Staða aldraðra er mjög slæm Björgvin Guðmundsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Ef við lítum á kjör og aðstöðu eldri borgara hér á landi í dag, kemur í ljós, að staða aldraðra á Íslandi er mjög slæm. Kjörin eru almennt svo lág, að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim. Við það bætist, að staða sjúkra eldri borgara er algerlega óásættanleg. Þeir verða að bíða mánuðum saman eftir að komast á hjúkrunarheimili. Og þegar þeir loks komast þar inn, eru heimilin stórlega undirmönnuð vegna fjárskorts. Sama er að segja um heimahjúkrun. Þó stjórnmálamenn tali um að efla heimahjúkrun, fylgja ekki athafnir orðum þeirra. Það er ekkert gert til þess að efla hjúkrun í heimahúsum. Heimahjúkrun er einnig stórlega undirmönnuð.Eldri borgurum naumt skammtað Ráðamenn þjóðarinnar ætlast til þess að einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur engar greiðslur úr lífeyrissjóði og einungis lífeyri frá almannatryggingum, lifi af 192 þús. kr.á mánuði eftir skatt. En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar, sem birt var, eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 321 þús kr. á mánuði. Engir skattar eru þar meðtaldir. Allir sjá hvílík gjá er þarna á milli. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp með 192 þús. kr. á mánuði (eftir skatt). Ef sami ellilífeyrisþegi hefði 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, hefði hann aðeins lítið meira í heildartekjur á mánuði vegna mikillar skerðingar TR. Þetta er líkast eignaupptöku. TR skerðir tryggingabætur um 40 þús. kr. á mánuði beinlínis vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Kvæntur ellilífeyrisþegi, sem eingöngu hefur tekjur frá TR, fær aðeins 172 þús.kr. á mánuði frá almannatryggingum.Neikvæð afstaða stjórnvalda Afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja er mjög neikvæð hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndunum ræða stjórnvöld og samtök eldri borgara saman um það hvað unnt sé að gera til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi stinga stjórnvöld kröfum og ályktunum eldri borgara undir stól og hafa engan áhuga á að ræða málin. Mannréttindi eru einnig ítrekað brotin á öldruðum og öryrkjum hér á landi. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. En þetta lagaákvæði er þverbrotið. Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur. Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á sínum kjörum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst. Eldri borgurum hefur verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við lítum á kjör og aðstöðu eldri borgara hér á landi í dag, kemur í ljós, að staða aldraðra á Íslandi er mjög slæm. Kjörin eru almennt svo lág, að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim. Við það bætist, að staða sjúkra eldri borgara er algerlega óásættanleg. Þeir verða að bíða mánuðum saman eftir að komast á hjúkrunarheimili. Og þegar þeir loks komast þar inn, eru heimilin stórlega undirmönnuð vegna fjárskorts. Sama er að segja um heimahjúkrun. Þó stjórnmálamenn tali um að efla heimahjúkrun, fylgja ekki athafnir orðum þeirra. Það er ekkert gert til þess að efla hjúkrun í heimahúsum. Heimahjúkrun er einnig stórlega undirmönnuð.Eldri borgurum naumt skammtað Ráðamenn þjóðarinnar ætlast til þess að einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur engar greiðslur úr lífeyrissjóði og einungis lífeyri frá almannatryggingum, lifi af 192 þús. kr.á mánuði eftir skatt. En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar, sem birt var, eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 321 þús kr. á mánuði. Engir skattar eru þar meðtaldir. Allir sjá hvílík gjá er þarna á milli. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp með 192 þús. kr. á mánuði (eftir skatt). Ef sami ellilífeyrisþegi hefði 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, hefði hann aðeins lítið meira í heildartekjur á mánuði vegna mikillar skerðingar TR. Þetta er líkast eignaupptöku. TR skerðir tryggingabætur um 40 þús. kr. á mánuði beinlínis vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Kvæntur ellilífeyrisþegi, sem eingöngu hefur tekjur frá TR, fær aðeins 172 þús.kr. á mánuði frá almannatryggingum.Neikvæð afstaða stjórnvalda Afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja er mjög neikvæð hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndunum ræða stjórnvöld og samtök eldri borgara saman um það hvað unnt sé að gera til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi stinga stjórnvöld kröfum og ályktunum eldri borgara undir stól og hafa engan áhuga á að ræða málin. Mannréttindi eru einnig ítrekað brotin á öldruðum og öryrkjum hér á landi. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. En þetta lagaákvæði er þverbrotið. Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur. Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á sínum kjörum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst. Eldri borgurum hefur verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun