Stefnubreyting í norsku laxeldi Orri Vigfússon skrifar 13. mars 2015 07:00 Að undanförnu hafa norsk yfirvöld haldið neyðarfundi víða í Noregi vegna margs konar skaða sem orðið hefur af völdum laxeldis þar í landi undanfarin ár. Mengun, sníkjudýrafaraldrar og lyfjaðir sleppifiskar hafa kallað á gjörbreytta stefnu yfirvalda í laxeldismálum, markvissari vinnubrögð og margfalt strangari reglur til að freista þess að koma í veg fyrir alvarlega umhverfisskaða, t.d. að sjúkdómar berist úr eldisfiskum í villta fiskstofna. Ríkisendurskoðunin í Noregi reið á vaðið með opinberri skýrslu (https://www.riksrevisjonen.no/en/Reports/Pages/aquaculture.aspx) þar sem bent var á að mikið skorti á vandaðan undirbúning, virkt eftirlit og heildarstefnu. Forystumenn rúmlega 60 sveitarfélaga í Noregi hafa skorið upp herör gegn laxeldi í sjó og telja þeir að laxalúsin í eldinu sé meginástæða þess að villtir laxastofnar í ám landsins hafi veikst verulega. Vísindaráð Noregs segir að ástæðu hruns laxastofna í 110 veiðiám í Noregi megi fyrst og fremst rekja til skaðlegra áhrifa af laxeldi í sjó. Í nýjum reglum um sjókvíaeldi í Noregi er þess krafist að kvíar verði tryggilega lokaðar og að yfirvöld fái nægilega langan undirbúningstíma til að sinna fullkomnum rannsóknum og þolprófunum á vistkerfinu þar sem sótt er um leyfi til eldis. Fyrir þetta þurfa fiskeldisfyrirtækin að greiða 200 milljónir með hverri umsókn í óafturkræft framlag til að gera hinu opinbera kleift að sinna nauðsynlegum undirbúningi.Varnaðarorð Landeldi á fiski þróast nú hratt víða um heim. Þrjú slík framleiðslufyrirtæki á alþjóðavísu verða senn starfrækt á Reykjanesi, fyrirtækin Stolt Sea Farm, Íslandsbleikja (Samherji) og Matorka. Framtíðin virðist björt hjá þessum fyrirtækjum, með vistvænar framleiðslueiningar, sem skilja ekki eftir sig mengandi úrgang í náttúrunni. Gera má ráð fyrir að þessi fyrirtæki fái mun hærra verð fyrir sína vöru en þeir sem notast við úreltar framleiðsluaðferðir. Hafrannsóknastofnunin í Björgvin, Dýralækningastofnunin í Noregi og Háskólinn í Björgvin hafa rannsakað neikvæð áhrif fiskeldis í opnum sjókvíum og sent yfirvöldum rökstuddar athugasemdir og varnaðarorð um nauðsyn gjörbreyttra vinnubragða og úrbóta á eldisstarfseminni. Mörg hundruð stofnanir víða um lönd vinna að verkefnum og rannsóknum á því hvað megi gera til að verja vistkerfið fyrir neikvæðum áhrifum af áðurgreindu eldi. Hér á landi hefur hið opinbera sett reglur og lögleitt staðla um búnað fiskeldismannvirkja í sjó. Vandamálið er að atvinnuvegaráðuneytið hefur enga tilraun gert til að fylgja eftir þeim reglum sem ráðuneytið hefur sjálft sett og því er allt eftirlit með fiskeldisstöðvum í sjó mjög takmarkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa norsk yfirvöld haldið neyðarfundi víða í Noregi vegna margs konar skaða sem orðið hefur af völdum laxeldis þar í landi undanfarin ár. Mengun, sníkjudýrafaraldrar og lyfjaðir sleppifiskar hafa kallað á gjörbreytta stefnu yfirvalda í laxeldismálum, markvissari vinnubrögð og margfalt strangari reglur til að freista þess að koma í veg fyrir alvarlega umhverfisskaða, t.d. að sjúkdómar berist úr eldisfiskum í villta fiskstofna. Ríkisendurskoðunin í Noregi reið á vaðið með opinberri skýrslu (https://www.riksrevisjonen.no/en/Reports/Pages/aquaculture.aspx) þar sem bent var á að mikið skorti á vandaðan undirbúning, virkt eftirlit og heildarstefnu. Forystumenn rúmlega 60 sveitarfélaga í Noregi hafa skorið upp herör gegn laxeldi í sjó og telja þeir að laxalúsin í eldinu sé meginástæða þess að villtir laxastofnar í ám landsins hafi veikst verulega. Vísindaráð Noregs segir að ástæðu hruns laxastofna í 110 veiðiám í Noregi megi fyrst og fremst rekja til skaðlegra áhrifa af laxeldi í sjó. Í nýjum reglum um sjókvíaeldi í Noregi er þess krafist að kvíar verði tryggilega lokaðar og að yfirvöld fái nægilega langan undirbúningstíma til að sinna fullkomnum rannsóknum og þolprófunum á vistkerfinu þar sem sótt er um leyfi til eldis. Fyrir þetta þurfa fiskeldisfyrirtækin að greiða 200 milljónir með hverri umsókn í óafturkræft framlag til að gera hinu opinbera kleift að sinna nauðsynlegum undirbúningi.Varnaðarorð Landeldi á fiski þróast nú hratt víða um heim. Þrjú slík framleiðslufyrirtæki á alþjóðavísu verða senn starfrækt á Reykjanesi, fyrirtækin Stolt Sea Farm, Íslandsbleikja (Samherji) og Matorka. Framtíðin virðist björt hjá þessum fyrirtækjum, með vistvænar framleiðslueiningar, sem skilja ekki eftir sig mengandi úrgang í náttúrunni. Gera má ráð fyrir að þessi fyrirtæki fái mun hærra verð fyrir sína vöru en þeir sem notast við úreltar framleiðsluaðferðir. Hafrannsóknastofnunin í Björgvin, Dýralækningastofnunin í Noregi og Háskólinn í Björgvin hafa rannsakað neikvæð áhrif fiskeldis í opnum sjókvíum og sent yfirvöldum rökstuddar athugasemdir og varnaðarorð um nauðsyn gjörbreyttra vinnubragða og úrbóta á eldisstarfseminni. Mörg hundruð stofnanir víða um lönd vinna að verkefnum og rannsóknum á því hvað megi gera til að verja vistkerfið fyrir neikvæðum áhrifum af áðurgreindu eldi. Hér á landi hefur hið opinbera sett reglur og lögleitt staðla um búnað fiskeldismannvirkja í sjó. Vandamálið er að atvinnuvegaráðuneytið hefur enga tilraun gert til að fylgja eftir þeim reglum sem ráðuneytið hefur sjálft sett og því er allt eftirlit með fiskeldisstöðvum í sjó mjög takmarkað.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun