Upprætum ofbeldi gegn konum Guðrún Ögmundsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Við getum öll verið sammála um að við viljum búa í heimi þar sem konur lifa ekki í ótta við ofbeldi, að vera áreittar, nauðgað, brenndar og limlestar fyrir það eitt að vera konur! Þetta er ekki róttæk krafa. Þetta eru grundvallarmannréttindi. Á morgun er landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu. Byltingu sem fer fram um heim allan. Á morgun mun milljarður koma saman til að dansa fyrir réttlæti, dansa fyrir heim þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, fyrir heim þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Milljarður rís er alþjóðlegur viðburður sem nú er haldinn í þriðja sinn. Á síðasta ári komu saman milljónir manna í 207 löndum og dansaði gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf víðs vegar um landið. Í ár ætlum við að gera enn betur! Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Ofbeldi gegn konum er ein helsta fyrirstaða þess að árangur náist í jafnréttismálum og efnahagslegri þróun. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur verið dyggur stuðningsaðili Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Styrktarsjóðurinn er eini sjóðurinn í heiminum sem vinnur eingöngu að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og er hann rekinn undir hatti UN Women. Ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag en fleiri konur látast eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en malaríu, umferðarslysa, HIV og krabbameins ár hvert. Á síðustu árum hafa fjölmargir landsmenn lagt málefninu lið með þátttöku í Systralagi UN Women. Með þátttöku í Systralaginu leggja styrktaraðilar starfi samtakanna lið við að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti sem konur og stúlkur í fátækustu löndum heims upplifa dag hvern. Landsnefnd UN Women skorar á fyrirtæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að við viljum búa í heimi þar sem konur lifa ekki í ótta við ofbeldi, að vera áreittar, nauðgað, brenndar og limlestar fyrir það eitt að vera konur! Þetta er ekki róttæk krafa. Þetta eru grundvallarmannréttindi. Á morgun er landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu. Byltingu sem fer fram um heim allan. Á morgun mun milljarður koma saman til að dansa fyrir réttlæti, dansa fyrir heim þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, fyrir heim þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Milljarður rís er alþjóðlegur viðburður sem nú er haldinn í þriðja sinn. Á síðasta ári komu saman milljónir manna í 207 löndum og dansaði gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf víðs vegar um landið. Í ár ætlum við að gera enn betur! Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Ofbeldi gegn konum er ein helsta fyrirstaða þess að árangur náist í jafnréttismálum og efnahagslegri þróun. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur verið dyggur stuðningsaðili Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Styrktarsjóðurinn er eini sjóðurinn í heiminum sem vinnur eingöngu að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og er hann rekinn undir hatti UN Women. Ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag en fleiri konur látast eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en malaríu, umferðarslysa, HIV og krabbameins ár hvert. Á síðustu árum hafa fjölmargir landsmenn lagt málefninu lið með þátttöku í Systralagi UN Women. Með þátttöku í Systralaginu leggja styrktaraðilar starfi samtakanna lið við að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti sem konur og stúlkur í fátækustu löndum heims upplifa dag hvern. Landsnefnd UN Women skorar á fyrirtæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar