Velta á íslenskum markaði er um 1.700 milljónir á dag Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. febrúar 2015 07:15 Gestur G. Gestsson. Sænskir eigendur Advania pressa mjög á að félagið verði skráð á markað sem fyrst, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Velta á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur sautjánfaldast frá árinu 2010 þegar hún var hvað lægst. Dagleg velta það sem af er febrúar nemur um 1.700 milljónum króna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að það hafi gríðarlega mikla þýðingu að fá ný félög skráð í Kauphöllina. „Það hefur gríðarlega þýðingu að fá ný félög inn. Við sjáum að þetta gerist ekki línulega. Árið 2010 var meðalvelta á dag, þegar við náðum botninum, 100 milljónir á hlutabréfamarkaði. Svo skreið hún í 300 milljónir 2012 og var komin í ríflega milljarð í fyrra. Það sem af er febrúar núna er hún komin í um 1.700 milljónir.“ Eigendur Advania stefna að því að skrá félagið á markað við sex mánaða uppgjör, sem yrði í október, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það er mun fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þegar sænska félagið AdvInvest, sem á 58 prósent í fyrirtækinu á móti Framtakssjóði Íslands, keypti sinn hlut í haust var stefnt á skráningu eftir tvö til fimm ár. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sænska félagið þrýsti mjög á um að skráning verði eins fljótt og kostur er og hafi rætt við Framtakssjóð um skráningu á sex mánaða uppgjörinu. Um tvískráningu verður að ræða; í Reykjavík og Stokkhólmi. „Eins og fram kom þegar norrænu fjárfestarnir komu að, þá er það markmið, bæði þeirra og Framtakssjóðsins, að félagið endi sem skráð félag og helst þá tvískráð, hér heima og í Kauphöllinni í Stokkhólmi,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. „Tímasetningin nákvæmlega á því hefur ekki verið sett, en við getum sagt að það hafi verið mörg góð skref stigin í þá átt í uppsetningu á rekstri félagsins sem gerir okkur kleift að fara að hugleiða það.“PÁLL HARÐARSONAlls eru 14 félög skráð í Kauphöll Íslands. Á meðal félaga sem vinna að skráningu á markað má nefna Eik, Reiti og Símann. Þá hafa félög eins og Fáfnir Offshore verið nefnd til sögunnar. Félög þurfa að vera af ákveðinni stærð til að flot bréfanna verði nægilegt svo hægt sé að skrá þau í Kauphöllina. Á mannamáli þýðir það að nægilegt magn þeirra verður að ganga kaupum og sölum. „Þessi félög sem hafa komið inn hafa gjörbreytt markaðnum. Augu miklu fleiri fjárfesta beinast að markaðnum, hann verður miklu áhugaverðari sem þýðir það einfaldlega að þau fyrirtæki sem koma inn geta vænst miklu betri markaðar til að vinna á, upp á fjármögnun og áhuga fjárfesta,“ segir Páll Harðarson.Fjórtan félög skráð í Kauphöllinni Alls eru 14 félög skráð í Kauphöll Íslands. Á meðal félaga sem vinna að skráningu á markað má nefna Eik, Reiti og Símann. Þá hafa félög eins og Fáfnir Offshore verið nefnd til sögunnar. Félög þurfa að vera af ákveðinni stærð til að flot bréfanna verði nægilegt svo hægt sé að skrá þau í Kauphöllina. Á mannamáli þýðir það að nægilegt magn þeirra verður að ganga kaupum og sölum. „Þessi félög sem hafa komið inn hafa gjörbreytt markaðnum. Augu miklu fleiri fjárfesta beinast að markaðnum, hann verður miklu áhugaverðari sem þýðir það einfaldlega að þau fyrirtæki sem koma inn geta vænst miklu betri markaðar til að vinna á, upp á fjármögnun og áhuga fjárfesta,“ segir Páll Harðarson. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Velta á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur sautjánfaldast frá árinu 2010 þegar hún var hvað lægst. Dagleg velta það sem af er febrúar nemur um 1.700 milljónum króna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að það hafi gríðarlega mikla þýðingu að fá ný félög skráð í Kauphöllina. „Það hefur gríðarlega þýðingu að fá ný félög inn. Við sjáum að þetta gerist ekki línulega. Árið 2010 var meðalvelta á dag, þegar við náðum botninum, 100 milljónir á hlutabréfamarkaði. Svo skreið hún í 300 milljónir 2012 og var komin í ríflega milljarð í fyrra. Það sem af er febrúar núna er hún komin í um 1.700 milljónir.“ Eigendur Advania stefna að því að skrá félagið á markað við sex mánaða uppgjör, sem yrði í október, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það er mun fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þegar sænska félagið AdvInvest, sem á 58 prósent í fyrirtækinu á móti Framtakssjóði Íslands, keypti sinn hlut í haust var stefnt á skráningu eftir tvö til fimm ár. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sænska félagið þrýsti mjög á um að skráning verði eins fljótt og kostur er og hafi rætt við Framtakssjóð um skráningu á sex mánaða uppgjörinu. Um tvískráningu verður að ræða; í Reykjavík og Stokkhólmi. „Eins og fram kom þegar norrænu fjárfestarnir komu að, þá er það markmið, bæði þeirra og Framtakssjóðsins, að félagið endi sem skráð félag og helst þá tvískráð, hér heima og í Kauphöllinni í Stokkhólmi,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. „Tímasetningin nákvæmlega á því hefur ekki verið sett, en við getum sagt að það hafi verið mörg góð skref stigin í þá átt í uppsetningu á rekstri félagsins sem gerir okkur kleift að fara að hugleiða það.“PÁLL HARÐARSONAlls eru 14 félög skráð í Kauphöll Íslands. Á meðal félaga sem vinna að skráningu á markað má nefna Eik, Reiti og Símann. Þá hafa félög eins og Fáfnir Offshore verið nefnd til sögunnar. Félög þurfa að vera af ákveðinni stærð til að flot bréfanna verði nægilegt svo hægt sé að skrá þau í Kauphöllina. Á mannamáli þýðir það að nægilegt magn þeirra verður að ganga kaupum og sölum. „Þessi félög sem hafa komið inn hafa gjörbreytt markaðnum. Augu miklu fleiri fjárfesta beinast að markaðnum, hann verður miklu áhugaverðari sem þýðir það einfaldlega að þau fyrirtæki sem koma inn geta vænst miklu betri markaðar til að vinna á, upp á fjármögnun og áhuga fjárfesta,“ segir Páll Harðarson.Fjórtan félög skráð í Kauphöllinni Alls eru 14 félög skráð í Kauphöll Íslands. Á meðal félaga sem vinna að skráningu á markað má nefna Eik, Reiti og Símann. Þá hafa félög eins og Fáfnir Offshore verið nefnd til sögunnar. Félög þurfa að vera af ákveðinni stærð til að flot bréfanna verði nægilegt svo hægt sé að skrá þau í Kauphöllina. Á mannamáli þýðir það að nægilegt magn þeirra verður að ganga kaupum og sölum. „Þessi félög sem hafa komið inn hafa gjörbreytt markaðnum. Augu miklu fleiri fjárfesta beinast að markaðnum, hann verður miklu áhugaverðari sem þýðir það einfaldlega að þau fyrirtæki sem koma inn geta vænst miklu betri markaðar til að vinna á, upp á fjármögnun og áhuga fjárfesta,“ segir Páll Harðarson.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira