Viðskipti innlent

BL innkallar fimm nýja frá Range Rover

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Nýir bílar. Grípa þarf til lagfæringa vegna galla í felguróm Range Rover bíla af 2015 árgerð.
Nýir bílar. Grípa þarf til lagfæringa vegna galla í felguróm Range Rover bíla af 2015 árgerð. Fréttablaðið/Pjetur
Innkalla þarf fimm Range Rover, Range Rover Sport og Discovery-bifreiðar af árgerð 2015, að því er fram kemur í tilkynningu BL til Neytendastofu.

Hætta er á að felgurær geti sprungið eða brotnað og losnað frá hjólnafinu við álag. Því sé hætta á að dekk losni undan bílnum fari allt á versta veg.

Hringt verður í eigendur sem þegar hafa fengið bíla afhenta og þeim boðið að koma með þá til að fá í þá nýjar felgurær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×