Ofhitnun hagkerfisins mesti skaðvaldurinn Ingvar Haraldsson skrifar 1. apríl 2015 07:00 Þórarinn G. Pétursson segir brýnt að hagkerfið sé vel undirbúið þegar áföll ríði yfir. fréttablaðið/pjetur Ofhitnun hagkerfisins er algengasti fyrirboði fjármálakreppa hér á landi. Þetta er meðal niðurstaðna greiningar Seðlabankans á fjármálakreppum frá 1875-2013. „Það birtist helst í því að efnahagsleg umsvif eru of mikil. Of hraður hagvöxtur, of mikill viðskiptahalli og of mikil aukning eftirspurnar sem þá er orðin ósjálfbær og leiðréttist með snörpum hætti,“ segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og einn rannsakenda. „Einn af lærdómunum er að leyfa þessu ekki að gerast eins og hefur því miður allt of oft gerst,“ bætir hann við. Skýrt dæmi um ástandið þá var fram að bankahruninu 2008, sem Þórarinn sagði að væri „móðir allra fjármálakreppa“. Öll viðvörunarljós hafi verið byrjuð að blikka nokkrum árum fyrir hrunið. Fimm af sex „fjölþættum“ fjármálakreppum sem urðu á tímabilinu á Íslandi gerðust samhliða kreppum í alþjóðlega fjármálakerfinu. Þórarinn segir að Íslendingar geti gert ýmislegt til að vera undirbúnir þegar slík áföll verði erlendis. „Það er ekkert náttúrulögmál þótt það verði fjármálakreppa í útlöndum að það verði hér. Því þurfum við að búa til kerfi sem getur staðið af sér áföll. Við þurfum að draga úr áhættutöku og styrkja eiginfjárgrunn fjármálakerfisins,“ segir Þórarinn. Þá þurfi einnig að koma í veg fyrir að bankakerfið sé fjármagnað í of miklum mæli erlendis. Þórarinn býst ekki við að hægt verði að koma alfarið í veg fyrir fjármálakreppur. „Ég held að þetta sé eitthvað að við verðum að búa við,“ segir Þórarinn. Eina leiðin að hans mati til að koma í veg fyrir fjármálakreppur sé að vera ekki með fjármálakerfi. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Ofhitnun hagkerfisins er algengasti fyrirboði fjármálakreppa hér á landi. Þetta er meðal niðurstaðna greiningar Seðlabankans á fjármálakreppum frá 1875-2013. „Það birtist helst í því að efnahagsleg umsvif eru of mikil. Of hraður hagvöxtur, of mikill viðskiptahalli og of mikil aukning eftirspurnar sem þá er orðin ósjálfbær og leiðréttist með snörpum hætti,“ segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og einn rannsakenda. „Einn af lærdómunum er að leyfa þessu ekki að gerast eins og hefur því miður allt of oft gerst,“ bætir hann við. Skýrt dæmi um ástandið þá var fram að bankahruninu 2008, sem Þórarinn sagði að væri „móðir allra fjármálakreppa“. Öll viðvörunarljós hafi verið byrjuð að blikka nokkrum árum fyrir hrunið. Fimm af sex „fjölþættum“ fjármálakreppum sem urðu á tímabilinu á Íslandi gerðust samhliða kreppum í alþjóðlega fjármálakerfinu. Þórarinn segir að Íslendingar geti gert ýmislegt til að vera undirbúnir þegar slík áföll verði erlendis. „Það er ekkert náttúrulögmál þótt það verði fjármálakreppa í útlöndum að það verði hér. Því þurfum við að búa til kerfi sem getur staðið af sér áföll. Við þurfum að draga úr áhættutöku og styrkja eiginfjárgrunn fjármálakerfisins,“ segir Þórarinn. Þá þurfi einnig að koma í veg fyrir að bankakerfið sé fjármagnað í of miklum mæli erlendis. Þórarinn býst ekki við að hægt verði að koma alfarið í veg fyrir fjármálakreppur. „Ég held að þetta sé eitthvað að við verðum að búa við,“ segir Þórarinn. Eina leiðin að hans mati til að koma í veg fyrir fjármálakreppur sé að vera ekki með fjármálakerfi.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun