Stefnubreyting í norsku laxeldi Orri Vigfússon skrifar 13. mars 2015 07:00 Að undanförnu hafa norsk yfirvöld haldið neyðarfundi víða í Noregi vegna margs konar skaða sem orðið hefur af völdum laxeldis þar í landi undanfarin ár. Mengun, sníkjudýrafaraldrar og lyfjaðir sleppifiskar hafa kallað á gjörbreytta stefnu yfirvalda í laxeldismálum, markvissari vinnubrögð og margfalt strangari reglur til að freista þess að koma í veg fyrir alvarlega umhverfisskaða, t.d. að sjúkdómar berist úr eldisfiskum í villta fiskstofna. Ríkisendurskoðunin í Noregi reið á vaðið með opinberri skýrslu (https://www.riksrevisjonen.no/en/Reports/Pages/aquaculture.aspx) þar sem bent var á að mikið skorti á vandaðan undirbúning, virkt eftirlit og heildarstefnu. Forystumenn rúmlega 60 sveitarfélaga í Noregi hafa skorið upp herör gegn laxeldi í sjó og telja þeir að laxalúsin í eldinu sé meginástæða þess að villtir laxastofnar í ám landsins hafi veikst verulega. Vísindaráð Noregs segir að ástæðu hruns laxastofna í 110 veiðiám í Noregi megi fyrst og fremst rekja til skaðlegra áhrifa af laxeldi í sjó. Í nýjum reglum um sjókvíaeldi í Noregi er þess krafist að kvíar verði tryggilega lokaðar og að yfirvöld fái nægilega langan undirbúningstíma til að sinna fullkomnum rannsóknum og þolprófunum á vistkerfinu þar sem sótt er um leyfi til eldis. Fyrir þetta þurfa fiskeldisfyrirtækin að greiða 200 milljónir með hverri umsókn í óafturkræft framlag til að gera hinu opinbera kleift að sinna nauðsynlegum undirbúningi.Varnaðarorð Landeldi á fiski þróast nú hratt víða um heim. Þrjú slík framleiðslufyrirtæki á alþjóðavísu verða senn starfrækt á Reykjanesi, fyrirtækin Stolt Sea Farm, Íslandsbleikja (Samherji) og Matorka. Framtíðin virðist björt hjá þessum fyrirtækjum, með vistvænar framleiðslueiningar, sem skilja ekki eftir sig mengandi úrgang í náttúrunni. Gera má ráð fyrir að þessi fyrirtæki fái mun hærra verð fyrir sína vöru en þeir sem notast við úreltar framleiðsluaðferðir. Hafrannsóknastofnunin í Björgvin, Dýralækningastofnunin í Noregi og Háskólinn í Björgvin hafa rannsakað neikvæð áhrif fiskeldis í opnum sjókvíum og sent yfirvöldum rökstuddar athugasemdir og varnaðarorð um nauðsyn gjörbreyttra vinnubragða og úrbóta á eldisstarfseminni. Mörg hundruð stofnanir víða um lönd vinna að verkefnum og rannsóknum á því hvað megi gera til að verja vistkerfið fyrir neikvæðum áhrifum af áðurgreindu eldi. Hér á landi hefur hið opinbera sett reglur og lögleitt staðla um búnað fiskeldismannvirkja í sjó. Vandamálið er að atvinnuvegaráðuneytið hefur enga tilraun gert til að fylgja eftir þeim reglum sem ráðuneytið hefur sjálft sett og því er allt eftirlit með fiskeldisstöðvum í sjó mjög takmarkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa norsk yfirvöld haldið neyðarfundi víða í Noregi vegna margs konar skaða sem orðið hefur af völdum laxeldis þar í landi undanfarin ár. Mengun, sníkjudýrafaraldrar og lyfjaðir sleppifiskar hafa kallað á gjörbreytta stefnu yfirvalda í laxeldismálum, markvissari vinnubrögð og margfalt strangari reglur til að freista þess að koma í veg fyrir alvarlega umhverfisskaða, t.d. að sjúkdómar berist úr eldisfiskum í villta fiskstofna. Ríkisendurskoðunin í Noregi reið á vaðið með opinberri skýrslu (https://www.riksrevisjonen.no/en/Reports/Pages/aquaculture.aspx) þar sem bent var á að mikið skorti á vandaðan undirbúning, virkt eftirlit og heildarstefnu. Forystumenn rúmlega 60 sveitarfélaga í Noregi hafa skorið upp herör gegn laxeldi í sjó og telja þeir að laxalúsin í eldinu sé meginástæða þess að villtir laxastofnar í ám landsins hafi veikst verulega. Vísindaráð Noregs segir að ástæðu hruns laxastofna í 110 veiðiám í Noregi megi fyrst og fremst rekja til skaðlegra áhrifa af laxeldi í sjó. Í nýjum reglum um sjókvíaeldi í Noregi er þess krafist að kvíar verði tryggilega lokaðar og að yfirvöld fái nægilega langan undirbúningstíma til að sinna fullkomnum rannsóknum og þolprófunum á vistkerfinu þar sem sótt er um leyfi til eldis. Fyrir þetta þurfa fiskeldisfyrirtækin að greiða 200 milljónir með hverri umsókn í óafturkræft framlag til að gera hinu opinbera kleift að sinna nauðsynlegum undirbúningi.Varnaðarorð Landeldi á fiski þróast nú hratt víða um heim. Þrjú slík framleiðslufyrirtæki á alþjóðavísu verða senn starfrækt á Reykjanesi, fyrirtækin Stolt Sea Farm, Íslandsbleikja (Samherji) og Matorka. Framtíðin virðist björt hjá þessum fyrirtækjum, með vistvænar framleiðslueiningar, sem skilja ekki eftir sig mengandi úrgang í náttúrunni. Gera má ráð fyrir að þessi fyrirtæki fái mun hærra verð fyrir sína vöru en þeir sem notast við úreltar framleiðsluaðferðir. Hafrannsóknastofnunin í Björgvin, Dýralækningastofnunin í Noregi og Háskólinn í Björgvin hafa rannsakað neikvæð áhrif fiskeldis í opnum sjókvíum og sent yfirvöldum rökstuddar athugasemdir og varnaðarorð um nauðsyn gjörbreyttra vinnubragða og úrbóta á eldisstarfseminni. Mörg hundruð stofnanir víða um lönd vinna að verkefnum og rannsóknum á því hvað megi gera til að verja vistkerfið fyrir neikvæðum áhrifum af áðurgreindu eldi. Hér á landi hefur hið opinbera sett reglur og lögleitt staðla um búnað fiskeldismannvirkja í sjó. Vandamálið er að atvinnuvegaráðuneytið hefur enga tilraun gert til að fylgja eftir þeim reglum sem ráðuneytið hefur sjálft sett og því er allt eftirlit með fiskeldisstöðvum í sjó mjög takmarkað.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun