Verðtryggð lán betri en þau óverðtryggðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. mars 2015 13:00 Breki Karlsson segir að auka þurfi fjármálalæsi bæði almennings og stjórnmálamanna. fréttablaðið/valli Í sögulegu tilliti, þegar litið er til baka, þá hafa verðtryggð lán alltaf verið hagstæðari en óverðtryggð. Raunvextir verðtryggðra lána hafa verið lægri en óverðtryggðra, segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hann er framsögumaður á fundi sem haldinn verður hjá Arion banka í dag. Hann mun halda framsögu um hvað er vert að hafa í huga við lántöku við kaup á íbúð, ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. „Ég fer svolítið yfir sögu þess og útskýri af hverju verðtryggð lán eigi að vera hagstæðari samkvæmt sögunni. Svo geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á þeim,“ segir Breki. Hann segir að það sé ekki hans að ráðleggja fólki hvaða lán það eigi að taka, en hann geti sagt fólki hvaða þátta sé rétt að líta til við val á lánum. „Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki. Það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. „En á móti kemur að þú ert líklega að borga lægri vexti af verðtryggðum lánum. Ef þú ert að horfa til lengri tíma þá hafa laun hækkað umfram verðbólgu þó nokkuð mikið síðastliðin 25 ár,“ segir Breki. Meira að segja frá hruni, árið 2008, hafi laun hækkað um átta prósent umfram verðbólgu. Þetta þýðir að þótt upphæðin sem lántakandi borgar í hverjum mánuði af 25 ára láni sem hann kann að hafa tekið sé mun hærri en hún var í upphafi, þá er hlutfallið sem hann greiðir af launum sínum mun lægra en í upphafi. Þá sé rétt að benda á að þegar fólk tekur lán í fyrsta skipti og er að byrja að búa þá á það inni starfsaldurstengdar hækkanir á launum til viðbótar við þær hækkanir sem kunna að verða á launavísitölunni. Breki bendir á að ástæðan fyrir því að verðtryggðu lánin hafa verið gagnrýnd sé einkum sú að greiðslubyrðin er stillt þannig af að hún er lægst fyrstu árin en hækkar svo. Með óverðtryggð lán er greiðslubyrðin hæst fyrst og höfuðstóllinn lækkar líka. „Það er ekkert óeðlilegt þegar þú ert ungur að taka lán, og um leið að eignast börn og koma þér upp heimili, að greiðslubyrðin af láninu sé léttari til að byrja með og svo þyngist hún eftir því sem líður á.“ Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Í sögulegu tilliti, þegar litið er til baka, þá hafa verðtryggð lán alltaf verið hagstæðari en óverðtryggð. Raunvextir verðtryggðra lána hafa verið lægri en óverðtryggðra, segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hann er framsögumaður á fundi sem haldinn verður hjá Arion banka í dag. Hann mun halda framsögu um hvað er vert að hafa í huga við lántöku við kaup á íbúð, ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. „Ég fer svolítið yfir sögu þess og útskýri af hverju verðtryggð lán eigi að vera hagstæðari samkvæmt sögunni. Svo geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á þeim,“ segir Breki. Hann segir að það sé ekki hans að ráðleggja fólki hvaða lán það eigi að taka, en hann geti sagt fólki hvaða þátta sé rétt að líta til við val á lánum. „Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki. Það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. „En á móti kemur að þú ert líklega að borga lægri vexti af verðtryggðum lánum. Ef þú ert að horfa til lengri tíma þá hafa laun hækkað umfram verðbólgu þó nokkuð mikið síðastliðin 25 ár,“ segir Breki. Meira að segja frá hruni, árið 2008, hafi laun hækkað um átta prósent umfram verðbólgu. Þetta þýðir að þótt upphæðin sem lántakandi borgar í hverjum mánuði af 25 ára láni sem hann kann að hafa tekið sé mun hærri en hún var í upphafi, þá er hlutfallið sem hann greiðir af launum sínum mun lægra en í upphafi. Þá sé rétt að benda á að þegar fólk tekur lán í fyrsta skipti og er að byrja að búa þá á það inni starfsaldurstengdar hækkanir á launum til viðbótar við þær hækkanir sem kunna að verða á launavísitölunni. Breki bendir á að ástæðan fyrir því að verðtryggðu lánin hafa verið gagnrýnd sé einkum sú að greiðslubyrðin er stillt þannig af að hún er lægst fyrstu árin en hækkar svo. Með óverðtryggð lán er greiðslubyrðin hæst fyrst og höfuðstóllinn lækkar líka. „Það er ekkert óeðlilegt þegar þú ert ungur að taka lán, og um leið að eignast börn og koma þér upp heimili, að greiðslubyrðin af láninu sé léttari til að byrja með og svo þyngist hún eftir því sem líður á.“
Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira