverfi sem nú ríkir á bankamarkaði er æskilegt að ríkisbanki stígi á bremsuna til að hafa taumhald á hinum bönkunum og stuðla að virkri samkeppni. Á Íslandi búa 340.000 manns. Hvað kallar á það að fámennur hópur fjárfesta fái að kaupa stóran hlut í Landsbankanum og hvaða tilgangi þjónar það? Á að einkavæða þennan banka „af því bara“ svo fjárfestar geti grætt nógu mikið á honum? Landsbankinn hefur þegar greitt eiganda sínum, íslenska ríkinu, 54,5 milljarða króna í arð vegna síðustu þriggja rekstrarára. Ef Landsbankinn er vel rekinn banki, með það fyrir augum að fyrirbyggja ríkisvætt tap, og rekinn af hæfu fólki eftir sömu lögmálum og slíkur banki í eigu einkaaðila, hvað kallar á einkavæðingu hans?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Þrír bankar, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, eru samanlagt með 90 prósent markaðshlutdeild á íslenskum fjármálamarkaði. Fákeppnismarkaður eins og hinn íslenski er í eðli sínu markaðsbrestur (e. „market failure“) af því tagi sem Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og fleiri hafa skrifað um. Íslenskir neytendur bera í raun tjónið af þessari fákeppni í formi rentusóknar (e. „rent seeking“) sem þessir bankar hirða til sín af almenningi. Þannig verður bein tilfærsla auðs frá almenningi til bankanna, oft í formi gjalda langt yfir raunverulegu kostnaðarverði, án þess að það eigi sér stað einhver verðmætasköpun í millitíðinni. Í krafti fákeppni og yfirburða á sér stað óeðlileg tilfærsla fjár frá almenningi til fjármálafyrirtækja. Í þessu felst markaðsbresturinn. Af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra námu þjónustugjöld af einhverju tagi alls 30 milljörðum króna eða um 40 prósentum af 80 milljarða króna samanlögðum hagnaði bankanna. Það getur varla verið tilviljun að hlutfall þjónustugjalda í hagnaði var minnst hjá ríkisbankanum. Joseph Stiglitz segir í bók sinni The Price of Inequality að rentusókn af þessu tagi eigi sér margar birtingarmyndir. Ein þeirra sé slök framfylgni samkeppnislöggjafar og ákvæði sem heimila fyrirtækjum að hagnast óeðlilega á kostnað annarra eða færa kostnað af starfsemi sinni yfir á almenning. Ef það væri eðlileg samkeppni á íslenskum bankamarkaði þá gætu bankarnir ekki rukkað viðskiptavini sína með þessum hætti, það væri eðlileg kostnaðarmyndun fyrir „vörur“ bankanna. Þeir myndu ekki græða svona mikið á vaxtamun á kostnað almennings og þeir myndu skila hóflegum hagnaði. Það fæli eðlilega í sér bættan hag heimilanna. Staðan á íslenskum fjármálamarkaði er alvarlegt áhyggjuefni vegna fákeppninnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að eðlilegt sé að hætta við áform um einkavæðingu hluta Landsbankans af þessum sökum og hafa bankann einfaldlega áfram í ríkiseigu. „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri langskynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2 um málið. Frosti vill raunar að ríkið eigi 100% í bankanum og kaupi það rúmlega eitt prósent sem er í eigu starfsmanna. En gæti ekki einhver með sömu rökum haldið því fram að ríkið ætti líka að reka flugfélag eða fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum? Það er ákveðin einföldun að ræða hlutina í þessu samhengi. Straumur fjármagns liggur frá bönkum og þessi straumur er oft á tíðum lífæð fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Í því virka fákeppnisumhverfi sem nú ríkir á bankamarkaði er æskilegt að ríkisbanki stígi á bremsuna til að hafa taumhald á hinum bönkunum og stuðla að virkri samkeppni. Á Íslandi búa 340.000 manns. Hvað kallar á það að fámennur hópur fjárfesta fái að kaupa stóran hlut í Landsbankanum og hvaða tilgangi þjónar það? Á að einkavæða þennan banka „af því bara“ svo fjárfestar geti grætt nógu mikið á honum? Landsbankinn hefur þegar greitt eiganda sínum, íslenska ríkinu, 54,5 milljarða króna í arð vegna síðustu þriggja rekstrarára. Ef Landsbankinn er vel rekinn banki, með það fyrir augum að fyrirbyggja ríkisvætt tap, og rekinn af hæfu fólki eftir sömu lögmálum og slíkur banki í eigu einkaaðila, hvað kallar á einkavæðingu hans?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun