Mure heldur áfram viðræðum við Google jón hákon halldórsson skrifar 19. febrúar 2015 08:15 Diðrik Steinsson er einn stofnenda Mure. fréttablaðið/stefán Diðrik Steinsson, einn af stofnendum Mure VR, heldur til San Francisco síðar í mánuðinum til áframhaldandi viðræðna við fulltrúa Google. Mure vinnur að framleiðslu hugbúnaðar sem heitir BreakRoom í samstarfi við umhverfissálfræðinginn Pál Jakob Líndal. Verkefnið er að útbúa vinnuumhverfi í sýndarveruleika. Greint var frá áhuga Google á fyrirtækinu í fyrra. „Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að opin vinnurými, sem yfir 70 prósent fyrirtækja eru með, hafa þannig áhrif á fólk að það kallar sig oft inn veikt í vinnuna. Það eykur stress og vinnuálag og þar af leiðandi minnka vinnuafköst. Nú eru mörg fyrirtæki að hugsa um að bakka út úr opnu vinnurými og yfir í það að stúka niður skrifstofurnar. Og það sem við værum að gera er að gera fyrirtækjunum kleift að koma í veg fyrir að eyða of miklum peningum í slíkar framkvæmdir með því að hafa búnað sem gerir fólki kleift að stúka sig af þegar það vill. Við erum að vinna með Oculus Rift sem er mjög ódýr búnaður. Kostnaðurinn er því hugbúnaðurinn og lítill stofnkostnaður við „hardware“.“ Diðrik áætlar að hægt verði að setja vöruna á markað á þriðja fjórðungi þessa árs. Unnið hefur verið að þróun vörunnar frá því í maí. „Við fórum með fyrirtækið okkar í gegnum Startup Reykjavík, höfum fengið stuðning í gegnum Nýskipunarmiðstöð Íslands og svo lentum við fjármögnun frá Eyrir sprotar í desember og fengum verkefnastyrk hjá Tækniþróunarsjóði,“ segir Diðrik. Nú sé verið að ræða við erlenda fjárfesta. Þegar Eyrir sprotar kom inn í verkefnið kom Hilmar Bragi Janusson inn í stjórn Breakroom. „Við erum í samræðum við Google. Þeir hafa áhuga á þessari vöru,“ segir hann og vísar aftur til þess að tortryggni gæti í garð opinna vinnurýma, en fram að þessu hafi Google lagt mikla áherslu á opin rými. „Það var grein í Washington Post í nóvember sem hét einfaldlega How Google did it all wrong,“ segir Diðrik. Harvard Business Review hafi gefið út heilt hefti um það hvað sé næst í hönnun vinnurýma. Mjög mikið sé talað um slæmu hliðarnar á opnu vinnurými. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Diðrik Steinsson, einn af stofnendum Mure VR, heldur til San Francisco síðar í mánuðinum til áframhaldandi viðræðna við fulltrúa Google. Mure vinnur að framleiðslu hugbúnaðar sem heitir BreakRoom í samstarfi við umhverfissálfræðinginn Pál Jakob Líndal. Verkefnið er að útbúa vinnuumhverfi í sýndarveruleika. Greint var frá áhuga Google á fyrirtækinu í fyrra. „Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að opin vinnurými, sem yfir 70 prósent fyrirtækja eru með, hafa þannig áhrif á fólk að það kallar sig oft inn veikt í vinnuna. Það eykur stress og vinnuálag og þar af leiðandi minnka vinnuafköst. Nú eru mörg fyrirtæki að hugsa um að bakka út úr opnu vinnurými og yfir í það að stúka niður skrifstofurnar. Og það sem við værum að gera er að gera fyrirtækjunum kleift að koma í veg fyrir að eyða of miklum peningum í slíkar framkvæmdir með því að hafa búnað sem gerir fólki kleift að stúka sig af þegar það vill. Við erum að vinna með Oculus Rift sem er mjög ódýr búnaður. Kostnaðurinn er því hugbúnaðurinn og lítill stofnkostnaður við „hardware“.“ Diðrik áætlar að hægt verði að setja vöruna á markað á þriðja fjórðungi þessa árs. Unnið hefur verið að þróun vörunnar frá því í maí. „Við fórum með fyrirtækið okkar í gegnum Startup Reykjavík, höfum fengið stuðning í gegnum Nýskipunarmiðstöð Íslands og svo lentum við fjármögnun frá Eyrir sprotar í desember og fengum verkefnastyrk hjá Tækniþróunarsjóði,“ segir Diðrik. Nú sé verið að ræða við erlenda fjárfesta. Þegar Eyrir sprotar kom inn í verkefnið kom Hilmar Bragi Janusson inn í stjórn Breakroom. „Við erum í samræðum við Google. Þeir hafa áhuga á þessari vöru,“ segir hann og vísar aftur til þess að tortryggni gæti í garð opinna vinnurýma, en fram að þessu hafi Google lagt mikla áherslu á opin rými. „Það var grein í Washington Post í nóvember sem hét einfaldlega How Google did it all wrong,“ segir Diðrik. Harvard Business Review hafi gefið út heilt hefti um það hvað sé næst í hönnun vinnurýma. Mjög mikið sé talað um slæmu hliðarnar á opnu vinnurými.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira