Samningsstaða veikt - hvers vegna? Andrés Pétursson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eru á flestan hátt óskiljanlegar. Sérstaklega þegar haft er í huga að við eigum nú í viðræðum við Evrópusambandið um það gjald sem við greiðum í þróunarsjóð EFTA. Það er í raun aðgangseyrir okkar að EES-svæðinu. Þar að auki má segja við séum í samningaviðræðum við Norðmenn um hve stóran hluta af kökunni frændur okkar greiði. Eitt af trompum Íslands í þessari stöðu er að við erum með opnar aðildarviðræður við ESB. Ef við lokum þeim dyrum þá erum við á sama tíma að þrengja samningsstöðu Íslands gagnvart ESB og Norðmönnum. Strax árið 1994 þegar EES-samningurinn gekk í gildi þurftu EES-löndin, Noregur, Ísland og Liechtenstein, að greiða gjald í svokallaðan Þróunarsjóð EFTA. Sjóðurinn hefur verið notaður til að styrkja verkefni í fátækari ESB-löndunum. Á fimm ára fresti hefur síðan þurft að semja upp á nýtt og hafa þessar greiðslur farið stigvaxandi. Síðasta samkomulag rann út í apríl í fyrra og ekki hefur tekist að ná nýju samkomulagi því ESB hefur sífellt hækkað verðmiðann. Íslendingar greiddu 4,9 milljarða í þennan sjóð á árunum 2009-2014 en gætu þurft að hækka þá greiðslu upp í 6,5 milljarða ef gengið yrði að kröfum ESB. En það eru þó Norðmenn sem bera hitann og þungann af greiðslubyrðinni. Þeir greiddu 95% af þeim 150 milljörðum sem EES-löndin þurftu að láta af hendi í þennan pott. EES-samningurinn er langmikilvægasti milliríkjasamningur sem Íslendingar hafa gert. Um 80 prósent af útflutningi okkar fer til Evrópu, mest til landa sem tilheyra innri markaðinum, og um 60 prósent af því sem við flytjum inn er þaðan. Kjarninn í Evrópustefnu núverandi ríkisstjórnar er að auka samstarfið í gegnum EES-samninginn og auka samstarf við Noreg. Ekki er nein pressa frá þessum aðilum um að við slítum viðræðum við Evrópusambandið. Ekki er pólitískur vilji í Noregi til að ganga í ESB og Norðmenn þurfa því að treysta á EES-samninginn varðandi umgjörð um viðskipti sín við ESB. Það er því mjög óskynsamlegt fyrir Íslendinga að gefa frá sér eitt af trompunum sem þeir hafa í þessu samningaferli þ.e. að hóta að klára samningaferlið við ESB þannig að EES breytist í raun í tvíhliðasamning á milli ESB og Norðmanna. Ríkisstjórnin þarf því að svara þeirri spurningu hvort hún vilji bera ábyrgð á því að við greiðum nokkrum milljörðum meira í EFTA-sjóðinn á ári en við í raun þurfum að gera ef við höldum aðildarviðræðunum áfram opnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eru á flestan hátt óskiljanlegar. Sérstaklega þegar haft er í huga að við eigum nú í viðræðum við Evrópusambandið um það gjald sem við greiðum í þróunarsjóð EFTA. Það er í raun aðgangseyrir okkar að EES-svæðinu. Þar að auki má segja við séum í samningaviðræðum við Norðmenn um hve stóran hluta af kökunni frændur okkar greiði. Eitt af trompum Íslands í þessari stöðu er að við erum með opnar aðildarviðræður við ESB. Ef við lokum þeim dyrum þá erum við á sama tíma að þrengja samningsstöðu Íslands gagnvart ESB og Norðmönnum. Strax árið 1994 þegar EES-samningurinn gekk í gildi þurftu EES-löndin, Noregur, Ísland og Liechtenstein, að greiða gjald í svokallaðan Þróunarsjóð EFTA. Sjóðurinn hefur verið notaður til að styrkja verkefni í fátækari ESB-löndunum. Á fimm ára fresti hefur síðan þurft að semja upp á nýtt og hafa þessar greiðslur farið stigvaxandi. Síðasta samkomulag rann út í apríl í fyrra og ekki hefur tekist að ná nýju samkomulagi því ESB hefur sífellt hækkað verðmiðann. Íslendingar greiddu 4,9 milljarða í þennan sjóð á árunum 2009-2014 en gætu þurft að hækka þá greiðslu upp í 6,5 milljarða ef gengið yrði að kröfum ESB. En það eru þó Norðmenn sem bera hitann og þungann af greiðslubyrðinni. Þeir greiddu 95% af þeim 150 milljörðum sem EES-löndin þurftu að láta af hendi í þennan pott. EES-samningurinn er langmikilvægasti milliríkjasamningur sem Íslendingar hafa gert. Um 80 prósent af útflutningi okkar fer til Evrópu, mest til landa sem tilheyra innri markaðinum, og um 60 prósent af því sem við flytjum inn er þaðan. Kjarninn í Evrópustefnu núverandi ríkisstjórnar er að auka samstarfið í gegnum EES-samninginn og auka samstarf við Noreg. Ekki er nein pressa frá þessum aðilum um að við slítum viðræðum við Evrópusambandið. Ekki er pólitískur vilji í Noregi til að ganga í ESB og Norðmenn þurfa því að treysta á EES-samninginn varðandi umgjörð um viðskipti sín við ESB. Það er því mjög óskynsamlegt fyrir Íslendinga að gefa frá sér eitt af trompunum sem þeir hafa í þessu samningaferli þ.e. að hóta að klára samningaferlið við ESB þannig að EES breytist í raun í tvíhliðasamning á milli ESB og Norðmanna. Ríkisstjórnin þarf því að svara þeirri spurningu hvort hún vilji bera ábyrgð á því að við greiðum nokkrum milljörðum meira í EFTA-sjóðinn á ári en við í raun þurfum að gera ef við höldum aðildarviðræðunum áfram opnum.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun