Viðskipti innlent

34 milljónir í hagnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. fréttablaðið/gva
Hagnaður fjölskyldufyrirtækisins Pfaff hf. nam 33,8 milljónum króna á árinu 2014 og jókst um rúmar tólf milljónir frá fyrra ári.

Þetta má lesa úr ársreikningi sem sendur var ársreikningaskrá á fimmtudag í síðustu viku. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 44,9 milljónum króna en var 29,1 milljón árið á undan. Eignir félagsins nema samtals tæplega 283 milljónum króna, þar af er eigið fé tæplega 229 milljónir króna, sem þýðir um 81 prósent eiginfjárhlutfall. Þar af er óráðstafað eigið fé um 229 milljónir króna.

Gert er ráð fyrir að fimmtán milljónir verði greiddar í arð fyrir síðasta reikningsár. Pfaff hf. er í eigu Kristmanns Magnússonar og fjölskyldu hans. Dóttir Kristmanns, Margrét, er framkvæmdastjóri félagsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×