Lífeyrissjóðir í fortíð, nútíð og framtíð Þórey S. Þórðardóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Á Íslandi er skyldutryggingakerfi þar sem öllum vinnandi mönnum er gert skylt að leggja hluta af launum sínum í lífeyrissjóð. Ákvarðanir um uppbyggingu slíks kerfis byggjast á mikilli fyrirhyggju og framsýni. Lífeyrissjóðunum er ætlað að leggja grunninn að betri afkomu á efri árum auk þess að vera til taks ef við verðum fyrir áföllum sem raskað geta fjárhagslegu öryggi okkar. Lífeyrissjóðir byggjast upp á löngum tíma og því skiptir mestu að ákvarðanir séu teknar með langtímahagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Einnig skiptir miklu máli að forsendur, sem lagðar eru til grundvallar hverju sinni, standist og séu réttar. Undanfarin ár hafa reynst lífeyrissjóðum afar hagstæð og var raunávöxtun samtryggingarsjóða árið 2014 um 7,4%. Ef litið er til síðustu 20 ára er raunávöxtun að jafnaði 4%. Ávöxtun til langs tíma skiptir mestu máli til að tryggja sjóðfélögum lífeyri. Lífeyrissjóðunum er gert að greiða verðtryggðan lífeyri, enda er það ekki fjöldi króna sem skiptir mestu máli heldur að fjárhæðirnar haldi verðgildi sínu og tryggi ákveðinn kaupmátt. Árið 2014 var í þessu tilliti hagkvæmt lífeyrissjóðunum þar sem verðbólgan reyndist lág. Þegar fer saman annars vegar góð ávöxtun og hins vegar lág verðbólga aukast eignir meira en skuldbindingar sjóðanna. Lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði, sem starfa án ábyrgðar launagreiðenda, eiga nú eignir fyrir öllum skuldbindingum og er staða þeirra í jafnvægi en þó mismunandi eftir sjóðum. Gjaldeyrishöftin eru mesta ógnin sem nú stafar að sjóðunum. Höftin draga verulega úr möguleikum til áhættudreifingar. Innan hafta er erfitt fyrir lífeyrissjóði að tryggja kaupmáttaröryggi sjóðfélaga þar sem stór hluti af neyslu landsmanna byggist á innflutningi. Ýmsar stærðir í þjóðarbúskapnum benda til þess að nú sé rétti tíminn til að hefja afnám gjaldeyrishafta og vonandi hafa ráðamenn vilja og kjark til að takast á við það vandasama verkefni. Umhverfi lífeyrissjóðanna er breytingum háð og má þar nefna að við reynumst lifa lengur en áætlanir hafa gert ráð fyrir fram til þessa. Þetta eru að sjálfsögðu gleðifréttir en lengri lífaldur má rekja til heilbrigðari lífsmáta og framfara í læknavísindum. Þessi jákvæða þróun hefur þó neikvæð áhrif á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða. Í hvert skipti sem Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga birtir nýjar dánar- og eftirlifendatöflur hefur staða lífeyrissjóða versnað af því sjóðirnir þurfa að greiða lífeyri í lengri tíma en áður var áætlað. Það er hins vegar mikilvægt fyrir sjóðfélaga að lífeyrissjóðir byggi réttindaávinnslu sjóðfélaga á réttum forsendum. Annars skapast væntingar um lífeyri sem ekki ganga eftir. Vegna stöðugrar lengingar meðalævi undanfarna áratugi er nú horft til þess að breyta forsendum útreikninga á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóða og byggja ekki lengur mat á meðalævi til framtíðar á reynslu síðustu ára um lífaldur. Þess í stað skal reikna meðalævi til framtíðar út frá spá um áframhaldandi lengingu á meðalævi. Þetta er krefjandi verkefni sem bíður lífeyrissjóðanna en nú er rétti tíminn þar sem við eigum hagstætt ár að baki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er skyldutryggingakerfi þar sem öllum vinnandi mönnum er gert skylt að leggja hluta af launum sínum í lífeyrissjóð. Ákvarðanir um uppbyggingu slíks kerfis byggjast á mikilli fyrirhyggju og framsýni. Lífeyrissjóðunum er ætlað að leggja grunninn að betri afkomu á efri árum auk þess að vera til taks ef við verðum fyrir áföllum sem raskað geta fjárhagslegu öryggi okkar. Lífeyrissjóðir byggjast upp á löngum tíma og því skiptir mestu að ákvarðanir séu teknar með langtímahagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Einnig skiptir miklu máli að forsendur, sem lagðar eru til grundvallar hverju sinni, standist og séu réttar. Undanfarin ár hafa reynst lífeyrissjóðum afar hagstæð og var raunávöxtun samtryggingarsjóða árið 2014 um 7,4%. Ef litið er til síðustu 20 ára er raunávöxtun að jafnaði 4%. Ávöxtun til langs tíma skiptir mestu máli til að tryggja sjóðfélögum lífeyri. Lífeyrissjóðunum er gert að greiða verðtryggðan lífeyri, enda er það ekki fjöldi króna sem skiptir mestu máli heldur að fjárhæðirnar haldi verðgildi sínu og tryggi ákveðinn kaupmátt. Árið 2014 var í þessu tilliti hagkvæmt lífeyrissjóðunum þar sem verðbólgan reyndist lág. Þegar fer saman annars vegar góð ávöxtun og hins vegar lág verðbólga aukast eignir meira en skuldbindingar sjóðanna. Lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði, sem starfa án ábyrgðar launagreiðenda, eiga nú eignir fyrir öllum skuldbindingum og er staða þeirra í jafnvægi en þó mismunandi eftir sjóðum. Gjaldeyrishöftin eru mesta ógnin sem nú stafar að sjóðunum. Höftin draga verulega úr möguleikum til áhættudreifingar. Innan hafta er erfitt fyrir lífeyrissjóði að tryggja kaupmáttaröryggi sjóðfélaga þar sem stór hluti af neyslu landsmanna byggist á innflutningi. Ýmsar stærðir í þjóðarbúskapnum benda til þess að nú sé rétti tíminn til að hefja afnám gjaldeyrishafta og vonandi hafa ráðamenn vilja og kjark til að takast á við það vandasama verkefni. Umhverfi lífeyrissjóðanna er breytingum háð og má þar nefna að við reynumst lifa lengur en áætlanir hafa gert ráð fyrir fram til þessa. Þetta eru að sjálfsögðu gleðifréttir en lengri lífaldur má rekja til heilbrigðari lífsmáta og framfara í læknavísindum. Þessi jákvæða þróun hefur þó neikvæð áhrif á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða. Í hvert skipti sem Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga birtir nýjar dánar- og eftirlifendatöflur hefur staða lífeyrissjóða versnað af því sjóðirnir þurfa að greiða lífeyri í lengri tíma en áður var áætlað. Það er hins vegar mikilvægt fyrir sjóðfélaga að lífeyrissjóðir byggi réttindaávinnslu sjóðfélaga á réttum forsendum. Annars skapast væntingar um lífeyri sem ekki ganga eftir. Vegna stöðugrar lengingar meðalævi undanfarna áratugi er nú horft til þess að breyta forsendum útreikninga á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóða og byggja ekki lengur mat á meðalævi til framtíðar á reynslu síðustu ára um lífaldur. Þess í stað skal reikna meðalævi til framtíðar út frá spá um áframhaldandi lengingu á meðalævi. Þetta er krefjandi verkefni sem bíður lífeyrissjóðanna en nú er rétti tíminn þar sem við eigum hagstætt ár að baki.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun