Ekki orðið við tilmælum Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2015 13:00 Nefnd á vegum Evrópuráðsins segir stjórnvöld ekki hafa orðið við tilmælum. vísir/stefán Íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við tilmælum Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum, ECRI, sem ákveðið var fyrir tveimur árum að gerð yrðu að forgangsverkefnum. Í úttekt nefndarinnar, sem hún sendir frá sér í dag, eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir tvennt; að annars vegar hafi þau ekki lokið vinnu við lagafrumvarp um bann við mismunun og hins vegar hafi þau ekki tekið upp í hegningarlög ákvæði um að meta beri til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. Á hinn bóginn fagnar nefndin því að Ísland hafi gert úrbætur hvað varðar mosku á Íslandi. Stjórnvöld hafi orðið við tilmælum nefndarinnar um að gefa félögum múslima hér á landi heimild til að reisa mosku og jafnframt útvegað þeim lóð undir mosku. Að sögn Baldurs Kristjánssonar sóknarprests, sem er fulltrúi Íslands í nefndinni, var það gert í samstarfi við íslensk stjórnvöld þegar ákveðið var að gera að forgangsverkefni þrjú atriði úr annars yfirgripsmikilli skýrslu með athugasemdum og ráðleggingum. Sú skýrsla kom út fyrir tveimur árum. „Þetta er tilraun af hálfu ECRI til að ýta við stjórnvöldum hér. Það voru fjölmargar athugasemdir og ráðleggingar í skýrslunni en ákveðið var að taka þetta út til að fylgja eftir.“ Nefndin segist hafa fengið vilyrði um það frá félags- og húsnæðismálaráðherra að á næstunni verði lögð fram á þingi tvö frumvörp um bann við mismunun. Bæði þessi frumvörp séu þó að mati nefndarinnar ófullnægjandi. Annað frumvarpið snýst um bann við mismunun á öllum sviðum daglegs lífs, en gallinn sé sá að það nái aðeins til mismununar vegna kynþáttar eða þjóðernisuppruna. Hitt frumvarpið gerir ráð fyrir mismunun á víðtækari grunni, sem nær þá til trúar, skoðana, fötlunar, aldurs og kynhneigðar, en það bann eigi aðeins að gilda á vinnumarkaði en ekki á öðrum sviðum þjóðlífsins. Hvað varðar hina meginathugasemd nefndarinnar þá tekur hún fram að í 70. grein hegningarlaga sé vissulega gert ráð fyrir því að meðal þeirra atriða sem hafa áhrif á refsihæð sé hvað hinum seka hafi gengið til þegar verkið var framið. Kynþáttafordómar séu þó ekki nefndir sérstaklega. „Þessi nefnd er tæki Evrópuþjóða til þess að efla baráttuna gegn rasisma,“ segir Baldur. „Hún var sett upp af ráðherranefnd Evrópuráðsins fyrir 18 árum.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við tilmælum Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum, ECRI, sem ákveðið var fyrir tveimur árum að gerð yrðu að forgangsverkefnum. Í úttekt nefndarinnar, sem hún sendir frá sér í dag, eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir tvennt; að annars vegar hafi þau ekki lokið vinnu við lagafrumvarp um bann við mismunun og hins vegar hafi þau ekki tekið upp í hegningarlög ákvæði um að meta beri til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. Á hinn bóginn fagnar nefndin því að Ísland hafi gert úrbætur hvað varðar mosku á Íslandi. Stjórnvöld hafi orðið við tilmælum nefndarinnar um að gefa félögum múslima hér á landi heimild til að reisa mosku og jafnframt útvegað þeim lóð undir mosku. Að sögn Baldurs Kristjánssonar sóknarprests, sem er fulltrúi Íslands í nefndinni, var það gert í samstarfi við íslensk stjórnvöld þegar ákveðið var að gera að forgangsverkefni þrjú atriði úr annars yfirgripsmikilli skýrslu með athugasemdum og ráðleggingum. Sú skýrsla kom út fyrir tveimur árum. „Þetta er tilraun af hálfu ECRI til að ýta við stjórnvöldum hér. Það voru fjölmargar athugasemdir og ráðleggingar í skýrslunni en ákveðið var að taka þetta út til að fylgja eftir.“ Nefndin segist hafa fengið vilyrði um það frá félags- og húsnæðismálaráðherra að á næstunni verði lögð fram á þingi tvö frumvörp um bann við mismunun. Bæði þessi frumvörp séu þó að mati nefndarinnar ófullnægjandi. Annað frumvarpið snýst um bann við mismunun á öllum sviðum daglegs lífs, en gallinn sé sá að það nái aðeins til mismununar vegna kynþáttar eða þjóðernisuppruna. Hitt frumvarpið gerir ráð fyrir mismunun á víðtækari grunni, sem nær þá til trúar, skoðana, fötlunar, aldurs og kynhneigðar, en það bann eigi aðeins að gilda á vinnumarkaði en ekki á öðrum sviðum þjóðlífsins. Hvað varðar hina meginathugasemd nefndarinnar þá tekur hún fram að í 70. grein hegningarlaga sé vissulega gert ráð fyrir því að meðal þeirra atriða sem hafa áhrif á refsihæð sé hvað hinum seka hafi gengið til þegar verkið var framið. Kynþáttafordómar séu þó ekki nefndir sérstaklega. „Þessi nefnd er tæki Evrópuþjóða til þess að efla baráttuna gegn rasisma,“ segir Baldur. „Hún var sett upp af ráðherranefnd Evrópuráðsins fyrir 18 árum.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira