Viðskipti innlent

Seljanleiki sparisjóða í ríkiseigu verði tryggður

ingvar haraldsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur falið Bankasýslu ríkisins að skoða hvernig selja megi hlut ríkisins í sparisjóðunum.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur falið Bankasýslu ríkisins að skoða hvernig selja megi hlut ríkisins í sparisjóðunum. vísir/gva
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur beint því til Bankasýslu ríkisins að stofnunin leggi fram tillögur um hvernig megi tryggja seljanleika á því stofnfé sem ríkið á í sparisjóðum og í framhaldi hvernig selja megi hlut ríkisins í sparisjóðunum.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Markaðarins en í fjárlögum ársins 2015 er heimild til þess að selja hlut ríkisins í sparisjóðum. Bankasýslunni er einnig falið að leggja fram tillögur um hvernig styrkja megi starfsemi sparisjóðakerfisins með frekari samruna sparisjóða og breytingum á starfsskipulagi þeirra.

Bjarni kynnti stöðu sparisjóðanna og framtíðarmöguleika sparisjóðakerfisins fyrir ríkisstjórninni í gær. Íslenska ríkið á 79,2 prósent hlut í Sparisjóði Norðurlands, 49,5 prósenta hlut í Sparisjóði Norðfjarðar og 55,3 prósenta hlut í Sparisjóði Vestmannaeyja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×