Brjóstagjöf og gáfnafar Sæunn Kjartansdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Nýlega var greint frá brasilískri rannsókn sem benti til að ungbörn sem eru á brjósti fyrstu mánuði ævinnar mælist með hærri greindarvísitölu á fullorðinsárum. Þetta kemur ekki á óvart. Það er löngu vitað að brjóstamjólk er ákjósanlegasta næring fyrir ungbarn enda er hún framleidd sérstaklega fyrir það af líkama móðurinnar. Hún inniheldur öll næringarefni sem barnið þarfnast og mótefni sem móðirin framleiðir jafnóðum. Auk þess fer brjóstagjöf fram í nánum líkamlegum og tilfinningalegum samskiptum í fangi móðurinnar. Þess vegna er brjóstagjöf til þess fallin að færa móður og barn nær hvort öðru og efla tengsl þeirra. Ekki er þó einfalt að greina hvort vegur þyngra í brjóstagjöf, sjálf mjólkin eða líkamleg og tilfinningaleg nánd móður og barns. Þegar barn fær mjólk úr brjósti móður sinnar og bæði njóta stundarinnar skapast kjöraðstæður sem hafa áhrif á heilbrigði barns til lengri jafnt sem skemmri tíma. En aðstæður eru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Sumar konur þrá ekkert heitara en að geta gefið barni sínu brjóst en tekst það samt ekki. Stundum vill barnið ekki brjóstið, sumar konur missa mjólkina vegna veikinda eða álags, aðrar framleiða of litla mjólk eða fá stíflur í brjóstin eða ígerð. Með nærgætinni hjálp er oft hægt að sigrast á slíkum erfiðleikum en stundum tekst það ekki og stundum meta konur að fórnarkostnaðurinn sé of mikill. Það er hætt við að þær mæður sem gefa þurrmjólk fái samviskubit og ásaki sjálfar sig þegar þær lesa fréttir eins og þá sem ég gat um í byrjun. Aðrar munu reyna að gefa brjóst hvað sem á dynur af ótta við að bregðast barninu sínu. Hvort tveggja er til þess fallið að auka kvíða þeirra og draga úr sjálfstrausti og gleði yfir barninu og móðurhlutverkinu. Þessu þarf að sporna gegn því að vanlíðan móður er meiri ógnun við tengslamyndun en þurrmjólk. Fjölmargar rannsóknir vitna um samhengi á milli öruggrar tengslamyndunar og heilbrigðis á fullorðinsaldri, félagslegrar færni, námsgetu og sterkrar sjálfsmyndar. Þá sýna rannsóknir einnig að fyrir örugga tengslamyndun skiptir ekki máli hvort mjólkin kemur úr brjósti eða pela. Aðalatriðið er að foreldri og barn njóti nálægðar við hvort annað og upplifi gjafastundina að jafnaði ánægjulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýlega var greint frá brasilískri rannsókn sem benti til að ungbörn sem eru á brjósti fyrstu mánuði ævinnar mælist með hærri greindarvísitölu á fullorðinsárum. Þetta kemur ekki á óvart. Það er löngu vitað að brjóstamjólk er ákjósanlegasta næring fyrir ungbarn enda er hún framleidd sérstaklega fyrir það af líkama móðurinnar. Hún inniheldur öll næringarefni sem barnið þarfnast og mótefni sem móðirin framleiðir jafnóðum. Auk þess fer brjóstagjöf fram í nánum líkamlegum og tilfinningalegum samskiptum í fangi móðurinnar. Þess vegna er brjóstagjöf til þess fallin að færa móður og barn nær hvort öðru og efla tengsl þeirra. Ekki er þó einfalt að greina hvort vegur þyngra í brjóstagjöf, sjálf mjólkin eða líkamleg og tilfinningaleg nánd móður og barns. Þegar barn fær mjólk úr brjósti móður sinnar og bæði njóta stundarinnar skapast kjöraðstæður sem hafa áhrif á heilbrigði barns til lengri jafnt sem skemmri tíma. En aðstæður eru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Sumar konur þrá ekkert heitara en að geta gefið barni sínu brjóst en tekst það samt ekki. Stundum vill barnið ekki brjóstið, sumar konur missa mjólkina vegna veikinda eða álags, aðrar framleiða of litla mjólk eða fá stíflur í brjóstin eða ígerð. Með nærgætinni hjálp er oft hægt að sigrast á slíkum erfiðleikum en stundum tekst það ekki og stundum meta konur að fórnarkostnaðurinn sé of mikill. Það er hætt við að þær mæður sem gefa þurrmjólk fái samviskubit og ásaki sjálfar sig þegar þær lesa fréttir eins og þá sem ég gat um í byrjun. Aðrar munu reyna að gefa brjóst hvað sem á dynur af ótta við að bregðast barninu sínu. Hvort tveggja er til þess fallið að auka kvíða þeirra og draga úr sjálfstrausti og gleði yfir barninu og móðurhlutverkinu. Þessu þarf að sporna gegn því að vanlíðan móður er meiri ógnun við tengslamyndun en þurrmjólk. Fjölmargar rannsóknir vitna um samhengi á milli öruggrar tengslamyndunar og heilbrigðis á fullorðinsaldri, félagslegrar færni, námsgetu og sterkrar sjálfsmyndar. Þá sýna rannsóknir einnig að fyrir örugga tengslamyndun skiptir ekki máli hvort mjólkin kemur úr brjósti eða pela. Aðalatriðið er að foreldri og barn njóti nálægðar við hvort annað og upplifi gjafastundina að jafnaði ánægjulega.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun