Viðskipti innlent

Enn að undirbúa sölu Frumherja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjú fyrirtæki veita þjónustu á sviði bílaskoðunar í dag.
Þrjú fyrirtæki veita þjónustu á sviði bílaskoðunar í dag. fréttablaðið/Vilhelm
Íslandsbanki hefur enn ekki selt hlut sinn í Frumherja. Bankinn tók 80 prósenta hlut yfir í fyrirtækinu í janúar 2014 eftir fjárhagslega endurskipulagningu þess. Fyrirtækið var áður í eigu Finns Ingólfssonar.

„Við erum enn í undirbúningsfasa fyrir söluferlið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, í svari við fyrirspurn Markaðarins. Samkvæmt 22. grein laga um fjármálafyrirtæki er bankanum skylt að selja fyrirtækið aftur jafn skjótt og auðið er. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins í mars á síðasta ári kom fram að söluferlið myndi hefjast á næstu tólf mánuðum.

Ein meginstarfsemi Frumherja er á sviði bílaskoðunar og er fyrirtækið eitt þriggja sem veita slíka þjónustu. Hin tvö fyrirtækin eru Tékkland og Aðalskoðun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×