Velta Brimborgar jókst um 1700 milljónir Jon Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Ársreikningur Brimborgar bendir til þess að bílasala hafi tekið vel við sér í fyrra. fréttablaðið/stefán Hagnaður bílaumboðsins Brimborgar nam rúmlega 62 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi. Það er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári þegar fyrirtækið tapaði 183 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 693 milljónum króna en afskriftir námu tæplega 279 milljónum og nam rekstrarhagnaðurinn því 414 milljónum. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu rétt rúmlega 9,3 milljörðum íslenskra króna. Eignir félagsins nema 5,5 milljörðum króna, en eigið fé er tæpar 675 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er rúm 12 prósent. Stjórnendur Brimborgar telja að heildarmarkaður bíla (fólksbílar, sendibílar, minni rútur og pallbílar) hafi vaxið umtalsvert á liðnu ári. Í greinargerð sem fylgir ársreikningnum kemur fram að 10.462 nýir bílar hafi verið skráðir á árinu sem er 32 prósent vöxtur frá fyrra ári þegar aðeins 7.913 nýir bílar voru nýskráðir. Vöxtur bílamarkaðar án bílaleigubíla var 24 prósent. Þá segir í greinargerðinni að 4.470 bílaleigubílar hafi selst á árinu sem er 45 prósent vöxtur og hlutfall þeirra af heildarsölu var 43 prósent. „Sala til annarra fyrirtækja en bílaleiga tók vel við sér og óx um 35 prósent og nam 2.008 bílum,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur einnig fram að einstaklingsmarkaður fór rólega af stað á árinu 2014 en tók við sér seinni hluta ársins og jókst sala til einstaklinga á árinu um 19 prósent. Keyptu einstaklingar 3.984 bíla sem er 38 prósent af heildarmarkaði. Brimborg seldi 1.282 nýja bíla sem er 57 prósent vöxtur frá fyrra ári þegar seldust 817 nýir bílar. Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Hagnaður bílaumboðsins Brimborgar nam rúmlega 62 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi. Það er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári þegar fyrirtækið tapaði 183 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 693 milljónum króna en afskriftir námu tæplega 279 milljónum og nam rekstrarhagnaðurinn því 414 milljónum. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu rétt rúmlega 9,3 milljörðum íslenskra króna. Eignir félagsins nema 5,5 milljörðum króna, en eigið fé er tæpar 675 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er rúm 12 prósent. Stjórnendur Brimborgar telja að heildarmarkaður bíla (fólksbílar, sendibílar, minni rútur og pallbílar) hafi vaxið umtalsvert á liðnu ári. Í greinargerð sem fylgir ársreikningnum kemur fram að 10.462 nýir bílar hafi verið skráðir á árinu sem er 32 prósent vöxtur frá fyrra ári þegar aðeins 7.913 nýir bílar voru nýskráðir. Vöxtur bílamarkaðar án bílaleigubíla var 24 prósent. Þá segir í greinargerðinni að 4.470 bílaleigubílar hafi selst á árinu sem er 45 prósent vöxtur og hlutfall þeirra af heildarsölu var 43 prósent. „Sala til annarra fyrirtækja en bílaleiga tók vel við sér og óx um 35 prósent og nam 2.008 bílum,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur einnig fram að einstaklingsmarkaður fór rólega af stað á árinu 2014 en tók við sér seinni hluta ársins og jókst sala til einstaklinga á árinu um 19 prósent. Keyptu einstaklingar 3.984 bíla sem er 38 prósent af heildarmarkaði. Brimborg seldi 1.282 nýja bíla sem er 57 prósent vöxtur frá fyrra ári þegar seldust 817 nýir bílar.
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira