7.000 fermetrum yrði bætt við jón hákon halldórsson skrifar 5. mars 2015 07:15 Norðurál stefnir að því að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Ef farið verður í slíka framleiðslu mun það þýða allt að 10 milljarða fjárfestingu sem meðal annars væri falin í stækkun á húsnæðinu að Grundartanga um 7.000 fermetra og kaup á tækjum sem yrðu notuð við framleiðsluna. „Markmiðið er að auka verðmæti útflutnings hjá okkur og skapa okkur sterkari samkeppnisstöðu. Við höfum verið að skoða markaðinn í Evrópu, hvar tækifærin gætu legið. Við teljum að þarna gæti verið tækifæri til þess að auka verðmæti og bæta samkeppnisstöðuna til lengri tíma,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Þessi viðbótarframleiðsla fæli í sér að öðrum efnum yrði blandað út í álið til þess að gefa því mismunandi eiginleika. „Þarna kemur inn kísilmálmur sem dæmi og ýmis önnur efni eftir atvikum,“ segir Ragnar. Það fari allt eftir því hvaða vöru menn vilja framleiða. „Það er verið að vinna verkfræðilegan undirbúning, meta kostnað og hanna verkefnin. Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun enn þá.“ Auk þess sem öðrum efnum er blandað í álið fæli þess nýja framleiðsla einnig í sér vörur með ólíka lögun. Framleiddir yrðu sívalningar eða völsunarbarrar.Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa hug á að fjárfesta.fréttablaðið/gvaEinnig segir Ragnar að sú ákvörðun hafi verið tekin í fyrra að hefja framleiðslu á melmi. „Það eru álblöndur sem er ekki búið að steypa í form heldur er það í hleifaformi sem við höfum notað hingað til. Þar er innihaldi vörunnar breytt en ekki forminu. Það er minni fjárfesting en við ráðgerum að selja 50 þúsund tonn af þessu melmi á ári,“ segir hann. Ragnar bætir því við að þetta auki tekjumöguleika Norðuráls. „Það er aukafjárfesting líka. En við teljum að hún skili sér á ásættanlegum tíma,“ segir hann. Framleiðsla og sala á melmi hófst núna í janúar en tilraunaframleiðsla á síðasta ári. Ragnar segir að Norðurál hafi fundið fyrir áhuga frá aðilum sem framleiða felgur undir bíla. Framleiðsla á melminu þýði að þeir geti fengið málm beint frá Norðuráli sem hentar í þá framleiðslu í stað þess að áður hefðu þeir þurft að fara í gegnum millilið til að fá slíka blöndu. „Við höfum verið að selja ál til bílaframleiðenda eins og Mercedes Benz, en það er þá í gegnum aðra aðila og þarna komumst við skrefi nær endanlegum notanda.“ Ragnar segir að það sé mun meiri fjárfesting að baki framleiðslu á boltunum eða börrunum. „Enda ertu þá farinn að blanda og að breyta forminu. Það kostar sitt að breyta forminu. Þetta er fjárfesting upp á 10 milljarða. Það yrði stór bygging og mikill búnaður,“ segir Ragnar. Til að mynda þyrfti að byggja við og stækka verulega steypuskálann. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Norðurál stefnir að því að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Ef farið verður í slíka framleiðslu mun það þýða allt að 10 milljarða fjárfestingu sem meðal annars væri falin í stækkun á húsnæðinu að Grundartanga um 7.000 fermetra og kaup á tækjum sem yrðu notuð við framleiðsluna. „Markmiðið er að auka verðmæti útflutnings hjá okkur og skapa okkur sterkari samkeppnisstöðu. Við höfum verið að skoða markaðinn í Evrópu, hvar tækifærin gætu legið. Við teljum að þarna gæti verið tækifæri til þess að auka verðmæti og bæta samkeppnisstöðuna til lengri tíma,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Þessi viðbótarframleiðsla fæli í sér að öðrum efnum yrði blandað út í álið til þess að gefa því mismunandi eiginleika. „Þarna kemur inn kísilmálmur sem dæmi og ýmis önnur efni eftir atvikum,“ segir Ragnar. Það fari allt eftir því hvaða vöru menn vilja framleiða. „Það er verið að vinna verkfræðilegan undirbúning, meta kostnað og hanna verkefnin. Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun enn þá.“ Auk þess sem öðrum efnum er blandað í álið fæli þess nýja framleiðsla einnig í sér vörur með ólíka lögun. Framleiddir yrðu sívalningar eða völsunarbarrar.Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa hug á að fjárfesta.fréttablaðið/gvaEinnig segir Ragnar að sú ákvörðun hafi verið tekin í fyrra að hefja framleiðslu á melmi. „Það eru álblöndur sem er ekki búið að steypa í form heldur er það í hleifaformi sem við höfum notað hingað til. Þar er innihaldi vörunnar breytt en ekki forminu. Það er minni fjárfesting en við ráðgerum að selja 50 þúsund tonn af þessu melmi á ári,“ segir hann. Ragnar bætir því við að þetta auki tekjumöguleika Norðuráls. „Það er aukafjárfesting líka. En við teljum að hún skili sér á ásættanlegum tíma,“ segir hann. Framleiðsla og sala á melmi hófst núna í janúar en tilraunaframleiðsla á síðasta ári. Ragnar segir að Norðurál hafi fundið fyrir áhuga frá aðilum sem framleiða felgur undir bíla. Framleiðsla á melminu þýði að þeir geti fengið málm beint frá Norðuráli sem hentar í þá framleiðslu í stað þess að áður hefðu þeir þurft að fara í gegnum millilið til að fá slíka blöndu. „Við höfum verið að selja ál til bílaframleiðenda eins og Mercedes Benz, en það er þá í gegnum aðra aðila og þarna komumst við skrefi nær endanlegum notanda.“ Ragnar segir að það sé mun meiri fjárfesting að baki framleiðslu á boltunum eða börrunum. „Enda ertu þá farinn að blanda og að breyta forminu. Það kostar sitt að breyta forminu. Þetta er fjárfesting upp á 10 milljarða. Það yrði stór bygging og mikill búnaður,“ segir Ragnar. Til að mynda þyrfti að byggja við og stækka verulega steypuskálann.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira