Friðarstyrkur Rótarý Ólöf Magnúsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Rótarýsjóðurinn stendur fyrir umfangsmiklu mannúðar- og menningarstarfi um allan heim, í krafti hinna 1,2 milljóna meðlima Rótarý. Þörfin fyrir þetta góða starf Rótarý er mikil þar sem nýjustu tölur sýna að um 42 milljónir manna eru nú á vergangi eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum vegna vopnaðra átaka eða ofsókna, og að 90 prósent fórnarlamba vopnaðra átaka eru óbreyttir borgarar, helmingurinn af þeim börn. Rótarýhreyfingin stendur fyrir fjölda verkefna um allan heim sem beinast að rótum átaka, þar á meðal fátækt, misrétti, aðgengi að menntun og ójafnri dreifingu gæða. Sem hluti af þessu mikla starfi við eflingu friðar og samvinnu í heiminum, hefur Rótarý staðið fyrir veitingu styrkja til meistaranáms í friðarfræðum síðan 2002. Með friðarstyrknum vill Rótarýsjóðurinn auðvelda áhugasömum eldhugum sem sýnt hafa staðfestu í mannréttindabaráttu og friðaruppbyggingu að stunda nám í friðar- og átakafræðum, og undirbúa þá þannig undir framtíðarstarf við friðaruppbyggingu og úrlausn átaka. Á hverju ári fá allt að 100 einstaklingar þennan veglega námsstyrk til að stunda eins til tveggja ára meistaranám í friðarfræðum, og stendur styrkurinn undir öllum náms-, ferða- og dvalarkostnaði. Hingað til hafa 11 Íslendingar hlotið þennan styrk, og var ég svo heppin að vera friðarstyrkþegi Rótarý 2006-2007. Styrkirnir eru ætlaðir háskólafólki sem hefur lokið fyrstu háskólagráðu og er með reynslu af alþjóðastarfi. Sex viðurkenndir háskólar í Asíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu eru í samvinnu við Rótarýsjóðinn um að bjóða upp á sérsniðnar námsbrautir í friðarfræðum.Starfsnám á vettvangi Friðarstyrkurinn er gríðarlega veglegur og því hvet ég alla áhugasama um að sækja um. Fyrir utan áhugavert nám taka styrkþegarnir þátt í árlegum friðarmálþingum sem Rótarý stendur fyrir í samstarfi við háskólana. Styrkþegarnir fara einnig allir í þriggja mánaða starfsnám á vettvangi til þess að öðlast aukna starfsreynslu. Tækifærin sem bjóðast eftir friðarstyrkinn eru mýmörg að minni reynslu, en nær rakleiðis eftir styrkinn fór ég utan í verkefni á vegum friðargæslu utanríkisráðuneytisins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til Síerra Leóne, Georgíu, Palestínu, Srí Lanka og Pakistans. Námið, og reynslan úr starfsnáminu, nýttist mjög vel í starfi mínu á átakasvæðum, en sérstaklega stendur upp úr sú ómetanlega reynsla á námstímanum að kynnast og vinna náið með öðru fólki hvaðanæva úr heiminum sem hefur brennandi áhuga á friðar- og mannúðarmálum. Rótarý auglýsir árlega eftir umsóknum um friðarstyrkinn. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi og á slóðinni www.rotary.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Rótarýsjóðurinn stendur fyrir umfangsmiklu mannúðar- og menningarstarfi um allan heim, í krafti hinna 1,2 milljóna meðlima Rótarý. Þörfin fyrir þetta góða starf Rótarý er mikil þar sem nýjustu tölur sýna að um 42 milljónir manna eru nú á vergangi eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum vegna vopnaðra átaka eða ofsókna, og að 90 prósent fórnarlamba vopnaðra átaka eru óbreyttir borgarar, helmingurinn af þeim börn. Rótarýhreyfingin stendur fyrir fjölda verkefna um allan heim sem beinast að rótum átaka, þar á meðal fátækt, misrétti, aðgengi að menntun og ójafnri dreifingu gæða. Sem hluti af þessu mikla starfi við eflingu friðar og samvinnu í heiminum, hefur Rótarý staðið fyrir veitingu styrkja til meistaranáms í friðarfræðum síðan 2002. Með friðarstyrknum vill Rótarýsjóðurinn auðvelda áhugasömum eldhugum sem sýnt hafa staðfestu í mannréttindabaráttu og friðaruppbyggingu að stunda nám í friðar- og átakafræðum, og undirbúa þá þannig undir framtíðarstarf við friðaruppbyggingu og úrlausn átaka. Á hverju ári fá allt að 100 einstaklingar þennan veglega námsstyrk til að stunda eins til tveggja ára meistaranám í friðarfræðum, og stendur styrkurinn undir öllum náms-, ferða- og dvalarkostnaði. Hingað til hafa 11 Íslendingar hlotið þennan styrk, og var ég svo heppin að vera friðarstyrkþegi Rótarý 2006-2007. Styrkirnir eru ætlaðir háskólafólki sem hefur lokið fyrstu háskólagráðu og er með reynslu af alþjóðastarfi. Sex viðurkenndir háskólar í Asíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu eru í samvinnu við Rótarýsjóðinn um að bjóða upp á sérsniðnar námsbrautir í friðarfræðum.Starfsnám á vettvangi Friðarstyrkurinn er gríðarlega veglegur og því hvet ég alla áhugasama um að sækja um. Fyrir utan áhugavert nám taka styrkþegarnir þátt í árlegum friðarmálþingum sem Rótarý stendur fyrir í samstarfi við háskólana. Styrkþegarnir fara einnig allir í þriggja mánaða starfsnám á vettvangi til þess að öðlast aukna starfsreynslu. Tækifærin sem bjóðast eftir friðarstyrkinn eru mýmörg að minni reynslu, en nær rakleiðis eftir styrkinn fór ég utan í verkefni á vegum friðargæslu utanríkisráðuneytisins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til Síerra Leóne, Georgíu, Palestínu, Srí Lanka og Pakistans. Námið, og reynslan úr starfsnáminu, nýttist mjög vel í starfi mínu á átakasvæðum, en sérstaklega stendur upp úr sú ómetanlega reynsla á námstímanum að kynnast og vinna náið með öðru fólki hvaðanæva úr heiminum sem hefur brennandi áhuga á friðar- og mannúðarmálum. Rótarý auglýsir árlega eftir umsóknum um friðarstyrkinn. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi og á slóðinni www.rotary.org.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun