Lífeyrissjóðir í fortíð, nútíð og framtíð Þórey S. Þórðardóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Á Íslandi er skyldutryggingakerfi þar sem öllum vinnandi mönnum er gert skylt að leggja hluta af launum sínum í lífeyrissjóð. Ákvarðanir um uppbyggingu slíks kerfis byggjast á mikilli fyrirhyggju og framsýni. Lífeyrissjóðunum er ætlað að leggja grunninn að betri afkomu á efri árum auk þess að vera til taks ef við verðum fyrir áföllum sem raskað geta fjárhagslegu öryggi okkar. Lífeyrissjóðir byggjast upp á löngum tíma og því skiptir mestu að ákvarðanir séu teknar með langtímahagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Einnig skiptir miklu máli að forsendur, sem lagðar eru til grundvallar hverju sinni, standist og séu réttar. Undanfarin ár hafa reynst lífeyrissjóðum afar hagstæð og var raunávöxtun samtryggingarsjóða árið 2014 um 7,4%. Ef litið er til síðustu 20 ára er raunávöxtun að jafnaði 4%. Ávöxtun til langs tíma skiptir mestu máli til að tryggja sjóðfélögum lífeyri. Lífeyrissjóðunum er gert að greiða verðtryggðan lífeyri, enda er það ekki fjöldi króna sem skiptir mestu máli heldur að fjárhæðirnar haldi verðgildi sínu og tryggi ákveðinn kaupmátt. Árið 2014 var í þessu tilliti hagkvæmt lífeyrissjóðunum þar sem verðbólgan reyndist lág. Þegar fer saman annars vegar góð ávöxtun og hins vegar lág verðbólga aukast eignir meira en skuldbindingar sjóðanna. Lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði, sem starfa án ábyrgðar launagreiðenda, eiga nú eignir fyrir öllum skuldbindingum og er staða þeirra í jafnvægi en þó mismunandi eftir sjóðum. Gjaldeyrishöftin eru mesta ógnin sem nú stafar að sjóðunum. Höftin draga verulega úr möguleikum til áhættudreifingar. Innan hafta er erfitt fyrir lífeyrissjóði að tryggja kaupmáttaröryggi sjóðfélaga þar sem stór hluti af neyslu landsmanna byggist á innflutningi. Ýmsar stærðir í þjóðarbúskapnum benda til þess að nú sé rétti tíminn til að hefja afnám gjaldeyrishafta og vonandi hafa ráðamenn vilja og kjark til að takast á við það vandasama verkefni. Umhverfi lífeyrissjóðanna er breytingum háð og má þar nefna að við reynumst lifa lengur en áætlanir hafa gert ráð fyrir fram til þessa. Þetta eru að sjálfsögðu gleðifréttir en lengri lífaldur má rekja til heilbrigðari lífsmáta og framfara í læknavísindum. Þessi jákvæða þróun hefur þó neikvæð áhrif á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða. Í hvert skipti sem Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga birtir nýjar dánar- og eftirlifendatöflur hefur staða lífeyrissjóða versnað af því sjóðirnir þurfa að greiða lífeyri í lengri tíma en áður var áætlað. Það er hins vegar mikilvægt fyrir sjóðfélaga að lífeyrissjóðir byggi réttindaávinnslu sjóðfélaga á réttum forsendum. Annars skapast væntingar um lífeyri sem ekki ganga eftir. Vegna stöðugrar lengingar meðalævi undanfarna áratugi er nú horft til þess að breyta forsendum útreikninga á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóða og byggja ekki lengur mat á meðalævi til framtíðar á reynslu síðustu ára um lífaldur. Þess í stað skal reikna meðalævi til framtíðar út frá spá um áframhaldandi lengingu á meðalævi. Þetta er krefjandi verkefni sem bíður lífeyrissjóðanna en nú er rétti tíminn þar sem við eigum hagstætt ár að baki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er skyldutryggingakerfi þar sem öllum vinnandi mönnum er gert skylt að leggja hluta af launum sínum í lífeyrissjóð. Ákvarðanir um uppbyggingu slíks kerfis byggjast á mikilli fyrirhyggju og framsýni. Lífeyrissjóðunum er ætlað að leggja grunninn að betri afkomu á efri árum auk þess að vera til taks ef við verðum fyrir áföllum sem raskað geta fjárhagslegu öryggi okkar. Lífeyrissjóðir byggjast upp á löngum tíma og því skiptir mestu að ákvarðanir séu teknar með langtímahagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Einnig skiptir miklu máli að forsendur, sem lagðar eru til grundvallar hverju sinni, standist og séu réttar. Undanfarin ár hafa reynst lífeyrissjóðum afar hagstæð og var raunávöxtun samtryggingarsjóða árið 2014 um 7,4%. Ef litið er til síðustu 20 ára er raunávöxtun að jafnaði 4%. Ávöxtun til langs tíma skiptir mestu máli til að tryggja sjóðfélögum lífeyri. Lífeyrissjóðunum er gert að greiða verðtryggðan lífeyri, enda er það ekki fjöldi króna sem skiptir mestu máli heldur að fjárhæðirnar haldi verðgildi sínu og tryggi ákveðinn kaupmátt. Árið 2014 var í þessu tilliti hagkvæmt lífeyrissjóðunum þar sem verðbólgan reyndist lág. Þegar fer saman annars vegar góð ávöxtun og hins vegar lág verðbólga aukast eignir meira en skuldbindingar sjóðanna. Lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði, sem starfa án ábyrgðar launagreiðenda, eiga nú eignir fyrir öllum skuldbindingum og er staða þeirra í jafnvægi en þó mismunandi eftir sjóðum. Gjaldeyrishöftin eru mesta ógnin sem nú stafar að sjóðunum. Höftin draga verulega úr möguleikum til áhættudreifingar. Innan hafta er erfitt fyrir lífeyrissjóði að tryggja kaupmáttaröryggi sjóðfélaga þar sem stór hluti af neyslu landsmanna byggist á innflutningi. Ýmsar stærðir í þjóðarbúskapnum benda til þess að nú sé rétti tíminn til að hefja afnám gjaldeyrishafta og vonandi hafa ráðamenn vilja og kjark til að takast á við það vandasama verkefni. Umhverfi lífeyrissjóðanna er breytingum háð og má þar nefna að við reynumst lifa lengur en áætlanir hafa gert ráð fyrir fram til þessa. Þetta eru að sjálfsögðu gleðifréttir en lengri lífaldur má rekja til heilbrigðari lífsmáta og framfara í læknavísindum. Þessi jákvæða þróun hefur þó neikvæð áhrif á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða. Í hvert skipti sem Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga birtir nýjar dánar- og eftirlifendatöflur hefur staða lífeyrissjóða versnað af því sjóðirnir þurfa að greiða lífeyri í lengri tíma en áður var áætlað. Það er hins vegar mikilvægt fyrir sjóðfélaga að lífeyrissjóðir byggi réttindaávinnslu sjóðfélaga á réttum forsendum. Annars skapast væntingar um lífeyri sem ekki ganga eftir. Vegna stöðugrar lengingar meðalævi undanfarna áratugi er nú horft til þess að breyta forsendum útreikninga á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóða og byggja ekki lengur mat á meðalævi til framtíðar á reynslu síðustu ára um lífaldur. Þess í stað skal reikna meðalævi til framtíðar út frá spá um áframhaldandi lengingu á meðalævi. Þetta er krefjandi verkefni sem bíður lífeyrissjóðanna en nú er rétti tíminn þar sem við eigum hagstætt ár að baki.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar