Friðarstyrkur Rótarý Ólöf Magnúsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Rótarýsjóðurinn stendur fyrir umfangsmiklu mannúðar- og menningarstarfi um allan heim, í krafti hinna 1,2 milljóna meðlima Rótarý. Þörfin fyrir þetta góða starf Rótarý er mikil þar sem nýjustu tölur sýna að um 42 milljónir manna eru nú á vergangi eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum vegna vopnaðra átaka eða ofsókna, og að 90 prósent fórnarlamba vopnaðra átaka eru óbreyttir borgarar, helmingurinn af þeim börn. Rótarýhreyfingin stendur fyrir fjölda verkefna um allan heim sem beinast að rótum átaka, þar á meðal fátækt, misrétti, aðgengi að menntun og ójafnri dreifingu gæða. Sem hluti af þessu mikla starfi við eflingu friðar og samvinnu í heiminum, hefur Rótarý staðið fyrir veitingu styrkja til meistaranáms í friðarfræðum síðan 2002. Með friðarstyrknum vill Rótarýsjóðurinn auðvelda áhugasömum eldhugum sem sýnt hafa staðfestu í mannréttindabaráttu og friðaruppbyggingu að stunda nám í friðar- og átakafræðum, og undirbúa þá þannig undir framtíðarstarf við friðaruppbyggingu og úrlausn átaka. Á hverju ári fá allt að 100 einstaklingar þennan veglega námsstyrk til að stunda eins til tveggja ára meistaranám í friðarfræðum, og stendur styrkurinn undir öllum náms-, ferða- og dvalarkostnaði. Hingað til hafa 11 Íslendingar hlotið þennan styrk, og var ég svo heppin að vera friðarstyrkþegi Rótarý 2006-2007. Styrkirnir eru ætlaðir háskólafólki sem hefur lokið fyrstu háskólagráðu og er með reynslu af alþjóðastarfi. Sex viðurkenndir háskólar í Asíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu eru í samvinnu við Rótarýsjóðinn um að bjóða upp á sérsniðnar námsbrautir í friðarfræðum.Starfsnám á vettvangi Friðarstyrkurinn er gríðarlega veglegur og því hvet ég alla áhugasama um að sækja um. Fyrir utan áhugavert nám taka styrkþegarnir þátt í árlegum friðarmálþingum sem Rótarý stendur fyrir í samstarfi við háskólana. Styrkþegarnir fara einnig allir í þriggja mánaða starfsnám á vettvangi til þess að öðlast aukna starfsreynslu. Tækifærin sem bjóðast eftir friðarstyrkinn eru mýmörg að minni reynslu, en nær rakleiðis eftir styrkinn fór ég utan í verkefni á vegum friðargæslu utanríkisráðuneytisins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til Síerra Leóne, Georgíu, Palestínu, Srí Lanka og Pakistans. Námið, og reynslan úr starfsnáminu, nýttist mjög vel í starfi mínu á átakasvæðum, en sérstaklega stendur upp úr sú ómetanlega reynsla á námstímanum að kynnast og vinna náið með öðru fólki hvaðanæva úr heiminum sem hefur brennandi áhuga á friðar- og mannúðarmálum. Rótarý auglýsir árlega eftir umsóknum um friðarstyrkinn. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi og á slóðinni www.rotary.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Rótarýsjóðurinn stendur fyrir umfangsmiklu mannúðar- og menningarstarfi um allan heim, í krafti hinna 1,2 milljóna meðlima Rótarý. Þörfin fyrir þetta góða starf Rótarý er mikil þar sem nýjustu tölur sýna að um 42 milljónir manna eru nú á vergangi eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum vegna vopnaðra átaka eða ofsókna, og að 90 prósent fórnarlamba vopnaðra átaka eru óbreyttir borgarar, helmingurinn af þeim börn. Rótarýhreyfingin stendur fyrir fjölda verkefna um allan heim sem beinast að rótum átaka, þar á meðal fátækt, misrétti, aðgengi að menntun og ójafnri dreifingu gæða. Sem hluti af þessu mikla starfi við eflingu friðar og samvinnu í heiminum, hefur Rótarý staðið fyrir veitingu styrkja til meistaranáms í friðarfræðum síðan 2002. Með friðarstyrknum vill Rótarýsjóðurinn auðvelda áhugasömum eldhugum sem sýnt hafa staðfestu í mannréttindabaráttu og friðaruppbyggingu að stunda nám í friðar- og átakafræðum, og undirbúa þá þannig undir framtíðarstarf við friðaruppbyggingu og úrlausn átaka. Á hverju ári fá allt að 100 einstaklingar þennan veglega námsstyrk til að stunda eins til tveggja ára meistaranám í friðarfræðum, og stendur styrkurinn undir öllum náms-, ferða- og dvalarkostnaði. Hingað til hafa 11 Íslendingar hlotið þennan styrk, og var ég svo heppin að vera friðarstyrkþegi Rótarý 2006-2007. Styrkirnir eru ætlaðir háskólafólki sem hefur lokið fyrstu háskólagráðu og er með reynslu af alþjóðastarfi. Sex viðurkenndir háskólar í Asíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu eru í samvinnu við Rótarýsjóðinn um að bjóða upp á sérsniðnar námsbrautir í friðarfræðum.Starfsnám á vettvangi Friðarstyrkurinn er gríðarlega veglegur og því hvet ég alla áhugasama um að sækja um. Fyrir utan áhugavert nám taka styrkþegarnir þátt í árlegum friðarmálþingum sem Rótarý stendur fyrir í samstarfi við háskólana. Styrkþegarnir fara einnig allir í þriggja mánaða starfsnám á vettvangi til þess að öðlast aukna starfsreynslu. Tækifærin sem bjóðast eftir friðarstyrkinn eru mýmörg að minni reynslu, en nær rakleiðis eftir styrkinn fór ég utan í verkefni á vegum friðargæslu utanríkisráðuneytisins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til Síerra Leóne, Georgíu, Palestínu, Srí Lanka og Pakistans. Námið, og reynslan úr starfsnáminu, nýttist mjög vel í starfi mínu á átakasvæðum, en sérstaklega stendur upp úr sú ómetanlega reynsla á námstímanum að kynnast og vinna náið með öðru fólki hvaðanæva úr heiminum sem hefur brennandi áhuga á friðar- og mannúðarmálum. Rótarý auglýsir árlega eftir umsóknum um friðarstyrkinn. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi og á slóðinni www.rotary.org.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun