Viðskipti innlent

Nasdaq semur við Morningstar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kauphöll Íslands Þjónustan Company Fact Sheet verður aðgengileg á vefsíðum Nasdaq Nordic og Eystrasaltsríkjanna.
Kauphöll Íslands Þjónustan Company Fact Sheet verður aðgengileg á vefsíðum Nasdaq Nordic og Eystrasaltsríkjanna. fréttablaðið/gva
Greiningarfyrirtækið Morningstar, sem er leiðandi í óháðum markaðsgreiningum, hefur verið valið til að bjóða upp á „Company Fact Sheet“-þjónustu fyrir skráð fyrirtæki á Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Með þjónustunni fá fjárfestar aðgang að lykilupplýsingum fyrir meira en 800 fyrirtæki sem skráð eru á aðalmörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Bankar, fjölmiðlar og fleiri aðilar munu fá bréf í dag þar sem tekið er fram að þeim sé heimilt að birta þessar upplýsingar á sínum síðum endurgjaldslaust. Að auki verður þjónustan aðgengileg til niðurhals á vefsíðum Nasdaq Nordic og Eystrasaltsríkjanna. Þjónustan er ókeypis og mun Morningstar uppfæra gögnin daglega.

Um er að ræða tveggja síðna yfirlit fyrir hvert skráð félag sem mun innihalda upplýsingar um meira en 100 undirstöðuatriði, þar á meðal fjárhagsupplýsingar og frammistöðugreiningu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×