Starfaði á skipum í eitt og hálft ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2015 12:00 Erla lærði ferðamálafræði eftir stúdentspróf og vann líka með Ingólfi Guðbrandssyni.f réttablaðið/gva Erla Ósk Ásgeirsdóttir var á dögunum ráðin forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela. Hún segir í samtali við Markaðinn að 22 hótel heyri undir Icelandair hótelin. Það eru Hilton Reykjavík Nordica, níu Icelandair hótel og tólf Edduhótel. Að auki reka Icelandair hótel fimm veitingastaði. Erla segir að starfið sé gríðarlega spennandi, en krefjandi á sama tíma. „Hjá okkur starfa 550 manns sem eru fastráðnir,“ segir Erla Ósk en aðrir starfsmenn séu mun fleiri og svo bætast við 200 manns á hverju sumri. Erla segir að það verði opnuð tvö ný hótel á næsta ári, í miðborg Reykjavíkur. Annað hótelið verður á Hjartareitnum og hitt þar sem Rammagerðin er. „Svo erum við líka að stækka Marína,“ segir hún. Þessi breyting hafi áhrif á hennar starf því það þurfi að ráða fleira starfsfólk. Aðspurð segist Erla telja að það gæti orðið á annað hundrað manns sem yrðu ráðnir, en þó sé erfitt að fullyrða um nákvæma tölu á þessari stundu. Erla bendir á að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað árlega um 20 prósent síðustu þrjú árin og gert sé ráð fyrir yfir 20 prósent fjölgun í ár. „Það sem er krefjandi fyrir okkur er að fjöldi fagmenntaðra hefur ekki haldið í við þennan vöxt,“ segir Erla og bætir við að Icelandair sé í raun stærsti einstaki vinnustaðurinn þegar kemur að starfsnámi á þessu sviði. „Við erum með 71 nema; matreiðslunema, framreiðslunema og bakaranema,“ segir Erla og bætir við að 2/3 af námi þeirra fari fram á hótelunum. Erla Ósk á að baki fjölbreyttan starfsferil, meðal annars úr ferðamennsku. Hún tók alþjóðlegt nám í ferðamálafræðum í Ferðamálaskóla Íslands eftir stúdentspróf. Þá vann hún sem leiðsögumaður hjá Ingólfi heitnum Guðbrandssyni ferðamálafrömuði. Erla bjó líka á skipum í eitt og hálft ár. „Ég vann á tveimur mismunandi skemmtiferðaskipum. Sem eru fljótandi fimm stjörnu hótel í raun og veru,“ segir hún. Það sem hafi verið einstakt við þetta hafi verið það að fólk keypti sér íbúð um borð. „Það átti eina íbúð í New York og aðra íbúð í London og svo eina í skipinu,“ segir Erla Ósk. Þar vann hún sem þerna á báðum skipunum á árunum 2000-2002. Erla hefur líka búið í „Mekka kommúnismans“ í Kína. Á þeim tíma var hún í starfsnámi í sendiráðinu. „Það er eina opinbera starfið sem ég hef unnið,“ segir hún. Fyrir utan vinnuna segist Erla Ósk hafa mestan áhuga á körfubolta. „Ég fer á leiki bæði í kvenna- og karlakörfunni. Ég spilaði sjálf í ellefu ár og nærist á þessu,“ segir Erla Ósk og bætir því við að uppáhaldsleikmaðurinn hennar sé Hildur Sigurðardóttir. Erla á einn dreng, sem er fjögurra ára gamall og heitir Baltasar Máni. „Hann er hress og skemmtilegur drengur. Og svo býr lítill köttur hjá okkur sem heitir Funi,“ segir Erla Ósk. Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Erla Ósk Ásgeirsdóttir var á dögunum ráðin forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela. Hún segir í samtali við Markaðinn að 22 hótel heyri undir Icelandair hótelin. Það eru Hilton Reykjavík Nordica, níu Icelandair hótel og tólf Edduhótel. Að auki reka Icelandair hótel fimm veitingastaði. Erla segir að starfið sé gríðarlega spennandi, en krefjandi á sama tíma. „Hjá okkur starfa 550 manns sem eru fastráðnir,“ segir Erla Ósk en aðrir starfsmenn séu mun fleiri og svo bætast við 200 manns á hverju sumri. Erla segir að það verði opnuð tvö ný hótel á næsta ári, í miðborg Reykjavíkur. Annað hótelið verður á Hjartareitnum og hitt þar sem Rammagerðin er. „Svo erum við líka að stækka Marína,“ segir hún. Þessi breyting hafi áhrif á hennar starf því það þurfi að ráða fleira starfsfólk. Aðspurð segist Erla telja að það gæti orðið á annað hundrað manns sem yrðu ráðnir, en þó sé erfitt að fullyrða um nákvæma tölu á þessari stundu. Erla bendir á að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað árlega um 20 prósent síðustu þrjú árin og gert sé ráð fyrir yfir 20 prósent fjölgun í ár. „Það sem er krefjandi fyrir okkur er að fjöldi fagmenntaðra hefur ekki haldið í við þennan vöxt,“ segir Erla og bætir við að Icelandair sé í raun stærsti einstaki vinnustaðurinn þegar kemur að starfsnámi á þessu sviði. „Við erum með 71 nema; matreiðslunema, framreiðslunema og bakaranema,“ segir Erla og bætir við að 2/3 af námi þeirra fari fram á hótelunum. Erla Ósk á að baki fjölbreyttan starfsferil, meðal annars úr ferðamennsku. Hún tók alþjóðlegt nám í ferðamálafræðum í Ferðamálaskóla Íslands eftir stúdentspróf. Þá vann hún sem leiðsögumaður hjá Ingólfi heitnum Guðbrandssyni ferðamálafrömuði. Erla bjó líka á skipum í eitt og hálft ár. „Ég vann á tveimur mismunandi skemmtiferðaskipum. Sem eru fljótandi fimm stjörnu hótel í raun og veru,“ segir hún. Það sem hafi verið einstakt við þetta hafi verið það að fólk keypti sér íbúð um borð. „Það átti eina íbúð í New York og aðra íbúð í London og svo eina í skipinu,“ segir Erla Ósk. Þar vann hún sem þerna á báðum skipunum á árunum 2000-2002. Erla hefur líka búið í „Mekka kommúnismans“ í Kína. Á þeim tíma var hún í starfsnámi í sendiráðinu. „Það er eina opinbera starfið sem ég hef unnið,“ segir hún. Fyrir utan vinnuna segist Erla Ósk hafa mestan áhuga á körfubolta. „Ég fer á leiki bæði í kvenna- og karlakörfunni. Ég spilaði sjálf í ellefu ár og nærist á þessu,“ segir Erla Ósk og bætir því við að uppáhaldsleikmaðurinn hennar sé Hildur Sigurðardóttir. Erla á einn dreng, sem er fjögurra ára gamall og heitir Baltasar Máni. „Hann er hress og skemmtilegur drengur. Og svo býr lítill köttur hjá okkur sem heitir Funi,“ segir Erla Ósk.
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira