Að hafna lækningu vegna trúar Valgarður Guðjónsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Stöku sinnum skýtur upp kollinum umræða um þá afstöðu ákveðinnar trúarhreyfingar að meðlimir hennar eigi að neita að þiggja blóðgjöf þó lífið liggi bókstaflega við. Hreyfingin treystir þannig á æðri máttarvöld, mikilvægi þess að fylgja (mögulega misskildum) boðum trúarinnar og lætur vísindi lönd og leið. Þetta verður til þess að einstaklingar deyja að óþörfu, jafnvel börn sem aldrei hafa valið sér viðkomandi trúarkenningar.Valkostur eða ekki Það velur sér enginn að verða veikur og gott heilbrigðiskerfi eykur lífslíkur og lífsgæði – og ef þau rök duga ekki til, þá skilar það líka aukinni hagsæld. Þeir sem verða veikir eiga einfaldlega ekki þann valkost að lifa án heilbrigðisþjónustu. Þannig er nokkuð augljóst að mínu viti að við eigum að nota sameiginlega sjóði til að tryggja boðlega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi trúfélaga er svo aftur eitthvað sem er einkamál hvers og eins – það er jú valkostur hvers og eins að tilheyra trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Enginn neyðist til þess að vera meðlimur í trúfélagi og það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess. Þannig er jafn augljóst að engin ástæða er til að reka trúfélög úr sameiginlegum sjóðum.Virkar eða ekki Heilbrigðiskerfið byggir á vísindum, þar eru notaðar aðferðir sem búið er að sanna að virka, auðvitað ekki fullkomnar, en stöðugt er unnið að því að bæta þær, með aðferðum vísindanna. Þarna eru aðferðir sem bjargað hafa lífi óteljandi einstaklinga og bætt lífskjör enn fleiri. Þetta réttlætir fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum. Trúfélög byggja aftur á óstaðfestum hugmyndum og vangaveltum um yfirnáttúruleg öfl. Yfirnáttúru sem aldrei – ekki í eitt einasta sinn – hefur verið sýnt fram á að styðjist við staðreyndir hvað þá að grundvöllur hennar hafi verið sannaður. Enda þyrfti ekki „trú“ til ef hægt væri að sýna fram á að einhver fótur væri fyrir þessu. Það er auðvitað ekki hægt að réttlæta framlög úr sameiginlegum sjóðum fyrir þess háttar starfsemi. Þá nægir ekki að benda á ýmiss konar athafnaþjónustu til að réttlæta þetta, það er greitt sérstaklega fyrir hana.Framlög í anda sértrúarsafnaðar Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna við eyðum háum fjárhæðum úr sameiginlegum sjóðum í fyrirbæri sem enginn getur sýnt fram á að eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Og það á sama tíma og skorið er niður í lífsnauðsynlegum þáttum sem margoft hefur verið sýnt fram á að virka til að bæta lífskjör fólks. Krafan um að hækka enn frekar framlög til trúmála á meðan heilbrigðiskerfinu „blæðir“ er nánast súrrealísk. Ríkisvald sem fer þannig með sameiginlega sjóði hagar sér þannig nákvæmlega eins og sértrúarsöfnuður sem fórnar mannslífum fyrir trúarkenningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Sjá meira
Stöku sinnum skýtur upp kollinum umræða um þá afstöðu ákveðinnar trúarhreyfingar að meðlimir hennar eigi að neita að þiggja blóðgjöf þó lífið liggi bókstaflega við. Hreyfingin treystir þannig á æðri máttarvöld, mikilvægi þess að fylgja (mögulega misskildum) boðum trúarinnar og lætur vísindi lönd og leið. Þetta verður til þess að einstaklingar deyja að óþörfu, jafnvel börn sem aldrei hafa valið sér viðkomandi trúarkenningar.Valkostur eða ekki Það velur sér enginn að verða veikur og gott heilbrigðiskerfi eykur lífslíkur og lífsgæði – og ef þau rök duga ekki til, þá skilar það líka aukinni hagsæld. Þeir sem verða veikir eiga einfaldlega ekki þann valkost að lifa án heilbrigðisþjónustu. Þannig er nokkuð augljóst að mínu viti að við eigum að nota sameiginlega sjóði til að tryggja boðlega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi trúfélaga er svo aftur eitthvað sem er einkamál hvers og eins – það er jú valkostur hvers og eins að tilheyra trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Enginn neyðist til þess að vera meðlimur í trúfélagi og það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess. Þannig er jafn augljóst að engin ástæða er til að reka trúfélög úr sameiginlegum sjóðum.Virkar eða ekki Heilbrigðiskerfið byggir á vísindum, þar eru notaðar aðferðir sem búið er að sanna að virka, auðvitað ekki fullkomnar, en stöðugt er unnið að því að bæta þær, með aðferðum vísindanna. Þarna eru aðferðir sem bjargað hafa lífi óteljandi einstaklinga og bætt lífskjör enn fleiri. Þetta réttlætir fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum. Trúfélög byggja aftur á óstaðfestum hugmyndum og vangaveltum um yfirnáttúruleg öfl. Yfirnáttúru sem aldrei – ekki í eitt einasta sinn – hefur verið sýnt fram á að styðjist við staðreyndir hvað þá að grundvöllur hennar hafi verið sannaður. Enda þyrfti ekki „trú“ til ef hægt væri að sýna fram á að einhver fótur væri fyrir þessu. Það er auðvitað ekki hægt að réttlæta framlög úr sameiginlegum sjóðum fyrir þess háttar starfsemi. Þá nægir ekki að benda á ýmiss konar athafnaþjónustu til að réttlæta þetta, það er greitt sérstaklega fyrir hana.Framlög í anda sértrúarsafnaðar Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna við eyðum háum fjárhæðum úr sameiginlegum sjóðum í fyrirbæri sem enginn getur sýnt fram á að eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Og það á sama tíma og skorið er niður í lífsnauðsynlegum þáttum sem margoft hefur verið sýnt fram á að virka til að bæta lífskjör fólks. Krafan um að hækka enn frekar framlög til trúmála á meðan heilbrigðiskerfinu „blæðir“ er nánast súrrealísk. Ríkisvald sem fer þannig með sameiginlega sjóði hagar sér þannig nákvæmlega eins og sértrúarsöfnuður sem fórnar mannslífum fyrir trúarkenningar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun