Útlend þróun kom á móti hækkun launa Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. febrúar 2015 00:01 Lætur dæluna ganga. Sögulegt hrun olíuverðs á erlendum mörkuðum er einn þeirra þátta sem stuðlað hafa að lægri verðbólgu hér á landi, þrátt fyrir að laun hafi í fyrra hækkað meira en Seðlabankinn taldi æskilegt. Fréttablaðið/Anton Eftir kjarasamninga á almennum markaði á síðasta ári hækkuðu laun meira en fyrir samningagerðina var talið geta samrýmst markmiðum um verðbólgustig í landinu. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir þetta þó eiga sér sínar skýringar og ekki til marks um að hrópað hafi verið „úlfur, úlfur“ í aðdraganda samninga.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, benti nýverið á í viðtali við Bítið á Bylgjunni að fyrir ári hefði verið samið um 2,8 prósenta hækkun launa samkvæmt mati Seðlabankans um hvaða svigrúm væri til staðar. Þá var mat bankans að hækkun launavísitölu umfram fjögur prósent myndi ógna verðbólgumarkmiði. Vísitalan hækkaði hins vegar um sex prósent og verðbólga fór í 0,8 prósent. Þórarinn segir Seðlabankann bara benda á að til lengdar gangi ekki upp að hækka laun umfram framleiðslugetu í hagkerfinu. Hækki laun ár eftir ár um sex prósent meðan framleiðni aukist um tvö, þannig að launakostnaður fyrirtækja aukist stöðugt, þá verði verðbólgu ekki haldið í 2,5 prósentum.Þórarinn G. Pétursson„En það breytir því ekki að einstaka ár getur þetta auðveldlega gerst,“ segir Þórarinn. Eftir samningana í fyrra hafi laun hækkað umfram markmið og búið til verðbólguþrýsting, en aðrir þættir hafi á sama tíma komið á móti. Til dæmis hafi gengi krónunnar hækkað, alþjóðleg verðbólga verið ótrúlega lítil, slaki hafi verið í þjóðarbúinu og svo hafi olíuverð hríðfallið í lok árs. „Þannig að í þessu eru í sjálfu sér engar mótsagnir og mér finnst ekki að verið sé að hrópa úlfur, úlfur.“ Þórarinn bendir á að nýjasta spá Seðlabankans geri ráð fyrir launahækkunum upp á fimm prósent á sama tíma og framleiðni aukist bara um eitt. „Þannig að spáin gerir ráð fyrir meiri hækkunum en samrýmast verðbólgu-markmiði til lengdar, en samt fari verðbólga bara upp í markmið.“ Þetta sé vegna þess að verðbólga sé þegar mjög lítil og þegar áhrif af olíuverði, gengi og öðrum þáttum fjari út þá taki launin við og togi verðbólguna upp í markmið. Þá segir Þórarinn ekki mega gleymast að ein birtingarmynd viðvarandi launaþrýstings sé hærra vaxtastig. „Hægt er vera með miklar launahækkanir án þess að verðbólga hreyfist, en þá af því að þetta slær út í vaxtastiginu. Birtingarmynd launahækkana verður þá ekki endilega í verðbólgu, heldur sést hún í vöxtunum í samanburði við önnur lönd.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Eftir kjarasamninga á almennum markaði á síðasta ári hækkuðu laun meira en fyrir samningagerðina var talið geta samrýmst markmiðum um verðbólgustig í landinu. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir þetta þó eiga sér sínar skýringar og ekki til marks um að hrópað hafi verið „úlfur, úlfur“ í aðdraganda samninga.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, benti nýverið á í viðtali við Bítið á Bylgjunni að fyrir ári hefði verið samið um 2,8 prósenta hækkun launa samkvæmt mati Seðlabankans um hvaða svigrúm væri til staðar. Þá var mat bankans að hækkun launavísitölu umfram fjögur prósent myndi ógna verðbólgumarkmiði. Vísitalan hækkaði hins vegar um sex prósent og verðbólga fór í 0,8 prósent. Þórarinn segir Seðlabankann bara benda á að til lengdar gangi ekki upp að hækka laun umfram framleiðslugetu í hagkerfinu. Hækki laun ár eftir ár um sex prósent meðan framleiðni aukist um tvö, þannig að launakostnaður fyrirtækja aukist stöðugt, þá verði verðbólgu ekki haldið í 2,5 prósentum.Þórarinn G. Pétursson„En það breytir því ekki að einstaka ár getur þetta auðveldlega gerst,“ segir Þórarinn. Eftir samningana í fyrra hafi laun hækkað umfram markmið og búið til verðbólguþrýsting, en aðrir þættir hafi á sama tíma komið á móti. Til dæmis hafi gengi krónunnar hækkað, alþjóðleg verðbólga verið ótrúlega lítil, slaki hafi verið í þjóðarbúinu og svo hafi olíuverð hríðfallið í lok árs. „Þannig að í þessu eru í sjálfu sér engar mótsagnir og mér finnst ekki að verið sé að hrópa úlfur, úlfur.“ Þórarinn bendir á að nýjasta spá Seðlabankans geri ráð fyrir launahækkunum upp á fimm prósent á sama tíma og framleiðni aukist bara um eitt. „Þannig að spáin gerir ráð fyrir meiri hækkunum en samrýmast verðbólgu-markmiði til lengdar, en samt fari verðbólga bara upp í markmið.“ Þetta sé vegna þess að verðbólga sé þegar mjög lítil og þegar áhrif af olíuverði, gengi og öðrum þáttum fjari út þá taki launin við og togi verðbólguna upp í markmið. Þá segir Þórarinn ekki mega gleymast að ein birtingarmynd viðvarandi launaþrýstings sé hærra vaxtastig. „Hægt er vera með miklar launahækkanir án þess að verðbólga hreyfist, en þá af því að þetta slær út í vaxtastiginu. Birtingarmynd launahækkana verður þá ekki endilega í verðbólgu, heldur sést hún í vöxtunum í samanburði við önnur lönd.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira