Fólk eða fjármunir? Hver eru markmið velferðarþjónustu? María Rúnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Á síðustu vikum hafa borist fréttir af ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk þar sem augljóst er að skipulagsbreytingar á þjónustunni hafa leitt til þess að þjónustan er ekki með þeim hætti sem best verður á kosið, og er þá vægt til orða tekið. Hagsmunasamtök hafa til margra ára kallað eftir auknu samráði um þessa mikilvægu þjónustu en svo virðist sem fatlað fólk hafi lítið verið haft með í undirbúningi að breytingum á þjónustunni. Þegar svo alvarlegur misbrestur kemur upp í viðkvæmri velferðarþjónustu vaknar spurningin um hvar ábyrgðin liggur og hver eru markmið þjónustunnar. Er markmiðið að veita góða þjónustu og hugsa hana alla leið út frá þörfum þess hóps sem hennar nýtur eða er markmiðið að veita þjónustuna þannig að hún kosti sem minnst? Önnur frétt var í blöðunum nýverið sem vakti mig einnig til umhugsunar. Hrafnistu er ekki tryggt fjármagn til að halda uppi endurhæfingarinnlögn fyrir aldraða sem búa heima og hefur því tekið til þess að ráðs að segja upp starfsfólki og gera breytingar á þjónustunni. Hvert er markmiðið í þessu tilfelli? Er þjónustan hugsuð út frá skammtíma- eða langtímamarkmiðum? Lög um málefni fatlaðs fólks og aldraðra marka skýra sýn á þjónustu við þessa tvo hópa. Markmið laga um málefni fatlaðs fólks er að tryggja sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Þar segir einnig að stjórnvöld skuli tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir. Markmið laga um málefni aldraðra er að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Með öðrum orðum má segja að markmiðið sé að tryggja þjónustu eins og endurhæfingarinnlagnir til þess að auka lífsgæði aldraðra og stuðla þannig að því að þeir geti búið sem lengst heima. Ég skora á stjórnvöld að hafa markmið laga að leiðarljósi í skipulagningu velferðarþjónustu og setja fólk í forgang en ekki fjármuni. Það er mikilvægt að fara vel með almannafé og skipuleggja þjónustuna með sem hagkvæmustum hætti, en fólkið verður að vera í forgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa borist fréttir af ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk þar sem augljóst er að skipulagsbreytingar á þjónustunni hafa leitt til þess að þjónustan er ekki með þeim hætti sem best verður á kosið, og er þá vægt til orða tekið. Hagsmunasamtök hafa til margra ára kallað eftir auknu samráði um þessa mikilvægu þjónustu en svo virðist sem fatlað fólk hafi lítið verið haft með í undirbúningi að breytingum á þjónustunni. Þegar svo alvarlegur misbrestur kemur upp í viðkvæmri velferðarþjónustu vaknar spurningin um hvar ábyrgðin liggur og hver eru markmið þjónustunnar. Er markmiðið að veita góða þjónustu og hugsa hana alla leið út frá þörfum þess hóps sem hennar nýtur eða er markmiðið að veita þjónustuna þannig að hún kosti sem minnst? Önnur frétt var í blöðunum nýverið sem vakti mig einnig til umhugsunar. Hrafnistu er ekki tryggt fjármagn til að halda uppi endurhæfingarinnlögn fyrir aldraða sem búa heima og hefur því tekið til þess að ráðs að segja upp starfsfólki og gera breytingar á þjónustunni. Hvert er markmiðið í þessu tilfelli? Er þjónustan hugsuð út frá skammtíma- eða langtímamarkmiðum? Lög um málefni fatlaðs fólks og aldraðra marka skýra sýn á þjónustu við þessa tvo hópa. Markmið laga um málefni fatlaðs fólks er að tryggja sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Þar segir einnig að stjórnvöld skuli tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir. Markmið laga um málefni aldraðra er að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Með öðrum orðum má segja að markmiðið sé að tryggja þjónustu eins og endurhæfingarinnlagnir til þess að auka lífsgæði aldraðra og stuðla þannig að því að þeir geti búið sem lengst heima. Ég skora á stjórnvöld að hafa markmið laga að leiðarljósi í skipulagningu velferðarþjónustu og setja fólk í forgang en ekki fjármuni. Það er mikilvægt að fara vel með almannafé og skipuleggja þjónustuna með sem hagkvæmustum hætti, en fólkið verður að vera í forgangi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun