Hundrað dagar á Íslandi – Fyrri grein Zhang Weidong skrifar 8. janúar 2015 07:00 Ég var búinn að vera á Íslandi í hundrað daga þann 5. janúar 2015. Samkvæmt kínverskum sið ber að fagna því þegar barn hefur lifað í hundrað daga með því að borða hundrað daga núðlur. Það er einnig vert að fagna því að ég mun hafa verið á Íslandi í hundrað daga, sérstaklega þar sem það fellur saman við upphaf ársins 2015, þetta eru tveir ánægjulegir viðburðir sem taka við hvor af öðrum. Ástæða þess að ég fagna komu minni til Íslands fyrir hundrað dögum er sú að ég hef séð og heyrt mikið sem og gert margt merkilegt og ógleymanlegt á þessum skamma tíma og þetta ætti að vera skjalfest og deilt með öllum. Mín fyrsta upplifun á Íslandi voru samskipti mín við starfsfólk Icelandair. Þegar ég millilenti í London fór ég að afgreiðsluborðinu hjá Icelandair til að fá upplýsingar um brottför. Bros starfsfólksins hjá Icelandair heillaði mig. Þetta var vingjarnlegt, einfalt og einlægt bros. Það var sérstakur sjarmi sem ég fann í gegnum alúðlega þjónustu flugfreyjanna og hrynjandina í íslenskunni. Klukkan var orðin 23.00 þegar ég lenti á Keflavíkurflugvelli. Það var svo frábært að sendiráðsfulltrúi frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi, Anna, kom út á flugvöll til að hitta mig í eigin persónu. Við ræddum málin á leiðinni frá flugvellinum að Kínverska sendiráðinu í Reykjavík. Hreinskilið og vinalegt andrúmsloftið lét mig gleyma kaldri vetrarnóttinni. Stuttu eftir komu mína til Íslands færði ég forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf mitt og þá hitti ég forseta Alþingis, utanríkisráðherra og fleiri ráðherra. Við ræddum um vináttu milli Íslands og Kína, efnahagslega samvinnu og menningarmál. Innihaldsríkar umræður, hlýlegt umhverfi og vinátta á milli okkar einkenndi fundinn. Það er vissulega vingjarnleiki, góðmennska og hlýja sem kemur til hugar ef þú spyrð mig um far Íslendinga. Mennirnir eru háir og myndarlegir, stelpurnar eru fallegar. Fólk er uppfullt af norrænni hjartahlýju og góðvild, sem mér finnst frekar ljúfmannlegt. Ég hafði áður heyrt um fallegt landslag Íslands. Stuttu eftir komuna til landsins gat ég varla beðið eftir helginni til að fara hinn fræga „Golden Circle“ hring. Það var eins og ég gæti heyrt raddir frá fyrra Alþingi þegar ég sá Lögberg á Þingvöllum. Það virtist sem ég gæti fundið óljóst hvísl á milli Evrópu og Norður-Ameríku þegar ég stóð við flekaskilin. Það var eins og ég fyndi blóðið renna í jarðskorpunni og það miðlaði gleði til fólksins. Ég fór til Hveragerðis, að eldfjallavatninu Kerinu, að Keili og í miðbæinn um helgar. Einstakt landslag Íslands er svo ótrúlegt að ég get ekki annað en lýst því sem stórkostlegu. Ég naut þeirra forréttinda að sjá norðurljós nokkrum sinnum í byrjun vetrar, það var draumkennt, fljótandi og rak burt, eins og í undralandi. Upplifun mín á íslensku landslagi er sú að það er einstakt, ótrúlegt og áhrifamikið. Þegar ég var í Kína sagði vinur minn mér að Ísland væri heimur íss og snjós, hvað væri hægt að borða þar nema ísbirni og mörgæsir? Eftir komuna til Íslands gat ég varla beðið eftir að smakka íslenskan mat. Ég hef farið á veitingastaðinn Víking í Hafnarfirði, veitingastaðinn Lækjarbrekku í Reykjavík og ég hef þegar smakkað hákarl, humar, lamb og íslenskt áfengi sem heitir „Black Death“. Maturinn hefur sannarlega kitlað bragðlaukana hjá mér. Ég mun segja vinum mínum frá því að íslenskt mataræði er litríkt og ljúffengt. Það er sérstakt, freistandi bragð sem gerir eftirbragðið ógleymanlegt. Á síðustu hundrað dögum hef ég líka hitt marga stjórnmálamenn, fólk úr fyrirtækjum, skólum, fjölmiðlum, menningarlífinu o.fl. Mér líður eins og að það horfi innilega til gagnkvæmrar framtíðarvináttu. Þeir vilja auka vingjarnleg samskipti og efla gagnkvæmt traust. Þeir vonast til að styrkja efnahagslega- og viðskiptalega samvinnu og stuðla að sameiginlegri þróun. Þeir vilja dýpka menningarleg samskipti og samstarf til að stuðla að vináttu á milli landanna tveggja. Eins og segir í kínversku orðatiltæki: „Vinir og ættingjar verða nákomnari þegar þeir heimsækja hvor aðra oft.“ Við vonum að Íslendingar og Kínverjar, eins ættingjar og vinir, heimsæki hvor aðra meira. Ísland og Kína eru aðskilin með stóru hafi, en við erum í raun nágrannar og vinátta okkar á sér langa sögu. Eftir stofnun diplómatískra tengsla, árið 1971, hafa tvíhliða sambandstengslin verið viðvarandi og í stöðugri þróun. Góð samskipti milli landanna eru enn betri, gagnkvæmt pólitískt traust hefur aukist og samstarf í efnahagslegum, menningarlegum, norðurslóða- og öðrum málefnum er frjósamt með marghliða gagnkvæmum skilningi og stuðningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var búinn að vera á Íslandi í hundrað daga þann 5. janúar 2015. Samkvæmt kínverskum sið ber að fagna því þegar barn hefur lifað í hundrað daga með því að borða hundrað daga núðlur. Það er einnig vert að fagna því að ég mun hafa verið á Íslandi í hundrað daga, sérstaklega þar sem það fellur saman við upphaf ársins 2015, þetta eru tveir ánægjulegir viðburðir sem taka við hvor af öðrum. Ástæða þess að ég fagna komu minni til Íslands fyrir hundrað dögum er sú að ég hef séð og heyrt mikið sem og gert margt merkilegt og ógleymanlegt á þessum skamma tíma og þetta ætti að vera skjalfest og deilt með öllum. Mín fyrsta upplifun á Íslandi voru samskipti mín við starfsfólk Icelandair. Þegar ég millilenti í London fór ég að afgreiðsluborðinu hjá Icelandair til að fá upplýsingar um brottför. Bros starfsfólksins hjá Icelandair heillaði mig. Þetta var vingjarnlegt, einfalt og einlægt bros. Það var sérstakur sjarmi sem ég fann í gegnum alúðlega þjónustu flugfreyjanna og hrynjandina í íslenskunni. Klukkan var orðin 23.00 þegar ég lenti á Keflavíkurflugvelli. Það var svo frábært að sendiráðsfulltrúi frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi, Anna, kom út á flugvöll til að hitta mig í eigin persónu. Við ræddum málin á leiðinni frá flugvellinum að Kínverska sendiráðinu í Reykjavík. Hreinskilið og vinalegt andrúmsloftið lét mig gleyma kaldri vetrarnóttinni. Stuttu eftir komu mína til Íslands færði ég forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf mitt og þá hitti ég forseta Alþingis, utanríkisráðherra og fleiri ráðherra. Við ræddum um vináttu milli Íslands og Kína, efnahagslega samvinnu og menningarmál. Innihaldsríkar umræður, hlýlegt umhverfi og vinátta á milli okkar einkenndi fundinn. Það er vissulega vingjarnleiki, góðmennska og hlýja sem kemur til hugar ef þú spyrð mig um far Íslendinga. Mennirnir eru háir og myndarlegir, stelpurnar eru fallegar. Fólk er uppfullt af norrænni hjartahlýju og góðvild, sem mér finnst frekar ljúfmannlegt. Ég hafði áður heyrt um fallegt landslag Íslands. Stuttu eftir komuna til landsins gat ég varla beðið eftir helginni til að fara hinn fræga „Golden Circle“ hring. Það var eins og ég gæti heyrt raddir frá fyrra Alþingi þegar ég sá Lögberg á Þingvöllum. Það virtist sem ég gæti fundið óljóst hvísl á milli Evrópu og Norður-Ameríku þegar ég stóð við flekaskilin. Það var eins og ég fyndi blóðið renna í jarðskorpunni og það miðlaði gleði til fólksins. Ég fór til Hveragerðis, að eldfjallavatninu Kerinu, að Keili og í miðbæinn um helgar. Einstakt landslag Íslands er svo ótrúlegt að ég get ekki annað en lýst því sem stórkostlegu. Ég naut þeirra forréttinda að sjá norðurljós nokkrum sinnum í byrjun vetrar, það var draumkennt, fljótandi og rak burt, eins og í undralandi. Upplifun mín á íslensku landslagi er sú að það er einstakt, ótrúlegt og áhrifamikið. Þegar ég var í Kína sagði vinur minn mér að Ísland væri heimur íss og snjós, hvað væri hægt að borða þar nema ísbirni og mörgæsir? Eftir komuna til Íslands gat ég varla beðið eftir að smakka íslenskan mat. Ég hef farið á veitingastaðinn Víking í Hafnarfirði, veitingastaðinn Lækjarbrekku í Reykjavík og ég hef þegar smakkað hákarl, humar, lamb og íslenskt áfengi sem heitir „Black Death“. Maturinn hefur sannarlega kitlað bragðlaukana hjá mér. Ég mun segja vinum mínum frá því að íslenskt mataræði er litríkt og ljúffengt. Það er sérstakt, freistandi bragð sem gerir eftirbragðið ógleymanlegt. Á síðustu hundrað dögum hef ég líka hitt marga stjórnmálamenn, fólk úr fyrirtækjum, skólum, fjölmiðlum, menningarlífinu o.fl. Mér líður eins og að það horfi innilega til gagnkvæmrar framtíðarvináttu. Þeir vilja auka vingjarnleg samskipti og efla gagnkvæmt traust. Þeir vonast til að styrkja efnahagslega- og viðskiptalega samvinnu og stuðla að sameiginlegri þróun. Þeir vilja dýpka menningarleg samskipti og samstarf til að stuðla að vináttu á milli landanna tveggja. Eins og segir í kínversku orðatiltæki: „Vinir og ættingjar verða nákomnari þegar þeir heimsækja hvor aðra oft.“ Við vonum að Íslendingar og Kínverjar, eins ættingjar og vinir, heimsæki hvor aðra meira. Ísland og Kína eru aðskilin með stóru hafi, en við erum í raun nágrannar og vinátta okkar á sér langa sögu. Eftir stofnun diplómatískra tengsla, árið 1971, hafa tvíhliða sambandstengslin verið viðvarandi og í stöðugri þróun. Góð samskipti milli landanna eru enn betri, gagnkvæmt pólitískt traust hefur aukist og samstarf í efnahagslegum, menningarlegum, norðurslóða- og öðrum málefnum er frjósamt með marghliða gagnkvæmum skilningi og stuðningi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar