Að hafna lækningu vegna trúar Valgarður Guðjónsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Stöku sinnum skýtur upp kollinum umræða um þá afstöðu ákveðinnar trúarhreyfingar að meðlimir hennar eigi að neita að þiggja blóðgjöf þó lífið liggi bókstaflega við. Hreyfingin treystir þannig á æðri máttarvöld, mikilvægi þess að fylgja (mögulega misskildum) boðum trúarinnar og lætur vísindi lönd og leið. Þetta verður til þess að einstaklingar deyja að óþörfu, jafnvel börn sem aldrei hafa valið sér viðkomandi trúarkenningar.Valkostur eða ekki Það velur sér enginn að verða veikur og gott heilbrigðiskerfi eykur lífslíkur og lífsgæði – og ef þau rök duga ekki til, þá skilar það líka aukinni hagsæld. Þeir sem verða veikir eiga einfaldlega ekki þann valkost að lifa án heilbrigðisþjónustu. Þannig er nokkuð augljóst að mínu viti að við eigum að nota sameiginlega sjóði til að tryggja boðlega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi trúfélaga er svo aftur eitthvað sem er einkamál hvers og eins – það er jú valkostur hvers og eins að tilheyra trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Enginn neyðist til þess að vera meðlimur í trúfélagi og það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess. Þannig er jafn augljóst að engin ástæða er til að reka trúfélög úr sameiginlegum sjóðum.Virkar eða ekki Heilbrigðiskerfið byggir á vísindum, þar eru notaðar aðferðir sem búið er að sanna að virka, auðvitað ekki fullkomnar, en stöðugt er unnið að því að bæta þær, með aðferðum vísindanna. Þarna eru aðferðir sem bjargað hafa lífi óteljandi einstaklinga og bætt lífskjör enn fleiri. Þetta réttlætir fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum. Trúfélög byggja aftur á óstaðfestum hugmyndum og vangaveltum um yfirnáttúruleg öfl. Yfirnáttúru sem aldrei – ekki í eitt einasta sinn – hefur verið sýnt fram á að styðjist við staðreyndir hvað þá að grundvöllur hennar hafi verið sannaður. Enda þyrfti ekki „trú“ til ef hægt væri að sýna fram á að einhver fótur væri fyrir þessu. Það er auðvitað ekki hægt að réttlæta framlög úr sameiginlegum sjóðum fyrir þess háttar starfsemi. Þá nægir ekki að benda á ýmiss konar athafnaþjónustu til að réttlæta þetta, það er greitt sérstaklega fyrir hana.Framlög í anda sértrúarsafnaðar Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna við eyðum háum fjárhæðum úr sameiginlegum sjóðum í fyrirbæri sem enginn getur sýnt fram á að eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Og það á sama tíma og skorið er niður í lífsnauðsynlegum þáttum sem margoft hefur verið sýnt fram á að virka til að bæta lífskjör fólks. Krafan um að hækka enn frekar framlög til trúmála á meðan heilbrigðiskerfinu „blæðir“ er nánast súrrealísk. Ríkisvald sem fer þannig með sameiginlega sjóði hagar sér þannig nákvæmlega eins og sértrúarsöfnuður sem fórnar mannslífum fyrir trúarkenningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stöku sinnum skýtur upp kollinum umræða um þá afstöðu ákveðinnar trúarhreyfingar að meðlimir hennar eigi að neita að þiggja blóðgjöf þó lífið liggi bókstaflega við. Hreyfingin treystir þannig á æðri máttarvöld, mikilvægi þess að fylgja (mögulega misskildum) boðum trúarinnar og lætur vísindi lönd og leið. Þetta verður til þess að einstaklingar deyja að óþörfu, jafnvel börn sem aldrei hafa valið sér viðkomandi trúarkenningar.Valkostur eða ekki Það velur sér enginn að verða veikur og gott heilbrigðiskerfi eykur lífslíkur og lífsgæði – og ef þau rök duga ekki til, þá skilar það líka aukinni hagsæld. Þeir sem verða veikir eiga einfaldlega ekki þann valkost að lifa án heilbrigðisþjónustu. Þannig er nokkuð augljóst að mínu viti að við eigum að nota sameiginlega sjóði til að tryggja boðlega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi trúfélaga er svo aftur eitthvað sem er einkamál hvers og eins – það er jú valkostur hvers og eins að tilheyra trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Enginn neyðist til þess að vera meðlimur í trúfélagi og það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess. Þannig er jafn augljóst að engin ástæða er til að reka trúfélög úr sameiginlegum sjóðum.Virkar eða ekki Heilbrigðiskerfið byggir á vísindum, þar eru notaðar aðferðir sem búið er að sanna að virka, auðvitað ekki fullkomnar, en stöðugt er unnið að því að bæta þær, með aðferðum vísindanna. Þarna eru aðferðir sem bjargað hafa lífi óteljandi einstaklinga og bætt lífskjör enn fleiri. Þetta réttlætir fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum. Trúfélög byggja aftur á óstaðfestum hugmyndum og vangaveltum um yfirnáttúruleg öfl. Yfirnáttúru sem aldrei – ekki í eitt einasta sinn – hefur verið sýnt fram á að styðjist við staðreyndir hvað þá að grundvöllur hennar hafi verið sannaður. Enda þyrfti ekki „trú“ til ef hægt væri að sýna fram á að einhver fótur væri fyrir þessu. Það er auðvitað ekki hægt að réttlæta framlög úr sameiginlegum sjóðum fyrir þess háttar starfsemi. Þá nægir ekki að benda á ýmiss konar athafnaþjónustu til að réttlæta þetta, það er greitt sérstaklega fyrir hana.Framlög í anda sértrúarsafnaðar Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna við eyðum háum fjárhæðum úr sameiginlegum sjóðum í fyrirbæri sem enginn getur sýnt fram á að eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Og það á sama tíma og skorið er niður í lífsnauðsynlegum þáttum sem margoft hefur verið sýnt fram á að virka til að bæta lífskjör fólks. Krafan um að hækka enn frekar framlög til trúmála á meðan heilbrigðiskerfinu „blæðir“ er nánast súrrealísk. Ríkisvald sem fer þannig með sameiginlega sjóði hagar sér þannig nákvæmlega eins og sértrúarsöfnuður sem fórnar mannslífum fyrir trúarkenningar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun