Skemmtiferðaskip á leiðinni heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2015 08:00 Eyjamenn taka við bikarnum. Vísir/Þórdís Inga Eyjamenn voru búnir að bíða í 24 ár eftir bikarmeistaratitlinum í karlahandboltanum þegar þeir tryggðu sér bikarinn í Höllinni á laugardaginn. ÍBV vann þá FH 23-22 í öðrum endurkomusigri á innan við sólarhring og Eyjamenn geta nú kynnt sig sem Íslands- og bikarmeistara. Grétar Þór Eyþórsson, fyrirliði ÍBV, fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana þessa helgi, allt frá því að fá rauða spjaldið og horfa upp á sitt lið lenda sex mörkum undir í undanúrslitum til þess að lyfta bikarnum innan við sólarhring seinna.Þá horfir þú bara upp í stúku „Ég var alveg farinn í stöðunni 18-12 í undanúrslitaleiknum og horfði bara á bikardrauminn fjara út. Strákarnir eru geðveikir, það eru allir tilbúnir að koma inn á og allir að skila sínu. Ef þú ert eitthvað stressaður þá horfir þú bara upp í stúku og veist að þú ert maðurinn,“ sagði Grétar. „Við kunnum ekkert annað en að hafa gaman. Við erum ekki bestu leikmennirnir en við erum frábær liðsheild og það er öll Eyjan sem er í þessu saman,“ sagði Grétar. En hvað með leikinn frá 1991? „Ég man ekki eftir honum því ég var bara fimm ára en ég er búinn að sjá hann hundrað sinnum og gæti lýst hverju einasta atriði,“ sagði Grétar aðspurður um bikarúrslitaleikinn á móti Víkingum sem ÍBV vann fyrir 24 árum. Gunnari Magnússyni hefur tekist það ótrúlega; að gera ÍBV-liðið að Íslands- og bikarmeisturum. Hann talaði um það eftir leikinn að það hefði verið besta ákvörðunin á ferlinum að taka við ÍBV. „Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bak við þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Andri Heimir Friðriksson kom með mikla orku inn í ÍBV-liðið í stöðunni 10-6 fyrir FH og auk þess að vinna marga bolta sem fremsti maður í vörninni þá var hann einnig markahæstur í liðinu. „Ég er búinn að vera svolítið á hælunum eftir áramót en þetta var helgin til að rífa sig upp,“ sagði Andri Heimir. „Við vorum bara allir frábærir. Það þurfti að koma annar bikartitill. Þeir eru búnir að eigna sér þennan titil í 24 ár og það er ekki hægt að láta þá eigna sér þetta endalaust. Núna er bara komið nýtt draumalið,“ sagði Andri Heimir hlæjandi. „Þetta lið í stúkunni á svo mikið hrós skilið. Það er að leggja á sig sex tíma Herjólfsferð til að sjá einn handboltaleik. Núna verður bara partý á leiðinni heim, þetta verður bara skemmtiferðaskip á leiðinni heim,“ sagði Andri. Kolbeinn Aron Arnarson var frábær í markinu og varði mörg dauðafæri, bæði víti og hraðaupphlaup. Líkt og markvörðurinn (og fyrirliðinn) Sigmar Þröstur Óskarsson var maðurinn á bak við bikarsigurinn 1991 átti Kolbeinn rosalega mikið í sigrinum á laugardaginn. „Ég var svolítið smeykur um það í hálfleik í undanúrslitaleiknum að ég væri að fara að klúðra þessu með því að vera eitthvað kaldur. Svo hitnaði ég í seinni hálfleik og byrjaði sem betur fer að verja í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er ódýrasta víman sem maður fær. Það er bara víma að koma til baka og vinna með einu. Það er ekki hægt að tapa með heilt þorp á eftir sér. Við erum búnir að vinna titil þrjú ár í röð, þetta eru æðislegir tímar hjá okkur í Eyjum og vonandi kemur meira,“ sagði Kolbeinn. Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Eyjamenn voru búnir að bíða í 24 ár eftir bikarmeistaratitlinum í karlahandboltanum þegar þeir tryggðu sér bikarinn í Höllinni á laugardaginn. ÍBV vann þá FH 23-22 í öðrum endurkomusigri á innan við sólarhring og Eyjamenn geta nú kynnt sig sem Íslands- og bikarmeistara. Grétar Þór Eyþórsson, fyrirliði ÍBV, fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana þessa helgi, allt frá því að fá rauða spjaldið og horfa upp á sitt lið lenda sex mörkum undir í undanúrslitum til þess að lyfta bikarnum innan við sólarhring seinna.Þá horfir þú bara upp í stúku „Ég var alveg farinn í stöðunni 18-12 í undanúrslitaleiknum og horfði bara á bikardrauminn fjara út. Strákarnir eru geðveikir, það eru allir tilbúnir að koma inn á og allir að skila sínu. Ef þú ert eitthvað stressaður þá horfir þú bara upp í stúku og veist að þú ert maðurinn,“ sagði Grétar. „Við kunnum ekkert annað en að hafa gaman. Við erum ekki bestu leikmennirnir en við erum frábær liðsheild og það er öll Eyjan sem er í þessu saman,“ sagði Grétar. En hvað með leikinn frá 1991? „Ég man ekki eftir honum því ég var bara fimm ára en ég er búinn að sjá hann hundrað sinnum og gæti lýst hverju einasta atriði,“ sagði Grétar aðspurður um bikarúrslitaleikinn á móti Víkingum sem ÍBV vann fyrir 24 árum. Gunnari Magnússyni hefur tekist það ótrúlega; að gera ÍBV-liðið að Íslands- og bikarmeisturum. Hann talaði um það eftir leikinn að það hefði verið besta ákvörðunin á ferlinum að taka við ÍBV. „Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bak við þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Andri Heimir Friðriksson kom með mikla orku inn í ÍBV-liðið í stöðunni 10-6 fyrir FH og auk þess að vinna marga bolta sem fremsti maður í vörninni þá var hann einnig markahæstur í liðinu. „Ég er búinn að vera svolítið á hælunum eftir áramót en þetta var helgin til að rífa sig upp,“ sagði Andri Heimir. „Við vorum bara allir frábærir. Það þurfti að koma annar bikartitill. Þeir eru búnir að eigna sér þennan titil í 24 ár og það er ekki hægt að láta þá eigna sér þetta endalaust. Núna er bara komið nýtt draumalið,“ sagði Andri Heimir hlæjandi. „Þetta lið í stúkunni á svo mikið hrós skilið. Það er að leggja á sig sex tíma Herjólfsferð til að sjá einn handboltaleik. Núna verður bara partý á leiðinni heim, þetta verður bara skemmtiferðaskip á leiðinni heim,“ sagði Andri. Kolbeinn Aron Arnarson var frábær í markinu og varði mörg dauðafæri, bæði víti og hraðaupphlaup. Líkt og markvörðurinn (og fyrirliðinn) Sigmar Þröstur Óskarsson var maðurinn á bak við bikarsigurinn 1991 átti Kolbeinn rosalega mikið í sigrinum á laugardaginn. „Ég var svolítið smeykur um það í hálfleik í undanúrslitaleiknum að ég væri að fara að klúðra þessu með því að vera eitthvað kaldur. Svo hitnaði ég í seinni hálfleik og byrjaði sem betur fer að verja í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er ódýrasta víman sem maður fær. Það er bara víma að koma til baka og vinna með einu. Það er ekki hægt að tapa með heilt þorp á eftir sér. Við erum búnir að vinna titil þrjú ár í röð, þetta eru æðislegir tímar hjá okkur í Eyjum og vonandi kemur meira,“ sagði Kolbeinn.
Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira