Viðskipti innlent

HB Grandi lýkur fjármögnun

svavar hávarðsson skrifar
Nýr Venus. Leysa af tvö 55 ára gömul uppsjávarskip; Víking og Lundey.
Nýr Venus. Leysa af tvö 55 ára gömul uppsjávarskip; Víking og Lundey. mynd/hbgrandi
HB Grandi hefur gengið frá lánsfjármögnun vegna tveggja nýrra uppsjávarskipa, ásamt endurfjármögnun eldri langtímalána að upphæð 11,5 milljarðar króna.

Tyrkneska skipasmíðastöðin Celiktrans Deniz Insaat Ltd. annast smíði skipanna sem áætlað er að verði afhent á þessu ári. Fyrra skipið mun leysa af hólmi tvö 55 ára gömul uppsjávarskip, Víking AK 100 sem þegar hefur verið lagt og Lundey NS 14. Munu hin nýju skip bera heitin Venus NS 150 og Víkingur AK 100. Að kaupunum loknum lækkar meðalaldur skipastóls félagsins úr 33 árum í 23.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×