Selur gleraugu á fimmtán mínútum Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2015 08:00 Optical Studio er fyrsta verslunin sem tekur til starfa í flugstöðinni. Endurbætur halda áfram. Fyrsta áfanga við endurnýjun á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er lokið. Þar hafa þegar verið opnaðir tveir veitingastaðir og ein verslun. Það er gleraugnaverslunin Optical Studio. Verslunin hefur starfað í flugstöðinni allt frá árinu 1998, eða í 17 ár. Verslunin hefur þá sérstöðu að bjóða upp á sjónmælingar sem framkvæmdar eru af löggiltum sjóntækjafræðingum og styrkleikagleraugu afgreidd á innan við fimmtán mínútum. Kjartan Kristjánsson, eigandi verslunarinnar, segist telja að það sé einstakt að boðið sé upp á slíka þjónustu í alþjóðlegri flugstöð og það eigi sér enga fyrirmynd. Auk þess að reka Optical Studio í flugstöðinni rekur Kjartan verslun í Smáralind og hefur einnig rekið verslun í Keflavík í 32 ár. Hann segist hafa rennt dálítið blint í sjóinn þegar hann ákvað að hefja reksturinn í flugstöðinni fyrir sautján árum. „Það lá náttúrlega ekki fyrir hvernig viðskiptavinurinn myndi bregðast við í flugstöð þar sem verslunarumhverfið er allt öðruvísi en utan svæðisins. Ég setti þá upp þetta konsept sem snerist þá um það að útbúa styrkleikagleraugu, sérsmíðuð gleraugu, á aðeins fimmtán mínútum. Það var fjárfest í fullkomnustu vélum svo þetta væri mögulegt. Það tók dálítinn tíma að fá fólk til að trúa því sem við lögðum fram og buðum upp á,“ segir Kjartan. „Útlendingarnir þurfa að heyra það tvisvar eða þrisvar og trúa því varla að við séum að útbúa styrkleikagleraugu á innan við fimmtán mínútum. Því fólk er ekki vant þessu,“ segir hann. Viðskiptavinurinn sé vanur því fyrirkomulagi að koma og skoða, koma svo aftur og panta og koma svo kannski í þriðja sinn að sækja vöruna. Lausnin í Optical Studio byggist hins vegar á einni heimsókn á fríhafnarsvæðið, gleraugun, linsurnar eða sólgleraugun fara með viðskiptavininum í flugið og ferðalagið. „En auðvitað skal það tekið fram að fólk var fljótt að átta sig á því að það gat heimsótt okkar verslanir í bænum og undirbúið val á vörunni þar. Og það eru auðvitað margir sem gera það,“ segir Kjartan. Kjartan segir að til þess að geta boðið upp á gleraugnaþjónustu af þessu tagi hnökralaust í umhverfi sem oft er hlaðið eftirvæntingu og spennu þeirra sem um svæðið fara þurfi hann að hafa vel þjálfað starfsfólk sem kann sitt fag vel. Þar eigi hann láni að fagna. „Einnig verð ég að hafa tvöfaldan vélakost, því ef ein vélin bilar eða eitthvað kemur upp á þá þarf að hafa aðra til taks,“ segir Kjartan. Hann sé líka með mikla lagerumsetningu af styrkleikagleraugum til að geta þjónustað fólk með ólíkar þarfir, til dæmis ef einhver kemur með sjaldgæfa sjónskekkju eða annað slíkt. „Þetta hef ég náð að þróa á löngum tíma,“ segir Kjartan. Kjartan segir að enn séu það aðallega Íslendingar sem kaupi gleraugu í versluninni en útlendingum fari þó fjölgandi. „Útlendingar, þar vil ég nefna Asíubúa, eru að flykkjast til okkar. Þeir kaupa merkjavöruna en svo hafa Skandínavar áttað sig á því hvað það er miklu hagstæðara fyrir þá að versla við okkur heldur en í heimalandi sínu,“ segir Kjartan. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
Fyrsta áfanga við endurnýjun á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er lokið. Þar hafa þegar verið opnaðir tveir veitingastaðir og ein verslun. Það er gleraugnaverslunin Optical Studio. Verslunin hefur starfað í flugstöðinni allt frá árinu 1998, eða í 17 ár. Verslunin hefur þá sérstöðu að bjóða upp á sjónmælingar sem framkvæmdar eru af löggiltum sjóntækjafræðingum og styrkleikagleraugu afgreidd á innan við fimmtán mínútum. Kjartan Kristjánsson, eigandi verslunarinnar, segist telja að það sé einstakt að boðið sé upp á slíka þjónustu í alþjóðlegri flugstöð og það eigi sér enga fyrirmynd. Auk þess að reka Optical Studio í flugstöðinni rekur Kjartan verslun í Smáralind og hefur einnig rekið verslun í Keflavík í 32 ár. Hann segist hafa rennt dálítið blint í sjóinn þegar hann ákvað að hefja reksturinn í flugstöðinni fyrir sautján árum. „Það lá náttúrlega ekki fyrir hvernig viðskiptavinurinn myndi bregðast við í flugstöð þar sem verslunarumhverfið er allt öðruvísi en utan svæðisins. Ég setti þá upp þetta konsept sem snerist þá um það að útbúa styrkleikagleraugu, sérsmíðuð gleraugu, á aðeins fimmtán mínútum. Það var fjárfest í fullkomnustu vélum svo þetta væri mögulegt. Það tók dálítinn tíma að fá fólk til að trúa því sem við lögðum fram og buðum upp á,“ segir Kjartan. „Útlendingarnir þurfa að heyra það tvisvar eða þrisvar og trúa því varla að við séum að útbúa styrkleikagleraugu á innan við fimmtán mínútum. Því fólk er ekki vant þessu,“ segir hann. Viðskiptavinurinn sé vanur því fyrirkomulagi að koma og skoða, koma svo aftur og panta og koma svo kannski í þriðja sinn að sækja vöruna. Lausnin í Optical Studio byggist hins vegar á einni heimsókn á fríhafnarsvæðið, gleraugun, linsurnar eða sólgleraugun fara með viðskiptavininum í flugið og ferðalagið. „En auðvitað skal það tekið fram að fólk var fljótt að átta sig á því að það gat heimsótt okkar verslanir í bænum og undirbúið val á vörunni þar. Og það eru auðvitað margir sem gera það,“ segir Kjartan. Kjartan segir að til þess að geta boðið upp á gleraugnaþjónustu af þessu tagi hnökralaust í umhverfi sem oft er hlaðið eftirvæntingu og spennu þeirra sem um svæðið fara þurfi hann að hafa vel þjálfað starfsfólk sem kann sitt fag vel. Þar eigi hann láni að fagna. „Einnig verð ég að hafa tvöfaldan vélakost, því ef ein vélin bilar eða eitthvað kemur upp á þá þarf að hafa aðra til taks,“ segir Kjartan. Hann sé líka með mikla lagerumsetningu af styrkleikagleraugum til að geta þjónustað fólk með ólíkar þarfir, til dæmis ef einhver kemur með sjaldgæfa sjónskekkju eða annað slíkt. „Þetta hef ég náð að þróa á löngum tíma,“ segir Kjartan. Kjartan segir að enn séu það aðallega Íslendingar sem kaupi gleraugu í versluninni en útlendingum fari þó fjölgandi. „Útlendingar, þar vil ég nefna Asíubúa, eru að flykkjast til okkar. Þeir kaupa merkjavöruna en svo hafa Skandínavar áttað sig á því hvað það er miklu hagstæðara fyrir þá að versla við okkur heldur en í heimalandi sínu,“ segir Kjartan.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira