Hálendið er auðlind Elín Hirst skrifar 11. mars 2015 07:00 Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi er orðinn stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur landsins. Um 80 prósent erlendra ferðamanna segjast koma til Íslands vegna einstæðrar náttúru landsins. Þar trónir efst ósnortið hálendið. Hálendi Íslands er því eitt og sér orðið ein af mikilvægustu tekjuskapandi auðlindum landsins, ásamt fiskistofnum og náttúrulegum orkugjöfum. Það segir sig sjálft að háspennumöstur og þjóðvegir passa illa inn í þessa hálendismynd og myndu rýra þá auðlind sem hálendið er. Hvað snertir virkjanir á hálendinu verðum við að vanda valið með tilliti til þeirra gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi. Möguleikarnir eru sem betur fer margir og fjölbreyttir og því ætti að vera hægt að komast að góðri niðurstöðu í þeim efnum án þess að því fylgi stöðugt römm pólitísk átök sem sundra þjóðinni. Slík átök eru sóun á tíma og orku sem annars gæti farið í skynsamlega umræðu. Stjórnvöldum á hverjum tíma ber skylda til að setja þessi mál í forgang í samræmi við mikilvægi þeirra. Því miður höfum við alls ekki staðið okkur sem skyldi, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi haft forgöngu um að verja 400 milljónum króna til þessara mála í fyrra. Hvernig stendur á því að við horfum upp á vinsælustu ferðamannastaði drabbast smá saman niður vegna þess að uppbyggingu innviða og nauðsynlegu viðhaldi er ekki sinnt nógu vel? Auðvitað munu vinsældir Íslands sem ferðamannalands dvína hratt ef ekki verður tekið fast í taumana hér. Ég bið menn um að hafa í huga að fjármagnið til þessara verkefna verður að koma einhvers staðar frá. Frá ferðamönnum beint og rukkað inn á hverjum stað, með einum ferðamannapassa sem allir greiða, gistináttagjaldi, komugjöldum ferðamanna eða beint af skattfé sem í sjálfu sér má réttlæta í ljósi hversu tekjusköpunin er mikil í greininni. Virkjanakostir, vegir, raflínur og uppbygging innviða á ferðamannastöðum; öll eru þessi mál hjá Alþingi einmitt nú og ég hvet okkur sem þar starfa til að rísa undir okkar ábyrgð. Við megum lítinn tíma missa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Hirst Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi er orðinn stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur landsins. Um 80 prósent erlendra ferðamanna segjast koma til Íslands vegna einstæðrar náttúru landsins. Þar trónir efst ósnortið hálendið. Hálendi Íslands er því eitt og sér orðið ein af mikilvægustu tekjuskapandi auðlindum landsins, ásamt fiskistofnum og náttúrulegum orkugjöfum. Það segir sig sjálft að háspennumöstur og þjóðvegir passa illa inn í þessa hálendismynd og myndu rýra þá auðlind sem hálendið er. Hvað snertir virkjanir á hálendinu verðum við að vanda valið með tilliti til þeirra gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi. Möguleikarnir eru sem betur fer margir og fjölbreyttir og því ætti að vera hægt að komast að góðri niðurstöðu í þeim efnum án þess að því fylgi stöðugt römm pólitísk átök sem sundra þjóðinni. Slík átök eru sóun á tíma og orku sem annars gæti farið í skynsamlega umræðu. Stjórnvöldum á hverjum tíma ber skylda til að setja þessi mál í forgang í samræmi við mikilvægi þeirra. Því miður höfum við alls ekki staðið okkur sem skyldi, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi haft forgöngu um að verja 400 milljónum króna til þessara mála í fyrra. Hvernig stendur á því að við horfum upp á vinsælustu ferðamannastaði drabbast smá saman niður vegna þess að uppbyggingu innviða og nauðsynlegu viðhaldi er ekki sinnt nógu vel? Auðvitað munu vinsældir Íslands sem ferðamannalands dvína hratt ef ekki verður tekið fast í taumana hér. Ég bið menn um að hafa í huga að fjármagnið til þessara verkefna verður að koma einhvers staðar frá. Frá ferðamönnum beint og rukkað inn á hverjum stað, með einum ferðamannapassa sem allir greiða, gistináttagjaldi, komugjöldum ferðamanna eða beint af skattfé sem í sjálfu sér má réttlæta í ljósi hversu tekjusköpunin er mikil í greininni. Virkjanakostir, vegir, raflínur og uppbygging innviða á ferðamannastöðum; öll eru þessi mál hjá Alþingi einmitt nú og ég hvet okkur sem þar starfa til að rísa undir okkar ábyrgð. Við megum lítinn tíma missa.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar