Fólk eða fjármunir? Hver eru markmið velferðarþjónustu? María Rúnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Á síðustu vikum hafa borist fréttir af ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk þar sem augljóst er að skipulagsbreytingar á þjónustunni hafa leitt til þess að þjónustan er ekki með þeim hætti sem best verður á kosið, og er þá vægt til orða tekið. Hagsmunasamtök hafa til margra ára kallað eftir auknu samráði um þessa mikilvægu þjónustu en svo virðist sem fatlað fólk hafi lítið verið haft með í undirbúningi að breytingum á þjónustunni. Þegar svo alvarlegur misbrestur kemur upp í viðkvæmri velferðarþjónustu vaknar spurningin um hvar ábyrgðin liggur og hver eru markmið þjónustunnar. Er markmiðið að veita góða þjónustu og hugsa hana alla leið út frá þörfum þess hóps sem hennar nýtur eða er markmiðið að veita þjónustuna þannig að hún kosti sem minnst? Önnur frétt var í blöðunum nýverið sem vakti mig einnig til umhugsunar. Hrafnistu er ekki tryggt fjármagn til að halda uppi endurhæfingarinnlögn fyrir aldraða sem búa heima og hefur því tekið til þess að ráðs að segja upp starfsfólki og gera breytingar á þjónustunni. Hvert er markmiðið í þessu tilfelli? Er þjónustan hugsuð út frá skammtíma- eða langtímamarkmiðum? Lög um málefni fatlaðs fólks og aldraðra marka skýra sýn á þjónustu við þessa tvo hópa. Markmið laga um málefni fatlaðs fólks er að tryggja sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Þar segir einnig að stjórnvöld skuli tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir. Markmið laga um málefni aldraðra er að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Með öðrum orðum má segja að markmiðið sé að tryggja þjónustu eins og endurhæfingarinnlagnir til þess að auka lífsgæði aldraðra og stuðla þannig að því að þeir geti búið sem lengst heima. Ég skora á stjórnvöld að hafa markmið laga að leiðarljósi í skipulagningu velferðarþjónustu og setja fólk í forgang en ekki fjármuni. Það er mikilvægt að fara vel með almannafé og skipuleggja þjónustuna með sem hagkvæmustum hætti, en fólkið verður að vera í forgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa borist fréttir af ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk þar sem augljóst er að skipulagsbreytingar á þjónustunni hafa leitt til þess að þjónustan er ekki með þeim hætti sem best verður á kosið, og er þá vægt til orða tekið. Hagsmunasamtök hafa til margra ára kallað eftir auknu samráði um þessa mikilvægu þjónustu en svo virðist sem fatlað fólk hafi lítið verið haft með í undirbúningi að breytingum á þjónustunni. Þegar svo alvarlegur misbrestur kemur upp í viðkvæmri velferðarþjónustu vaknar spurningin um hvar ábyrgðin liggur og hver eru markmið þjónustunnar. Er markmiðið að veita góða þjónustu og hugsa hana alla leið út frá þörfum þess hóps sem hennar nýtur eða er markmiðið að veita þjónustuna þannig að hún kosti sem minnst? Önnur frétt var í blöðunum nýverið sem vakti mig einnig til umhugsunar. Hrafnistu er ekki tryggt fjármagn til að halda uppi endurhæfingarinnlögn fyrir aldraða sem búa heima og hefur því tekið til þess að ráðs að segja upp starfsfólki og gera breytingar á þjónustunni. Hvert er markmiðið í þessu tilfelli? Er þjónustan hugsuð út frá skammtíma- eða langtímamarkmiðum? Lög um málefni fatlaðs fólks og aldraðra marka skýra sýn á þjónustu við þessa tvo hópa. Markmið laga um málefni fatlaðs fólks er að tryggja sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Þar segir einnig að stjórnvöld skuli tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir. Markmið laga um málefni aldraðra er að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Með öðrum orðum má segja að markmiðið sé að tryggja þjónustu eins og endurhæfingarinnlagnir til þess að auka lífsgæði aldraðra og stuðla þannig að því að þeir geti búið sem lengst heima. Ég skora á stjórnvöld að hafa markmið laga að leiðarljósi í skipulagningu velferðarþjónustu og setja fólk í forgang en ekki fjármuni. Það er mikilvægt að fara vel með almannafé og skipuleggja þjónustuna með sem hagkvæmustum hætti, en fólkið verður að vera í forgangi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun