Samkeppni um úrgang Bryndís Skúladóttir skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Í grein í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. skrifar starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lúðvík Gústafsson, um nýlega genginn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem staðfest er lögbrot og viðeigandi sekt Sorpu gagnvart brotum á samkeppnislögum. Ekki verður betur séð af greininni og sérstaklega af fyrirsögn hennar en að hinum seku sé hrósað fyrir ólöglegt athæfi sitt og að hvatt sé til áframhaldandi lögbrota. Eða í besta falli að málið sé allt byggt á misskilningi sem þurfi að leiðrétta.Augljós mismunun Forsaga málsins er sú að í janúar sl. var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í ógildingarmáli sem Sorpa höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu og féll dómurinn Samkeppniseftirlitinu í hag. Málið er til komið vegna kvörtunar um mismunun gagnvart viðskiptavinum Sorpu, þar sem eigendur Sorpu fengu óháð umfangi viðskipta 14-18% afslátt á árunum 2009-2012 en aðrir viðskiptavinir gátu mest fengið 7% afslátt. Með því að veita eigendum sínum afslátt sem öðrum stóð ekki til boða hafi Sorpa misnotað aðstöðu sína. Samkeppniseftirlitið taldi þessa háttsemi stangast á við samkeppnislög og sektaði Sorpu í desember 2012 um 45 milljónir króna. Þeirri niðurstöðu var síðan vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurðinn og það hefur Héraðsdómur Reykjavíkur nú einnig gert.Togstreita á tímum breytinga Mikil þróun hefur orðið á undanförnum áratug og svokölluð gámafyrirtæki, sem hófu starfsemi sína á flutningi úrgangs, stunda núorðið mun fjölbreyttari starfsemi sem felst í flókinni meðferð, flokkun og endurvinnslu úrgangs. Verkefnin í úrgangsmálum eru flóknari en fyrir nokkrum áratugum þegar allt fór í sömu holuna og sveitarfélögin sáu um verkið. Verðmæti hafa aukist í úrgangi og þá myndast ný tækifæri. Betri lausnir hafa leitt til þess að flokkun og endurvinnsla úrgangs hefur stóraukist. Á tímum þegar einkaaðilar færa sig inn á verksvið sem áður var í höndum opinberra aðila myndast togstreita. Hún endurspeglast í málaferlum líkt og þeim sem Lúðvík gerir að umtalsefni í grein sinni. Samtök iðnaðarins hafa hvatt stjórnvöld til þess að tryggja að löggjöf um úrgangsmál styðji við þróunina og skýri leikreglur á markaði þar sem bæði sveitarfélög og einkaaðilar leika stórt hlutverk. Í úrgangssöfnun og meðhöndlun úrgangs ríkir samkeppni og allir aðilar sem keppa á slíkum markaði verða að virða leikreglur sem þar gilda. Það hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir samkeppnisyfirvöld og fyrir þá sem starfa á þessum markaði að Samtök sveitarfélaga líti á úrskurði, dóma og háar sektargreiðslur sem einhvern misskilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. skrifar starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lúðvík Gústafsson, um nýlega genginn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem staðfest er lögbrot og viðeigandi sekt Sorpu gagnvart brotum á samkeppnislögum. Ekki verður betur séð af greininni og sérstaklega af fyrirsögn hennar en að hinum seku sé hrósað fyrir ólöglegt athæfi sitt og að hvatt sé til áframhaldandi lögbrota. Eða í besta falli að málið sé allt byggt á misskilningi sem þurfi að leiðrétta.Augljós mismunun Forsaga málsins er sú að í janúar sl. var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í ógildingarmáli sem Sorpa höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu og féll dómurinn Samkeppniseftirlitinu í hag. Málið er til komið vegna kvörtunar um mismunun gagnvart viðskiptavinum Sorpu, þar sem eigendur Sorpu fengu óháð umfangi viðskipta 14-18% afslátt á árunum 2009-2012 en aðrir viðskiptavinir gátu mest fengið 7% afslátt. Með því að veita eigendum sínum afslátt sem öðrum stóð ekki til boða hafi Sorpa misnotað aðstöðu sína. Samkeppniseftirlitið taldi þessa háttsemi stangast á við samkeppnislög og sektaði Sorpu í desember 2012 um 45 milljónir króna. Þeirri niðurstöðu var síðan vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurðinn og það hefur Héraðsdómur Reykjavíkur nú einnig gert.Togstreita á tímum breytinga Mikil þróun hefur orðið á undanförnum áratug og svokölluð gámafyrirtæki, sem hófu starfsemi sína á flutningi úrgangs, stunda núorðið mun fjölbreyttari starfsemi sem felst í flókinni meðferð, flokkun og endurvinnslu úrgangs. Verkefnin í úrgangsmálum eru flóknari en fyrir nokkrum áratugum þegar allt fór í sömu holuna og sveitarfélögin sáu um verkið. Verðmæti hafa aukist í úrgangi og þá myndast ný tækifæri. Betri lausnir hafa leitt til þess að flokkun og endurvinnsla úrgangs hefur stóraukist. Á tímum þegar einkaaðilar færa sig inn á verksvið sem áður var í höndum opinberra aðila myndast togstreita. Hún endurspeglast í málaferlum líkt og þeim sem Lúðvík gerir að umtalsefni í grein sinni. Samtök iðnaðarins hafa hvatt stjórnvöld til þess að tryggja að löggjöf um úrgangsmál styðji við þróunina og skýri leikreglur á markaði þar sem bæði sveitarfélög og einkaaðilar leika stórt hlutverk. Í úrgangssöfnun og meðhöndlun úrgangs ríkir samkeppni og allir aðilar sem keppa á slíkum markaði verða að virða leikreglur sem þar gilda. Það hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir samkeppnisyfirvöld og fyrir þá sem starfa á þessum markaði að Samtök sveitarfélaga líti á úrskurði, dóma og háar sektargreiðslur sem einhvern misskilning.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar