Digon kynnir tekjulíkan sitt á ráðstefnu í Vegas Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2015 07:00 Jón Fjörnir segir að prófanir á leiknum hafi farið fram á þessu ári. fréttablaðið/gva Stjórnendur íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Digon Games munu kynna fyrirtækið og tölvuleik þess á Collision Conference í Las Vegas í byrjun maí. Það er tækniráðstefna á vegum sömu aðila og skipuleggja Web Summit í Írlandi, eina helstu tækniráðstefnu Evrópu. Fyrsti leikur Digon Games er knattspyrnustjóraleikur sem allir notendur spila samtímis og hafa því áhrif á framgang hver annars í leiknum. „Við erum aðallega að fara til að hitta markaðsfólk og selja því hugmyndina um vörumerkjabirtingar innan leikjaheimsins okkar. Við lítum til stærri auglýsenda sem hafa áður tengt sín vörumerki við íþróttir og íþróttaviðburði. Má þar nefna framleiðendur á sviði íþróttavarnings, gosdrykkja, bíla og svo mætti áfram telja,“ segir Jón Fjörnir Thoroddsen, framkvæmdastjóri Digon, um helstu ástæður þess að fyrirtækið verður á ráðstefnunni. Hann segir þetta eitt af fyrstu skrefum Digon Games til að markaðssetja tekjulíkan fyrirtækisins og leikinn sjálfan á alþjóðavísu. Tekjumódel Digon Games hefur þegar hlotið stuðning Tækniþróunarsjóðs hér á landi en félagið fékk verkefnastyrk til tveggja ára í fyrravor. Jón bendir á að Web Summit á Írlandi hafi verið haldin í lok síðasta árs. Fjórum mánuðum eftir að henni lauk höfðu fimmtán nýsköpunarfyrirtæki sem kynntu sig á ráðstefnunni fengið fjármögnun fyrir alls 276 milljónir evra eða um 40 milljarða íslenskra króna. Jón segir vinnu við leikinn á lokastigum en prófanir hafa farið fram á þessu ári. Gert er ráð fyrir að Ísland verði notað sem tilraunamarkaður í sumar áður en leikurinn verður markaðssettur á heimsvísu. „Það er gott að eiga aðgang að litlum og lokuðum markaði eins og Íslandi. Það gefur okkur ákveðið tækifæri til að fá smá reynslu á það sem við erum að gera áður en farið er að synda á meðal stóru fiskanna í leikjaheiminum,“ segir hann. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Stjórnendur íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Digon Games munu kynna fyrirtækið og tölvuleik þess á Collision Conference í Las Vegas í byrjun maí. Það er tækniráðstefna á vegum sömu aðila og skipuleggja Web Summit í Írlandi, eina helstu tækniráðstefnu Evrópu. Fyrsti leikur Digon Games er knattspyrnustjóraleikur sem allir notendur spila samtímis og hafa því áhrif á framgang hver annars í leiknum. „Við erum aðallega að fara til að hitta markaðsfólk og selja því hugmyndina um vörumerkjabirtingar innan leikjaheimsins okkar. Við lítum til stærri auglýsenda sem hafa áður tengt sín vörumerki við íþróttir og íþróttaviðburði. Má þar nefna framleiðendur á sviði íþróttavarnings, gosdrykkja, bíla og svo mætti áfram telja,“ segir Jón Fjörnir Thoroddsen, framkvæmdastjóri Digon, um helstu ástæður þess að fyrirtækið verður á ráðstefnunni. Hann segir þetta eitt af fyrstu skrefum Digon Games til að markaðssetja tekjulíkan fyrirtækisins og leikinn sjálfan á alþjóðavísu. Tekjumódel Digon Games hefur þegar hlotið stuðning Tækniþróunarsjóðs hér á landi en félagið fékk verkefnastyrk til tveggja ára í fyrravor. Jón bendir á að Web Summit á Írlandi hafi verið haldin í lok síðasta árs. Fjórum mánuðum eftir að henni lauk höfðu fimmtán nýsköpunarfyrirtæki sem kynntu sig á ráðstefnunni fengið fjármögnun fyrir alls 276 milljónir evra eða um 40 milljarða íslenskra króna. Jón segir vinnu við leikinn á lokastigum en prófanir hafa farið fram á þessu ári. Gert er ráð fyrir að Ísland verði notað sem tilraunamarkaður í sumar áður en leikurinn verður markaðssettur á heimsvísu. „Það er gott að eiga aðgang að litlum og lokuðum markaði eins og Íslandi. Það gefur okkur ákveðið tækifæri til að fá smá reynslu á það sem við erum að gera áður en farið er að synda á meðal stóru fiskanna í leikjaheiminum,“ segir hann.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent