Hví ekki nota skattkerfið – frekar en stofna nýtt? Þorvaldur Örn Árnason skrifar 6. mars 2015 07:00 Í margumræddu náttúrupassafrumvarpi er boðuð afar óheppileg leið til að afla fjár til verndunar og viðhalds ferðamannastaða. Nær væri að nýta til þess núverandi skatta og gjöld frekar en stofna nýtt, flókið og dýrt kerfi.Rökstuðningur:1 Hér er boðaður nýr skattur sem flókið verður að innheimta og framfylgja. Undarlegt að ríkisstjórn sem segist vilja einfalda skattkerfið skuli velja þessa leið. Þó kemur ekki á óvart að hún vilji frekar flatan skatt á almenna notendur en að skattleggja tekjur fyrirtækja.2 Ferðamálastofa yrði að eins konar skattstofu með sérstakri skattrannsóknadeild með eftirlitsmenn (eins konar stöðumælaverði) um land allt til að skrifa út sektarmiða á þá sem ekki hafa þetta sérstaka vegabréf. Þar þarf að bæta við mörgum opinberum störfum ef ekki á að draga úr annarri þjónustu og umsýslu Ferðamálastofu. Með þessu nýja skattkerfi vonast menn til að ná inn 3 milljörðum á ári. Ég leyfi mér að giska á að fjórðungur þess sem inn kemur fari í beinan og óbeinan kostnað við kerfið. Hvers vegna í ósköpunum þarf að setja á nýtt gjaldheimtukerfi til að ná inn rúmlega 2 milljörðum króna á ári nettó? Hví ekki gera það með núverandi skattkerfi?3 Í frumvarpinu ásamt langri greinargerð er ekki skoðaður sá möguleiki að fjármagna viðhald og vernd náttúru á ferðamannastöðum af almennu skattfé. Nú greiða ferðamenn og ferðaþjónustuaðilar virðisaukaskatt (vsk) af vörum og þjónustu, flugvallarskatt, hafnargjöld, vegagjöld (bensínskatt) og fleiri gjöld til hins opinbera og nýbúið er að hækka vsk af mat og veitingum úr 7 í 11%. Ef bara ein króna af hverjum eldsneytislítra væri eyrnamerkt viðhaldi og verndun ferðamannastaða gæti það eitt skilað 300 milljónum á ári. Svo greiðir vaxandi fjöldi starfsfólks skatt af sínum launum. Nærri 80% erlendra gesta koma til landsins aðallega vegna náttúrunnar – hví má ekki nýta til náttúruverndar brot af sköttunum sem þeir og þjónustuaðilar þeirra greiða? Vilji landsmenn auka tekjur af ferðamönnum er besta leiðin að auka og bæta þjónustu við þá, þ.e. þróa atvinnugreinina. Öll greiðum við glöð fyrir góða þjónustu!4 Hér er um óvenjulegt fyrirkomulag að ræða og hætta á neikvæðri ímynd. Flestir sem ferðast um Ísland hafa farið víða og sjaldan ef nokkru sinni þurft að sýna passa til að fá að vera úti í náttúrunni. Hætt er við að náttúrupassafyrirkomulagið verði uppspretta leiðinda, auk þess að vera dýrt í rekstri. Fólki í sumarleyfisferð mun leiðast að vera undir smásjá sérstakra gjaldheimtumanna. Svo er hér vegið að ævafornum rétti fólks til að fara frjálst um villta náttúru. Gert er ráð fyrir að Íslendingum nægi að sýna almenn skilríki eða þylja kennitöluna, en munu erlendir ferðamenn muna eftir að bera á sér þennan nýstárlega passa?5 Í frumvarpinu er talað um uppbyggingu, viðhald og verndun ferðamannastaða. Mér stendur stuggur af orðinu uppbygging þegar um náttúru á ferðamannastöðum er að ræða, sé fyrir mér stórkarlaleg mannvirki sem spilla ásýnd. Mér fellur betur að tala um viðhald og vernd. Ég fagna hins vegar frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Þar er boðuð bráðnauðsynleg skráning, stefnumörkun og framkvæmdaáætlun og hvergi minnst á náttúrupassa. Hins vegar tekið fram að ferðamannaleiðir og staðir sem njóta greiðsluþátttöku úr ríkissjóði af því að þau eru í landsáætlun skuli vera opin gjaldfrjálsri umferð almennings. Vonandi ber Alþingi gæfu til að stöðva náttúrupassafrumvarpið en klára hitt frumvarpið og mætti skjóta þar inn grein um að nauðsynlegar framkvæmdir á ferðamannastöðum verði fjármagnaðar af skattfé sem ríkið almennt innheimtir af ferðamönnum sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í margumræddu náttúrupassafrumvarpi er boðuð afar óheppileg leið til að afla fjár til verndunar og viðhalds ferðamannastaða. Nær væri að nýta til þess núverandi skatta og gjöld frekar en stofna nýtt, flókið og dýrt kerfi.Rökstuðningur:1 Hér er boðaður nýr skattur sem flókið verður að innheimta og framfylgja. Undarlegt að ríkisstjórn sem segist vilja einfalda skattkerfið skuli velja þessa leið. Þó kemur ekki á óvart að hún vilji frekar flatan skatt á almenna notendur en að skattleggja tekjur fyrirtækja.2 Ferðamálastofa yrði að eins konar skattstofu með sérstakri skattrannsóknadeild með eftirlitsmenn (eins konar stöðumælaverði) um land allt til að skrifa út sektarmiða á þá sem ekki hafa þetta sérstaka vegabréf. Þar þarf að bæta við mörgum opinberum störfum ef ekki á að draga úr annarri þjónustu og umsýslu Ferðamálastofu. Með þessu nýja skattkerfi vonast menn til að ná inn 3 milljörðum á ári. Ég leyfi mér að giska á að fjórðungur þess sem inn kemur fari í beinan og óbeinan kostnað við kerfið. Hvers vegna í ósköpunum þarf að setja á nýtt gjaldheimtukerfi til að ná inn rúmlega 2 milljörðum króna á ári nettó? Hví ekki gera það með núverandi skattkerfi?3 Í frumvarpinu ásamt langri greinargerð er ekki skoðaður sá möguleiki að fjármagna viðhald og vernd náttúru á ferðamannastöðum af almennu skattfé. Nú greiða ferðamenn og ferðaþjónustuaðilar virðisaukaskatt (vsk) af vörum og þjónustu, flugvallarskatt, hafnargjöld, vegagjöld (bensínskatt) og fleiri gjöld til hins opinbera og nýbúið er að hækka vsk af mat og veitingum úr 7 í 11%. Ef bara ein króna af hverjum eldsneytislítra væri eyrnamerkt viðhaldi og verndun ferðamannastaða gæti það eitt skilað 300 milljónum á ári. Svo greiðir vaxandi fjöldi starfsfólks skatt af sínum launum. Nærri 80% erlendra gesta koma til landsins aðallega vegna náttúrunnar – hví má ekki nýta til náttúruverndar brot af sköttunum sem þeir og þjónustuaðilar þeirra greiða? Vilji landsmenn auka tekjur af ferðamönnum er besta leiðin að auka og bæta þjónustu við þá, þ.e. þróa atvinnugreinina. Öll greiðum við glöð fyrir góða þjónustu!4 Hér er um óvenjulegt fyrirkomulag að ræða og hætta á neikvæðri ímynd. Flestir sem ferðast um Ísland hafa farið víða og sjaldan ef nokkru sinni þurft að sýna passa til að fá að vera úti í náttúrunni. Hætt er við að náttúrupassafyrirkomulagið verði uppspretta leiðinda, auk þess að vera dýrt í rekstri. Fólki í sumarleyfisferð mun leiðast að vera undir smásjá sérstakra gjaldheimtumanna. Svo er hér vegið að ævafornum rétti fólks til að fara frjálst um villta náttúru. Gert er ráð fyrir að Íslendingum nægi að sýna almenn skilríki eða þylja kennitöluna, en munu erlendir ferðamenn muna eftir að bera á sér þennan nýstárlega passa?5 Í frumvarpinu er talað um uppbyggingu, viðhald og verndun ferðamannastaða. Mér stendur stuggur af orðinu uppbygging þegar um náttúru á ferðamannastöðum er að ræða, sé fyrir mér stórkarlaleg mannvirki sem spilla ásýnd. Mér fellur betur að tala um viðhald og vernd. Ég fagna hins vegar frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Þar er boðuð bráðnauðsynleg skráning, stefnumörkun og framkvæmdaáætlun og hvergi minnst á náttúrupassa. Hins vegar tekið fram að ferðamannaleiðir og staðir sem njóta greiðsluþátttöku úr ríkissjóði af því að þau eru í landsáætlun skuli vera opin gjaldfrjálsri umferð almennings. Vonandi ber Alþingi gæfu til að stöðva náttúrupassafrumvarpið en klára hitt frumvarpið og mætti skjóta þar inn grein um að nauðsynlegar framkvæmdir á ferðamannastöðum verði fjármagnaðar af skattfé sem ríkið almennt innheimtir af ferðamönnum sem öðrum.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun