Undanþágur verði afnumdar Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. mars 2015 13:00 Gunnlaugur Jónsson segir ómögulegt að þurfa að byggja heimildir sínar á sögusögnum. fréttablaðið/vilhelm Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir að miðað við sínar upplýsingar ætti að vera hægt að afnema þær undanþágur sem veittar eru frá gjaldeyrishöftum og setja almennar reglur á grundvelli þeirra. Nema að það sé verið að mismuna umsækjendum verulega um undanþágur. Hann gagnrýnir þá leynd sem hefur verið um þær undanþágur sem hafa verið veittar. „Það er grundvallarregla í réttarsamfélagi að rétturinn sé þekktur fyrirfram. Til dæmis er gerð sú krafa að lög gilda ekki fyrr en þau hafa verið birt, reglugerðir gilda ekki fyrr en þær hafa verið birtar. En undanþágur sem augljóslega eiga að hafa fordæmisgildi ef allir eiga að vera meðhöndlaðir á sama hátt, þær eru ekki birtar,“ segir hann. Gunnlaugur bætir því við að fólk hafi ekki hugmynd um hvernig undanþágu það á að sækja um. „Kannski skiptir þá máli að þekkja einhvern í Seðlabankanum sem veit þá hvernig undanþágu maður á að sækja um,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að fólk standi frammi fyrir tvenns konar vandamálum. Í fyrsta lagi að það viti ekki um hvers konar undanþágur það á að sækja. Í öðru lagi að það sé ekkert aðhald. „Maður getur ekki sótt neitt mál, maður getur ekki beitt neinum rökum um jafnræði vegna þess að maður veit ekki hvað hefur verið gert annars staðar,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að Eykon hafi sótt um undanþágu sem var hafnað í sinni ýtrustu mynd en síðar fengið vægari undanþágu. Eykon fékk þá undanþágu frá formreglu, en undanþágan hafði ekki áhrif á gjaldeyrisflæði frá Íslandi. Gunnlaugur segist enga ástæðu hafa til þess að telja að Seðlabankinn misbeiti valdi sínu. Hann skilji niðurstöðuna varðandi umsókn Eykons, ef ekki eru einhverjar aðrar undanþágur sem ganga í berhögg við þau vinnubrögð sem Seðlabankinn viðhafði þá. „En það sem mér finnst ef til vill gagnrýnivert og ég veit ekki hvort ég get gagnrýnt eða rökrætt er hvort einhverjir aðrir hafi fengið betri fyrirgreiðslu. Ég hef heyrt um nokkur slík dæmi,“ segir Gunnlaugur. Hann hafi hins vegar engar áreiðanlegar heimildir um það þar sem upplýsingar um undanþágurnar eru ekki opinberar. „Það hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvald eins og Seðlabankinn gefi nægar upplýsingar til þess að orðrómur sem þessi skipti engu máli. Ég er sem sagt ekki að setja orðróminn fram vegna þess að ég trúi á hann, heldur sem rök fyrir því að þetta eigi að opna til að taka af öll tvímæli,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undanþágurnar frá gjaldeyrishöftum hafa sætt gagnrýni. Bæði Viðskiptaráð og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, hafa gagnrýnt ógagnsæið. Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir að miðað við sínar upplýsingar ætti að vera hægt að afnema þær undanþágur sem veittar eru frá gjaldeyrishöftum og setja almennar reglur á grundvelli þeirra. Nema að það sé verið að mismuna umsækjendum verulega um undanþágur. Hann gagnrýnir þá leynd sem hefur verið um þær undanþágur sem hafa verið veittar. „Það er grundvallarregla í réttarsamfélagi að rétturinn sé þekktur fyrirfram. Til dæmis er gerð sú krafa að lög gilda ekki fyrr en þau hafa verið birt, reglugerðir gilda ekki fyrr en þær hafa verið birtar. En undanþágur sem augljóslega eiga að hafa fordæmisgildi ef allir eiga að vera meðhöndlaðir á sama hátt, þær eru ekki birtar,“ segir hann. Gunnlaugur bætir því við að fólk hafi ekki hugmynd um hvernig undanþágu það á að sækja um. „Kannski skiptir þá máli að þekkja einhvern í Seðlabankanum sem veit þá hvernig undanþágu maður á að sækja um,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að fólk standi frammi fyrir tvenns konar vandamálum. Í fyrsta lagi að það viti ekki um hvers konar undanþágur það á að sækja. Í öðru lagi að það sé ekkert aðhald. „Maður getur ekki sótt neitt mál, maður getur ekki beitt neinum rökum um jafnræði vegna þess að maður veit ekki hvað hefur verið gert annars staðar,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að Eykon hafi sótt um undanþágu sem var hafnað í sinni ýtrustu mynd en síðar fengið vægari undanþágu. Eykon fékk þá undanþágu frá formreglu, en undanþágan hafði ekki áhrif á gjaldeyrisflæði frá Íslandi. Gunnlaugur segist enga ástæðu hafa til þess að telja að Seðlabankinn misbeiti valdi sínu. Hann skilji niðurstöðuna varðandi umsókn Eykons, ef ekki eru einhverjar aðrar undanþágur sem ganga í berhögg við þau vinnubrögð sem Seðlabankinn viðhafði þá. „En það sem mér finnst ef til vill gagnrýnivert og ég veit ekki hvort ég get gagnrýnt eða rökrætt er hvort einhverjir aðrir hafi fengið betri fyrirgreiðslu. Ég hef heyrt um nokkur slík dæmi,“ segir Gunnlaugur. Hann hafi hins vegar engar áreiðanlegar heimildir um það þar sem upplýsingar um undanþágurnar eru ekki opinberar. „Það hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvald eins og Seðlabankinn gefi nægar upplýsingar til þess að orðrómur sem þessi skipti engu máli. Ég er sem sagt ekki að setja orðróminn fram vegna þess að ég trúi á hann, heldur sem rök fyrir því að þetta eigi að opna til að taka af öll tvímæli,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undanþágurnar frá gjaldeyrishöftum hafa sætt gagnrýni. Bæði Viðskiptaráð og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, hafa gagnrýnt ógagnsæið.
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira