Ekki orðið við tilmælum Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2015 13:00 Nefnd á vegum Evrópuráðsins segir stjórnvöld ekki hafa orðið við tilmælum. vísir/stefán Íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við tilmælum Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum, ECRI, sem ákveðið var fyrir tveimur árum að gerð yrðu að forgangsverkefnum. Í úttekt nefndarinnar, sem hún sendir frá sér í dag, eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir tvennt; að annars vegar hafi þau ekki lokið vinnu við lagafrumvarp um bann við mismunun og hins vegar hafi þau ekki tekið upp í hegningarlög ákvæði um að meta beri til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. Á hinn bóginn fagnar nefndin því að Ísland hafi gert úrbætur hvað varðar mosku á Íslandi. Stjórnvöld hafi orðið við tilmælum nefndarinnar um að gefa félögum múslima hér á landi heimild til að reisa mosku og jafnframt útvegað þeim lóð undir mosku. Að sögn Baldurs Kristjánssonar sóknarprests, sem er fulltrúi Íslands í nefndinni, var það gert í samstarfi við íslensk stjórnvöld þegar ákveðið var að gera að forgangsverkefni þrjú atriði úr annars yfirgripsmikilli skýrslu með athugasemdum og ráðleggingum. Sú skýrsla kom út fyrir tveimur árum. „Þetta er tilraun af hálfu ECRI til að ýta við stjórnvöldum hér. Það voru fjölmargar athugasemdir og ráðleggingar í skýrslunni en ákveðið var að taka þetta út til að fylgja eftir.“ Nefndin segist hafa fengið vilyrði um það frá félags- og húsnæðismálaráðherra að á næstunni verði lögð fram á þingi tvö frumvörp um bann við mismunun. Bæði þessi frumvörp séu þó að mati nefndarinnar ófullnægjandi. Annað frumvarpið snýst um bann við mismunun á öllum sviðum daglegs lífs, en gallinn sé sá að það nái aðeins til mismununar vegna kynþáttar eða þjóðernisuppruna. Hitt frumvarpið gerir ráð fyrir mismunun á víðtækari grunni, sem nær þá til trúar, skoðana, fötlunar, aldurs og kynhneigðar, en það bann eigi aðeins að gilda á vinnumarkaði en ekki á öðrum sviðum þjóðlífsins. Hvað varðar hina meginathugasemd nefndarinnar þá tekur hún fram að í 70. grein hegningarlaga sé vissulega gert ráð fyrir því að meðal þeirra atriða sem hafa áhrif á refsihæð sé hvað hinum seka hafi gengið til þegar verkið var framið. Kynþáttafordómar séu þó ekki nefndir sérstaklega. „Þessi nefnd er tæki Evrópuþjóða til þess að efla baráttuna gegn rasisma,“ segir Baldur. „Hún var sett upp af ráðherranefnd Evrópuráðsins fyrir 18 árum.“ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við tilmælum Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum, ECRI, sem ákveðið var fyrir tveimur árum að gerð yrðu að forgangsverkefnum. Í úttekt nefndarinnar, sem hún sendir frá sér í dag, eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir tvennt; að annars vegar hafi þau ekki lokið vinnu við lagafrumvarp um bann við mismunun og hins vegar hafi þau ekki tekið upp í hegningarlög ákvæði um að meta beri til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. Á hinn bóginn fagnar nefndin því að Ísland hafi gert úrbætur hvað varðar mosku á Íslandi. Stjórnvöld hafi orðið við tilmælum nefndarinnar um að gefa félögum múslima hér á landi heimild til að reisa mosku og jafnframt útvegað þeim lóð undir mosku. Að sögn Baldurs Kristjánssonar sóknarprests, sem er fulltrúi Íslands í nefndinni, var það gert í samstarfi við íslensk stjórnvöld þegar ákveðið var að gera að forgangsverkefni þrjú atriði úr annars yfirgripsmikilli skýrslu með athugasemdum og ráðleggingum. Sú skýrsla kom út fyrir tveimur árum. „Þetta er tilraun af hálfu ECRI til að ýta við stjórnvöldum hér. Það voru fjölmargar athugasemdir og ráðleggingar í skýrslunni en ákveðið var að taka þetta út til að fylgja eftir.“ Nefndin segist hafa fengið vilyrði um það frá félags- og húsnæðismálaráðherra að á næstunni verði lögð fram á þingi tvö frumvörp um bann við mismunun. Bæði þessi frumvörp séu þó að mati nefndarinnar ófullnægjandi. Annað frumvarpið snýst um bann við mismunun á öllum sviðum daglegs lífs, en gallinn sé sá að það nái aðeins til mismununar vegna kynþáttar eða þjóðernisuppruna. Hitt frumvarpið gerir ráð fyrir mismunun á víðtækari grunni, sem nær þá til trúar, skoðana, fötlunar, aldurs og kynhneigðar, en það bann eigi aðeins að gilda á vinnumarkaði en ekki á öðrum sviðum þjóðlífsins. Hvað varðar hina meginathugasemd nefndarinnar þá tekur hún fram að í 70. grein hegningarlaga sé vissulega gert ráð fyrir því að meðal þeirra atriða sem hafa áhrif á refsihæð sé hvað hinum seka hafi gengið til þegar verkið var framið. Kynþáttafordómar séu þó ekki nefndir sérstaklega. „Þessi nefnd er tæki Evrópuþjóða til þess að efla baráttuna gegn rasisma,“ segir Baldur. „Hún var sett upp af ráðherranefnd Evrópuráðsins fyrir 18 árum.“
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira