Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýðingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjölfar fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráðherra viðraði það í Fréttablaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusambandinu. Íþyngjandi lög og reglugerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan flutning vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfismat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir teljast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumannvirkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmdir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska löggjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfismat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Líklegra er að íslenski löggjafinn vilji hafa lögin strangari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum samhljóða tilskipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagður án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deilum um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meiriháttar framkvæmd samkvæmt tilskipun ESB. Svo er það annar íslenskur misskilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki samfellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigsskógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m.Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kannað í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskiptafrelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regluna. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum viðskiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálmasonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir löndum, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskipanir ESB, jafnvel í andstöðu við meginreglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um eindreginn vilja íslenska löggjafarvaldsins til þess að vera kaþólskara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdavaldið, eftirlitsstofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýðingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjölfar fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráðherra viðraði það í Fréttablaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusambandinu. Íþyngjandi lög og reglugerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan flutning vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfismat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir teljast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumannvirkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmdir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska löggjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfismat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Líklegra er að íslenski löggjafinn vilji hafa lögin strangari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum samhljóða tilskipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagður án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deilum um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meiriháttar framkvæmd samkvæmt tilskipun ESB. Svo er það annar íslenskur misskilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki samfellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigsskógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m.Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kannað í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskiptafrelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regluna. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum viðskiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálmasonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir löndum, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskipanir ESB, jafnvel í andstöðu við meginreglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um eindreginn vilja íslenska löggjafarvaldsins til þess að vera kaþólskara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdavaldið, eftirlitsstofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun