Deilt um hundruð milljarða fyrir dómi Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2015 10:30 Ólafur Stephensen flutti framsögu á fundi Félags atvinnurekenda. vísir/gva Telja má að 547 milljarðar, eða um þriðjungur af upphaflegri upphæð gengislána til fyrirtækja, sé enn í ágreiningi og málin óleyst. Á héraðdómstigi hafa fallið að minnsta kosti 186 dómar í málum sem varða gengistryggingu lána og sjötíu Hæstaréttardómar. Þetta kom fram í máli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, á opnum félagsfundi um umfang gengislána og þróun dóma um þau. Í erindi sínu byggði hann á upplýsingum úr greiningu ráðgjafafyrirtækisins Akra consult og lögmannsstofunnar Réttar. „Það eru sjö ár liðin frá hruni og það er enn þá ágreiningur um ótrúlega stóran hluta af gengistryggðum lánum. Þessi fjöldi dóma virðist ekki gagnast fjármálastofnunum til þess að greiða úr málum,“ sagði Ólafur. Þá vakti Ólafur athygli á því að fyrirtæki í svipaðri stöðu með lán, jafnvel keppinautar á markaði, fái mismunandi úrlausn mála eftir orðalagi samninga. „Ég held að það sé í því ljósi hægt að sýna því skilning að forsvarsmenn sumra fyrirtækja skynja það þannig að byrðunum sé misjafnalega dreift. Þar vísar Ólafur annars vegar í Hæstaréttardóm frá 2011 þar sem Landsbankinn stefndi Motormax ehf. og í dómi frá 2012 þar sem Arion stefndi Hætti ehf. Ólafur vakti líka athygli á því að í tilfelli Motormax mynduðu Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Viðar Már Matthíasson og Gunnlaugur Claessen meirihluta sem dæmdi lánið ólöglegt. Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Markús Sigurbjörnsson stóðu hins vegar saman að áliti minnihluta dómsins. Þegar dæmt var í máli Hattar kom Þorgeir Örlygsson hins vegar inn í dóminn í stað Gunnlaugs Claessen. Þorgeir myndaði meirihluta með Garðari, Jóni Steinari og Markúsi og dæmdu þeir lánið löglegt. Ingibjörg, Árni og Viðar Már töldu aftur á móti að lánið væri ólöglegt, eins og í máli Motormax. Við brotthvarf Gunnlaugs voru þau aftur á óti komin í minnihluta í dómnum. Samtök fjármálafyrirtækja eru ekki sammála því mati sem fram kemur í máli Ólafs varðandi upphæðir lána. „Varúðafærslur aðildarfélaga vegna gengislána nema um 20 milljörðum króna eða sem nemur 2% af heildarlánveitingum bankakerfisins til fyrirtækja,“ segir Örn Arnarsson, sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Hann bendir á að varúðfærslurnar hafi lækkað ört samhliða að óvissan hafi eyðst. „FME, sem fylgist grannt með þessum málum, mat kostnað bankakerfisins vegna þessara mála um 165 milljarða vorið 2012. Fyrir þann tíma höfðu fjármálafyrirtæki fært niður gengislán um 70 milljarða. Í kjölfar dóma var mat FME komið niður í 125 milljarða haustið 2012. Staðreyndirnar tala sínum máli og styðja ekki fullyrðingar um að fjármálageirinn hafi dregið lappirnar enda myndi slíkt hvorki þjóna hagsmunum þeirra né viðskiptavinanna,“ segir Örn Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Telja má að 547 milljarðar, eða um þriðjungur af upphaflegri upphæð gengislána til fyrirtækja, sé enn í ágreiningi og málin óleyst. Á héraðdómstigi hafa fallið að minnsta kosti 186 dómar í málum sem varða gengistryggingu lána og sjötíu Hæstaréttardómar. Þetta kom fram í máli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, á opnum félagsfundi um umfang gengislána og þróun dóma um þau. Í erindi sínu byggði hann á upplýsingum úr greiningu ráðgjafafyrirtækisins Akra consult og lögmannsstofunnar Réttar. „Það eru sjö ár liðin frá hruni og það er enn þá ágreiningur um ótrúlega stóran hluta af gengistryggðum lánum. Þessi fjöldi dóma virðist ekki gagnast fjármálastofnunum til þess að greiða úr málum,“ sagði Ólafur. Þá vakti Ólafur athygli á því að fyrirtæki í svipaðri stöðu með lán, jafnvel keppinautar á markaði, fái mismunandi úrlausn mála eftir orðalagi samninga. „Ég held að það sé í því ljósi hægt að sýna því skilning að forsvarsmenn sumra fyrirtækja skynja það þannig að byrðunum sé misjafnalega dreift. Þar vísar Ólafur annars vegar í Hæstaréttardóm frá 2011 þar sem Landsbankinn stefndi Motormax ehf. og í dómi frá 2012 þar sem Arion stefndi Hætti ehf. Ólafur vakti líka athygli á því að í tilfelli Motormax mynduðu Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Viðar Már Matthíasson og Gunnlaugur Claessen meirihluta sem dæmdi lánið ólöglegt. Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Markús Sigurbjörnsson stóðu hins vegar saman að áliti minnihluta dómsins. Þegar dæmt var í máli Hattar kom Þorgeir Örlygsson hins vegar inn í dóminn í stað Gunnlaugs Claessen. Þorgeir myndaði meirihluta með Garðari, Jóni Steinari og Markúsi og dæmdu þeir lánið löglegt. Ingibjörg, Árni og Viðar Már töldu aftur á móti að lánið væri ólöglegt, eins og í máli Motormax. Við brotthvarf Gunnlaugs voru þau aftur á óti komin í minnihluta í dómnum. Samtök fjármálafyrirtækja eru ekki sammála því mati sem fram kemur í máli Ólafs varðandi upphæðir lána. „Varúðafærslur aðildarfélaga vegna gengislána nema um 20 milljörðum króna eða sem nemur 2% af heildarlánveitingum bankakerfisins til fyrirtækja,“ segir Örn Arnarsson, sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Hann bendir á að varúðfærslurnar hafi lækkað ört samhliða að óvissan hafi eyðst. „FME, sem fylgist grannt með þessum málum, mat kostnað bankakerfisins vegna þessara mála um 165 milljarða vorið 2012. Fyrir þann tíma höfðu fjármálafyrirtæki fært niður gengislán um 70 milljarða. Í kjölfar dóma var mat FME komið niður í 125 milljarða haustið 2012. Staðreyndirnar tala sínum máli og styðja ekki fullyrðingar um að fjármálageirinn hafi dregið lappirnar enda myndi slíkt hvorki þjóna hagsmunum þeirra né viðskiptavinanna,“ segir Örn
Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira