Stefna á að opna verslun í New York Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2015 10:00 Magnús Berg og Sól sömdu við Jesper um að opna sýningarsal á Íslandi. Svo er stefnt að því að fara til New York. fréttablaðið/valli Hugmyndin að dönsku húsgagnaverslunin NORR11 varð til í árslok 2010 og fyrsti sýningarsalurinn var opnaður í Danmörku í nóvember 2011. Frá þeim tíma hefur verslunin vaxið hratt, enda er aðalhvatamaðurinn að baki henni, Jesper Sjølund, vanur maður þegar kemur að húsgagnaframleiðslu. „Ég hafði verið í húsgagnabransanum áður, að framleiða húsgögn í Kína og selja þau á internetinu. Ég sá möguleikana á því hversu góð húsgögn væri hægt að búa til í Kína og ræddi þetta við félaga minn hvort við ættum að búa til okkar eigin hönnun,“ segir Sjølund í samtali við Markaðinn. Hugmyndin hafi verið að framleiða hágæðahúsgögn en líka á viðráðanlegu verði. „Síðan fórum við til Kína og ég fór til þeirra framleiðenda sem ég þekkti til þess að sjá hvaða möguleikar væru í stöðunni. Og þannig settum við saman lista yfir það hvaða húsgögn við vildum framleiða. Eftir það fundum við tvo unga hönnuði í Danmörku sem voru að ljúka námi og kynntum fyrir þeim hugmyndir okkar,“ segir Sjølund. Hann segir að það hafi gengið vel að markaðssetja vörur NORR11. „Fólk hefur áhuga á vörunum í Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar. Í september 2014 var byrjað að semja við samstarfsaðila um að þeir seldu húsgögnin okkar. Við höfum fengið mjög góða samstarfsmenn og það er víða í heiminum verið að opna sýningarsali,“ segir Sjølund. Síðastliðið sumar höfðu Magnús Berg Magnússon og Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir svo samband við Sjølund og vildu opna verslun í New York og á Íslandi. Sjølund segist strax hafa lýst yfir gagnkvæmum áhuga og komið hingað ásamt félaga sínum. Það var ákveðið að byrja á því að opna á Íslandi og stefna síðar að opnun í New York. Úr varð að opnaður var sýningarsalur á Hverfisgötu, beint á móti Þjóðleikhúsinu. Ísland var þó ekki fyrsti staðurinn þar sem NORR11 opnaði verslun utan Danmerkur heldur Eistland. „Við erum með tvo sýningarsali í Danmörku, við erum með samstarfsaðila í Eistlandi, við erum með samstarfsmann í Belgíu, Þýskalandi og Svíþjóð. Það er víða fólk sem vill gerast samstarfsaðilar okkar. En við verðum að fara varlega og gæta þess að við getum annað eftirspurn,“ segir Sjølund. Það þurfi að sjá fyrir hversu hratt fyrirtækið geti vaxið. Það séu ekki bara einstaklingar sem séu að kaupa heldur einnig hótel og byggingaverktakar þannig að eftirspurnin sé orðin nokkuð mikil. „Verkefnið okkar núna er því að gera lítið fyrirtæki að stóru fyrirtæki. Það er skrefið sem er fram undan. En ekki of hratt,“ segir Sjølund. Vörur NORR11 eru hannaðar í Danmörku en framleiddar í Kína, á Englandi og víðar. „Margt sem framleitt er úr viði er gert í Indónesíu vegna þess að þeir eru með besta viðinn. Við framleiðum bara þar sem við finnum rétt gæði fyrir rétt verð,“ segir Sjølund. Kínverjar séu til dæmis bestir í að framleiða allt með rafmagni, til dæmis lampa og slíka flókna vöru. „Þeir eru með bestu vélarnar og tæknina í að framleiða slíkt,“ segir hann. Annað sé réttast að framleiða í Austur-Evrópu, Eistlandi, Litháen og Póllandi. En núna sé mestallt framleitt í Indónesíu. NORR11 á fjóra sýningarsali og hugmyndin er ekki að fjölga þeim, heldur fjölga samstarfsaðilum sem geti selt vörurnar hver í sínu landi. „Það eru mikil sóknarfæri í Evrópu en það þýðir ekki að við getum ekki líka byrjað í Bandaríkjunum. Ég held því að það séu mikil sóknarfæri fyrir okkur. Það er mikil eftirspurn eftir skandinavískum húsgögnum og skandinavískum hugmyndum. Þú sérð það alls staðar, á öllum svölustu stöðunum í New York, Lundúnum og líka í Berlín. Ég held að það sé möguleiki fyrir okkur til þess að stækka ört í Bandaríkjunum líka,“ segir hann. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Hugmyndin að dönsku húsgagnaverslunin NORR11 varð til í árslok 2010 og fyrsti sýningarsalurinn var opnaður í Danmörku í nóvember 2011. Frá þeim tíma hefur verslunin vaxið hratt, enda er aðalhvatamaðurinn að baki henni, Jesper Sjølund, vanur maður þegar kemur að húsgagnaframleiðslu. „Ég hafði verið í húsgagnabransanum áður, að framleiða húsgögn í Kína og selja þau á internetinu. Ég sá möguleikana á því hversu góð húsgögn væri hægt að búa til í Kína og ræddi þetta við félaga minn hvort við ættum að búa til okkar eigin hönnun,“ segir Sjølund í samtali við Markaðinn. Hugmyndin hafi verið að framleiða hágæðahúsgögn en líka á viðráðanlegu verði. „Síðan fórum við til Kína og ég fór til þeirra framleiðenda sem ég þekkti til þess að sjá hvaða möguleikar væru í stöðunni. Og þannig settum við saman lista yfir það hvaða húsgögn við vildum framleiða. Eftir það fundum við tvo unga hönnuði í Danmörku sem voru að ljúka námi og kynntum fyrir þeim hugmyndir okkar,“ segir Sjølund. Hann segir að það hafi gengið vel að markaðssetja vörur NORR11. „Fólk hefur áhuga á vörunum í Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar. Í september 2014 var byrjað að semja við samstarfsaðila um að þeir seldu húsgögnin okkar. Við höfum fengið mjög góða samstarfsmenn og það er víða í heiminum verið að opna sýningarsali,“ segir Sjølund. Síðastliðið sumar höfðu Magnús Berg Magnússon og Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir svo samband við Sjølund og vildu opna verslun í New York og á Íslandi. Sjølund segist strax hafa lýst yfir gagnkvæmum áhuga og komið hingað ásamt félaga sínum. Það var ákveðið að byrja á því að opna á Íslandi og stefna síðar að opnun í New York. Úr varð að opnaður var sýningarsalur á Hverfisgötu, beint á móti Þjóðleikhúsinu. Ísland var þó ekki fyrsti staðurinn þar sem NORR11 opnaði verslun utan Danmerkur heldur Eistland. „Við erum með tvo sýningarsali í Danmörku, við erum með samstarfsaðila í Eistlandi, við erum með samstarfsmann í Belgíu, Þýskalandi og Svíþjóð. Það er víða fólk sem vill gerast samstarfsaðilar okkar. En við verðum að fara varlega og gæta þess að við getum annað eftirspurn,“ segir Sjølund. Það þurfi að sjá fyrir hversu hratt fyrirtækið geti vaxið. Það séu ekki bara einstaklingar sem séu að kaupa heldur einnig hótel og byggingaverktakar þannig að eftirspurnin sé orðin nokkuð mikil. „Verkefnið okkar núna er því að gera lítið fyrirtæki að stóru fyrirtæki. Það er skrefið sem er fram undan. En ekki of hratt,“ segir Sjølund. Vörur NORR11 eru hannaðar í Danmörku en framleiddar í Kína, á Englandi og víðar. „Margt sem framleitt er úr viði er gert í Indónesíu vegna þess að þeir eru með besta viðinn. Við framleiðum bara þar sem við finnum rétt gæði fyrir rétt verð,“ segir Sjølund. Kínverjar séu til dæmis bestir í að framleiða allt með rafmagni, til dæmis lampa og slíka flókna vöru. „Þeir eru með bestu vélarnar og tæknina í að framleiða slíkt,“ segir hann. Annað sé réttast að framleiða í Austur-Evrópu, Eistlandi, Litháen og Póllandi. En núna sé mestallt framleitt í Indónesíu. NORR11 á fjóra sýningarsali og hugmyndin er ekki að fjölga þeim, heldur fjölga samstarfsaðilum sem geti selt vörurnar hver í sínu landi. „Það eru mikil sóknarfæri í Evrópu en það þýðir ekki að við getum ekki líka byrjað í Bandaríkjunum. Ég held því að það séu mikil sóknarfæri fyrir okkur. Það er mikil eftirspurn eftir skandinavískum húsgögnum og skandinavískum hugmyndum. Þú sérð það alls staðar, á öllum svölustu stöðunum í New York, Lundúnum og líka í Berlín. Ég held að það sé möguleiki fyrir okkur til þess að stækka ört í Bandaríkjunum líka,“ segir hann.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira