Samkeppni um úrgang Bryndís Skúladóttir skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Í grein í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. skrifar starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lúðvík Gústafsson, um nýlega genginn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem staðfest er lögbrot og viðeigandi sekt Sorpu gagnvart brotum á samkeppnislögum. Ekki verður betur séð af greininni og sérstaklega af fyrirsögn hennar en að hinum seku sé hrósað fyrir ólöglegt athæfi sitt og að hvatt sé til áframhaldandi lögbrota. Eða í besta falli að málið sé allt byggt á misskilningi sem þurfi að leiðrétta.Augljós mismunun Forsaga málsins er sú að í janúar sl. var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í ógildingarmáli sem Sorpa höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu og féll dómurinn Samkeppniseftirlitinu í hag. Málið er til komið vegna kvörtunar um mismunun gagnvart viðskiptavinum Sorpu, þar sem eigendur Sorpu fengu óháð umfangi viðskipta 14-18% afslátt á árunum 2009-2012 en aðrir viðskiptavinir gátu mest fengið 7% afslátt. Með því að veita eigendum sínum afslátt sem öðrum stóð ekki til boða hafi Sorpa misnotað aðstöðu sína. Samkeppniseftirlitið taldi þessa háttsemi stangast á við samkeppnislög og sektaði Sorpu í desember 2012 um 45 milljónir króna. Þeirri niðurstöðu var síðan vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurðinn og það hefur Héraðsdómur Reykjavíkur nú einnig gert.Togstreita á tímum breytinga Mikil þróun hefur orðið á undanförnum áratug og svokölluð gámafyrirtæki, sem hófu starfsemi sína á flutningi úrgangs, stunda núorðið mun fjölbreyttari starfsemi sem felst í flókinni meðferð, flokkun og endurvinnslu úrgangs. Verkefnin í úrgangsmálum eru flóknari en fyrir nokkrum áratugum þegar allt fór í sömu holuna og sveitarfélögin sáu um verkið. Verðmæti hafa aukist í úrgangi og þá myndast ný tækifæri. Betri lausnir hafa leitt til þess að flokkun og endurvinnsla úrgangs hefur stóraukist. Á tímum þegar einkaaðilar færa sig inn á verksvið sem áður var í höndum opinberra aðila myndast togstreita. Hún endurspeglast í málaferlum líkt og þeim sem Lúðvík gerir að umtalsefni í grein sinni. Samtök iðnaðarins hafa hvatt stjórnvöld til þess að tryggja að löggjöf um úrgangsmál styðji við þróunina og skýri leikreglur á markaði þar sem bæði sveitarfélög og einkaaðilar leika stórt hlutverk. Í úrgangssöfnun og meðhöndlun úrgangs ríkir samkeppni og allir aðilar sem keppa á slíkum markaði verða að virða leikreglur sem þar gilda. Það hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir samkeppnisyfirvöld og fyrir þá sem starfa á þessum markaði að Samtök sveitarfélaga líti á úrskurði, dóma og háar sektargreiðslur sem einhvern misskilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. skrifar starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lúðvík Gústafsson, um nýlega genginn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem staðfest er lögbrot og viðeigandi sekt Sorpu gagnvart brotum á samkeppnislögum. Ekki verður betur séð af greininni og sérstaklega af fyrirsögn hennar en að hinum seku sé hrósað fyrir ólöglegt athæfi sitt og að hvatt sé til áframhaldandi lögbrota. Eða í besta falli að málið sé allt byggt á misskilningi sem þurfi að leiðrétta.Augljós mismunun Forsaga málsins er sú að í janúar sl. var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í ógildingarmáli sem Sorpa höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu og féll dómurinn Samkeppniseftirlitinu í hag. Málið er til komið vegna kvörtunar um mismunun gagnvart viðskiptavinum Sorpu, þar sem eigendur Sorpu fengu óháð umfangi viðskipta 14-18% afslátt á árunum 2009-2012 en aðrir viðskiptavinir gátu mest fengið 7% afslátt. Með því að veita eigendum sínum afslátt sem öðrum stóð ekki til boða hafi Sorpa misnotað aðstöðu sína. Samkeppniseftirlitið taldi þessa háttsemi stangast á við samkeppnislög og sektaði Sorpu í desember 2012 um 45 milljónir króna. Þeirri niðurstöðu var síðan vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurðinn og það hefur Héraðsdómur Reykjavíkur nú einnig gert.Togstreita á tímum breytinga Mikil þróun hefur orðið á undanförnum áratug og svokölluð gámafyrirtæki, sem hófu starfsemi sína á flutningi úrgangs, stunda núorðið mun fjölbreyttari starfsemi sem felst í flókinni meðferð, flokkun og endurvinnslu úrgangs. Verkefnin í úrgangsmálum eru flóknari en fyrir nokkrum áratugum þegar allt fór í sömu holuna og sveitarfélögin sáu um verkið. Verðmæti hafa aukist í úrgangi og þá myndast ný tækifæri. Betri lausnir hafa leitt til þess að flokkun og endurvinnsla úrgangs hefur stóraukist. Á tímum þegar einkaaðilar færa sig inn á verksvið sem áður var í höndum opinberra aðila myndast togstreita. Hún endurspeglast í málaferlum líkt og þeim sem Lúðvík gerir að umtalsefni í grein sinni. Samtök iðnaðarins hafa hvatt stjórnvöld til þess að tryggja að löggjöf um úrgangsmál styðji við þróunina og skýri leikreglur á markaði þar sem bæði sveitarfélög og einkaaðilar leika stórt hlutverk. Í úrgangssöfnun og meðhöndlun úrgangs ríkir samkeppni og allir aðilar sem keppa á slíkum markaði verða að virða leikreglur sem þar gilda. Það hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir samkeppnisyfirvöld og fyrir þá sem starfa á þessum markaði að Samtök sveitarfélaga líti á úrskurði, dóma og háar sektargreiðslur sem einhvern misskilning.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun