Er í lagi að leyfa allar bardagaíþróttir? Guðbjörg Ludvigsdóttir skrifar 28. mars 2015 07:00 Boðuð hefur verið hugmynd um að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. Þjálfun þessara íþrótta er oft á tíðum mjög góð og byggir á að efla þrek, þol, snerpu, styrk og margt fleira. Keppnin gengur hins vega út á að meiða andstæðinginn eins mikið og hægt er. Það er gott og blessað ef báðir aðilar gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem bardaginn getur leitt af sér. En ef við í þjóðfélaginu viljum leyfa svona íþróttir þá verðum við að gera okkur grein fyrir hversu miklum skaða þær geta valdið. Við verðum einnig að vera tilbúin að kljást við afleiðingar og eftirköst bardaganna. Mikill skaði getur hlotist af höfuðhöggum. Einkennin eru mismunandi en þau algengustu eru viðvarandi höfuðverkur, mikil þreyta, að þola áreiti illa, skapgerðarbreytingar, skert úthald, vitrænar skerðingar, skert lyktar- og bragðskyn og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru mjög slæmar fyrir einstaklinginn en þjóðfélagið situr einnig uppi með einstaklinga með skerta vinnugetu. Þá er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að laga starf viðkomandi að getu viðkomandi. Þetta á bæði við um ríkisrekin fyrirtæki og einkarekin, en því miður er ekki mikill vilji til þess í dag. Hinn kosturinn er að þessir einstaklingar fari á örorku. Það að ungt frambærilegt fólk sitji uppi með varanlegan skaða ásamt því að geta ekki komist aftur í vinnu er dýrt verð fyrir það að stunda íþróttir sem eiga að vera svo hollar og góðar.Rök sem ekki standast Ef Alþingi ætlar að leyfa bardaga- íþróttir sem munu leiða til þess að einhverjir og jafnvel mjög margir glími við varanlega fötlun, þá verður Alþingi að tryggja að viðeigandi úrræði séu til staðar fyrir þessa einstaklinga. Því miður getum við ekki státað af því í dag. Það er takmörkuð þekking og skilningur í öllu samfélaginu sem þeir sem glíma við eftirköst heilaáverka þekkja alltof vel. Úrræðin eru fá og þeir sem lenda á örorku festast í þeirri fátæktargildru sem það er. Mikilvægt er að allir þeir sem velja að iðka þessar íþróttir, sérstaklega ef þeir ætla að keppa í þeim, geri sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Í raun og veru verða þeir að gera ráð fyrir að þeir muni búa við viðvarandi einkenni og líklega þó nokkra og jafnvel mikla fötlun í kjölfarið. Það er mjög mikilvægt þegar svona stórar ákvarðanir eins og að leyfa keppnir í völdum bardaga- íþróttum eru teknar, að stjórnvöld fái álit og mat heilbrigðisstarfsfólks á hverjar raunverulegar afleiðingar svona íþrótta geti verið. Það að íþróttamenn geti einnig hlotið höfuðhögg í öðrum íþróttagreinum eru því miður ekki rök sem standast. Við verðum að læra að bera virðingu fyrir heilum okkar og annarra og muna að það þarf bara eitt högg til að hljóta varanlegan skaða af. Í öðrum íþróttum þar sem á að heita að ekki sé beitt ofbeldi og markmiðið er ekki að reyna að rota andstæðinginn getur slæmt höfuðhögg eða endurtekin höfuðhögg leitt til þess að einstaklingurinn verður að hætta í sinni íþrótt vegna ofangreindra afleiðinga. Hvað fær þá fólk til að trúa því að það eigi ekki við um bardagaíþróttir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Sjá meira
Boðuð hefur verið hugmynd um að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. Þjálfun þessara íþrótta er oft á tíðum mjög góð og byggir á að efla þrek, þol, snerpu, styrk og margt fleira. Keppnin gengur hins vega út á að meiða andstæðinginn eins mikið og hægt er. Það er gott og blessað ef báðir aðilar gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem bardaginn getur leitt af sér. En ef við í þjóðfélaginu viljum leyfa svona íþróttir þá verðum við að gera okkur grein fyrir hversu miklum skaða þær geta valdið. Við verðum einnig að vera tilbúin að kljást við afleiðingar og eftirköst bardaganna. Mikill skaði getur hlotist af höfuðhöggum. Einkennin eru mismunandi en þau algengustu eru viðvarandi höfuðverkur, mikil þreyta, að þola áreiti illa, skapgerðarbreytingar, skert úthald, vitrænar skerðingar, skert lyktar- og bragðskyn og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru mjög slæmar fyrir einstaklinginn en þjóðfélagið situr einnig uppi með einstaklinga með skerta vinnugetu. Þá er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að laga starf viðkomandi að getu viðkomandi. Þetta á bæði við um ríkisrekin fyrirtæki og einkarekin, en því miður er ekki mikill vilji til þess í dag. Hinn kosturinn er að þessir einstaklingar fari á örorku. Það að ungt frambærilegt fólk sitji uppi með varanlegan skaða ásamt því að geta ekki komist aftur í vinnu er dýrt verð fyrir það að stunda íþróttir sem eiga að vera svo hollar og góðar.Rök sem ekki standast Ef Alþingi ætlar að leyfa bardaga- íþróttir sem munu leiða til þess að einhverjir og jafnvel mjög margir glími við varanlega fötlun, þá verður Alþingi að tryggja að viðeigandi úrræði séu til staðar fyrir þessa einstaklinga. Því miður getum við ekki státað af því í dag. Það er takmörkuð þekking og skilningur í öllu samfélaginu sem þeir sem glíma við eftirköst heilaáverka þekkja alltof vel. Úrræðin eru fá og þeir sem lenda á örorku festast í þeirri fátæktargildru sem það er. Mikilvægt er að allir þeir sem velja að iðka þessar íþróttir, sérstaklega ef þeir ætla að keppa í þeim, geri sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Í raun og veru verða þeir að gera ráð fyrir að þeir muni búa við viðvarandi einkenni og líklega þó nokkra og jafnvel mikla fötlun í kjölfarið. Það er mjög mikilvægt þegar svona stórar ákvarðanir eins og að leyfa keppnir í völdum bardaga- íþróttum eru teknar, að stjórnvöld fái álit og mat heilbrigðisstarfsfólks á hverjar raunverulegar afleiðingar svona íþrótta geti verið. Það að íþróttamenn geti einnig hlotið höfuðhögg í öðrum íþróttagreinum eru því miður ekki rök sem standast. Við verðum að læra að bera virðingu fyrir heilum okkar og annarra og muna að það þarf bara eitt högg til að hljóta varanlegan skaða af. Í öðrum íþróttum þar sem á að heita að ekki sé beitt ofbeldi og markmiðið er ekki að reyna að rota andstæðinginn getur slæmt höfuðhögg eða endurtekin höfuðhögg leitt til þess að einstaklingurinn verður að hætta í sinni íþrótt vegna ofangreindra afleiðinga. Hvað fær þá fólk til að trúa því að það eigi ekki við um bardagaíþróttir?
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun