Staða aldraðra er mjög slæm Björgvin Guðmundsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Ef við lítum á kjör og aðstöðu eldri borgara hér á landi í dag, kemur í ljós, að staða aldraðra á Íslandi er mjög slæm. Kjörin eru almennt svo lág, að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim. Við það bætist, að staða sjúkra eldri borgara er algerlega óásættanleg. Þeir verða að bíða mánuðum saman eftir að komast á hjúkrunarheimili. Og þegar þeir loks komast þar inn, eru heimilin stórlega undirmönnuð vegna fjárskorts. Sama er að segja um heimahjúkrun. Þó stjórnmálamenn tali um að efla heimahjúkrun, fylgja ekki athafnir orðum þeirra. Það er ekkert gert til þess að efla hjúkrun í heimahúsum. Heimahjúkrun er einnig stórlega undirmönnuð.Eldri borgurum naumt skammtað Ráðamenn þjóðarinnar ætlast til þess að einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur engar greiðslur úr lífeyrissjóði og einungis lífeyri frá almannatryggingum, lifi af 192 þús. kr.á mánuði eftir skatt. En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar, sem birt var, eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 321 þús kr. á mánuði. Engir skattar eru þar meðtaldir. Allir sjá hvílík gjá er þarna á milli. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp með 192 þús. kr. á mánuði (eftir skatt). Ef sami ellilífeyrisþegi hefði 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, hefði hann aðeins lítið meira í heildartekjur á mánuði vegna mikillar skerðingar TR. Þetta er líkast eignaupptöku. TR skerðir tryggingabætur um 40 þús. kr. á mánuði beinlínis vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Kvæntur ellilífeyrisþegi, sem eingöngu hefur tekjur frá TR, fær aðeins 172 þús.kr. á mánuði frá almannatryggingum.Neikvæð afstaða stjórnvalda Afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja er mjög neikvæð hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndunum ræða stjórnvöld og samtök eldri borgara saman um það hvað unnt sé að gera til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi stinga stjórnvöld kröfum og ályktunum eldri borgara undir stól og hafa engan áhuga á að ræða málin. Mannréttindi eru einnig ítrekað brotin á öldruðum og öryrkjum hér á landi. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. En þetta lagaákvæði er þverbrotið. Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur. Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á sínum kjörum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst. Eldri borgurum hefur verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við lítum á kjör og aðstöðu eldri borgara hér á landi í dag, kemur í ljós, að staða aldraðra á Íslandi er mjög slæm. Kjörin eru almennt svo lág, að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim. Við það bætist, að staða sjúkra eldri borgara er algerlega óásættanleg. Þeir verða að bíða mánuðum saman eftir að komast á hjúkrunarheimili. Og þegar þeir loks komast þar inn, eru heimilin stórlega undirmönnuð vegna fjárskorts. Sama er að segja um heimahjúkrun. Þó stjórnmálamenn tali um að efla heimahjúkrun, fylgja ekki athafnir orðum þeirra. Það er ekkert gert til þess að efla hjúkrun í heimahúsum. Heimahjúkrun er einnig stórlega undirmönnuð.Eldri borgurum naumt skammtað Ráðamenn þjóðarinnar ætlast til þess að einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur engar greiðslur úr lífeyrissjóði og einungis lífeyri frá almannatryggingum, lifi af 192 þús. kr.á mánuði eftir skatt. En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar, sem birt var, eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 321 þús kr. á mánuði. Engir skattar eru þar meðtaldir. Allir sjá hvílík gjá er þarna á milli. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp með 192 þús. kr. á mánuði (eftir skatt). Ef sami ellilífeyrisþegi hefði 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, hefði hann aðeins lítið meira í heildartekjur á mánuði vegna mikillar skerðingar TR. Þetta er líkast eignaupptöku. TR skerðir tryggingabætur um 40 þús. kr. á mánuði beinlínis vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Kvæntur ellilífeyrisþegi, sem eingöngu hefur tekjur frá TR, fær aðeins 172 þús.kr. á mánuði frá almannatryggingum.Neikvæð afstaða stjórnvalda Afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja er mjög neikvæð hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndunum ræða stjórnvöld og samtök eldri borgara saman um það hvað unnt sé að gera til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi stinga stjórnvöld kröfum og ályktunum eldri borgara undir stól og hafa engan áhuga á að ræða málin. Mannréttindi eru einnig ítrekað brotin á öldruðum og öryrkjum hér á landi. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. En þetta lagaákvæði er þverbrotið. Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur. Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á sínum kjörum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst. Eldri borgurum hefur verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar