Konur sameinast um öruggari borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 31. mars 2015 07:00 Borgarstjórn minnist þess í dag að 100 ár eru síðan karlar ákváðu að leyfa fyrstu konunum að taka þátt í kosningum til Alþingis og að bjóða fram krafta sína á þeim vettvangi. Það þor og úthald sem konurnar höfðu sem börðust fyrir réttindum kynsystra sinna fyrir 100 árum er sannarlega allrar aðdáunar vert. Það er því við hæfi að þakka þeim fjölmörgu konum sem fóru á móti straumnum þá og síðustu hundrað árin og þeim körlum sem staðið hafa með þeim. Breytingin á íslensku samfélagi á liðinni öld er hreint út sagt stórkostleg. Ísland hefur verið í toppsætum lista sem meta jafnrétti í heiminum og konur hafa hér réttindi til jafns við karla þó tækifærin séu enn ekki jöfn og feðraveldið sé enn til staðar. Fyrir 100 árum börðust konur fyrir byggingu spítala þar sem þær höfðu heilbrigði þjóðarinnar að leiðarljósi. Konur í borgarstjórn í dag bera einnig heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti en stærsta ógn við heilbrigði kvenna og barna er ofbeldi. Samkvæmt rannsóknum hefur allt að helmingur kvenna orði fyrir ofbeldi, um þriðjungur barna upplifir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 60% allra morða á Íslandi á liðnum árum má rekja til ofbeldis gegn konum. Ofbeldi er samfélagsmein sem verður að uppræta og því leggja konur allra flokka í borgarstjórn fram tillögu um stofnun ofbeldisvarnarnefndar sem er ætlað að tryggja að baráttan gegn ofbeldi verði viðvarandi viðfangsefni stjórnmálamanna og stofnana borgarinnar.Borgarstjórn hafi yfirsýn Það er mikilvægt að borgarstjórn hafi yfirsýn yfir stöðu mála í borginni, þá þjónustu sem hún veitir, hvaða forvörnum er beitt, hvaða þjónusta og forvarnir eru á vegum grasrótarsamtaka í borginni. Tryggja þarf samráð milli stofnana borgarinnar annars vegar og stofnana borgarinnar og grasrótarsamtaka hins vegar til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum og börnum sérstaklega en einnig efla forvarnir gegn ofbeldi almennt. Barátta gegn einelti, netofbeldi, hefndarklámi og fyrir almennu öryggi borgarbúa yrði þar einnig á dagskrá enda af nógu að taka, því miður. Margt gott er verið að gera í þessum málum í dag, víða á vettvangi Reykjavíkurborgar, en ég er sannfærð um að við getum gert enn betur. Reykjavík hefur tekið forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, algengustu og alvarlegustu ofbeldis- og heilbrigðisógn sem steðjar að íslensku samfélagi. Borgarstjórn hefur sett málið á dagskrá og vill gera allt sem stuðlað getur að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Vonir standa til að ríkið geri hið sama og stofni þjóðarofbeldisvarnarráð eins og UNICEF hefur marglagt til og að við tökum öll höndum saman og tryggjum öryggi og heilbrigði landsmanna allra. Það mundi sannarlega vera í anda þeirra kvenna sem ruddu brautina fyrir 100 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn minnist þess í dag að 100 ár eru síðan karlar ákváðu að leyfa fyrstu konunum að taka þátt í kosningum til Alþingis og að bjóða fram krafta sína á þeim vettvangi. Það þor og úthald sem konurnar höfðu sem börðust fyrir réttindum kynsystra sinna fyrir 100 árum er sannarlega allrar aðdáunar vert. Það er því við hæfi að þakka þeim fjölmörgu konum sem fóru á móti straumnum þá og síðustu hundrað árin og þeim körlum sem staðið hafa með þeim. Breytingin á íslensku samfélagi á liðinni öld er hreint út sagt stórkostleg. Ísland hefur verið í toppsætum lista sem meta jafnrétti í heiminum og konur hafa hér réttindi til jafns við karla þó tækifærin séu enn ekki jöfn og feðraveldið sé enn til staðar. Fyrir 100 árum börðust konur fyrir byggingu spítala þar sem þær höfðu heilbrigði þjóðarinnar að leiðarljósi. Konur í borgarstjórn í dag bera einnig heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti en stærsta ógn við heilbrigði kvenna og barna er ofbeldi. Samkvæmt rannsóknum hefur allt að helmingur kvenna orði fyrir ofbeldi, um þriðjungur barna upplifir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 60% allra morða á Íslandi á liðnum árum má rekja til ofbeldis gegn konum. Ofbeldi er samfélagsmein sem verður að uppræta og því leggja konur allra flokka í borgarstjórn fram tillögu um stofnun ofbeldisvarnarnefndar sem er ætlað að tryggja að baráttan gegn ofbeldi verði viðvarandi viðfangsefni stjórnmálamanna og stofnana borgarinnar.Borgarstjórn hafi yfirsýn Það er mikilvægt að borgarstjórn hafi yfirsýn yfir stöðu mála í borginni, þá þjónustu sem hún veitir, hvaða forvörnum er beitt, hvaða þjónusta og forvarnir eru á vegum grasrótarsamtaka í borginni. Tryggja þarf samráð milli stofnana borgarinnar annars vegar og stofnana borgarinnar og grasrótarsamtaka hins vegar til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum og börnum sérstaklega en einnig efla forvarnir gegn ofbeldi almennt. Barátta gegn einelti, netofbeldi, hefndarklámi og fyrir almennu öryggi borgarbúa yrði þar einnig á dagskrá enda af nógu að taka, því miður. Margt gott er verið að gera í þessum málum í dag, víða á vettvangi Reykjavíkurborgar, en ég er sannfærð um að við getum gert enn betur. Reykjavík hefur tekið forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, algengustu og alvarlegustu ofbeldis- og heilbrigðisógn sem steðjar að íslensku samfélagi. Borgarstjórn hefur sett málið á dagskrá og vill gera allt sem stuðlað getur að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Vonir standa til að ríkið geri hið sama og stofni þjóðarofbeldisvarnarráð eins og UNICEF hefur marglagt til og að við tökum öll höndum saman og tryggjum öryggi og heilbrigði landsmanna allra. Það mundi sannarlega vera í anda þeirra kvenna sem ruddu brautina fyrir 100 árum.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun