Upprætum ofbeldi gegn konum Guðrún Ögmundsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Við getum öll verið sammála um að við viljum búa í heimi þar sem konur lifa ekki í ótta við ofbeldi, að vera áreittar, nauðgað, brenndar og limlestar fyrir það eitt að vera konur! Þetta er ekki róttæk krafa. Þetta eru grundvallarmannréttindi. Á morgun er landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu. Byltingu sem fer fram um heim allan. Á morgun mun milljarður koma saman til að dansa fyrir réttlæti, dansa fyrir heim þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, fyrir heim þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Milljarður rís er alþjóðlegur viðburður sem nú er haldinn í þriðja sinn. Á síðasta ári komu saman milljónir manna í 207 löndum og dansaði gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf víðs vegar um landið. Í ár ætlum við að gera enn betur! Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Ofbeldi gegn konum er ein helsta fyrirstaða þess að árangur náist í jafnréttismálum og efnahagslegri þróun. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur verið dyggur stuðningsaðili Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Styrktarsjóðurinn er eini sjóðurinn í heiminum sem vinnur eingöngu að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og er hann rekinn undir hatti UN Women. Ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag en fleiri konur látast eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en malaríu, umferðarslysa, HIV og krabbameins ár hvert. Á síðustu árum hafa fjölmargir landsmenn lagt málefninu lið með þátttöku í Systralagi UN Women. Með þátttöku í Systralaginu leggja styrktaraðilar starfi samtakanna lið við að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti sem konur og stúlkur í fátækustu löndum heims upplifa dag hvern. Landsnefnd UN Women skorar á fyrirtæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að við viljum búa í heimi þar sem konur lifa ekki í ótta við ofbeldi, að vera áreittar, nauðgað, brenndar og limlestar fyrir það eitt að vera konur! Þetta er ekki róttæk krafa. Þetta eru grundvallarmannréttindi. Á morgun er landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu. Byltingu sem fer fram um heim allan. Á morgun mun milljarður koma saman til að dansa fyrir réttlæti, dansa fyrir heim þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, fyrir heim þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Milljarður rís er alþjóðlegur viðburður sem nú er haldinn í þriðja sinn. Á síðasta ári komu saman milljónir manna í 207 löndum og dansaði gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf víðs vegar um landið. Í ár ætlum við að gera enn betur! Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Ofbeldi gegn konum er ein helsta fyrirstaða þess að árangur náist í jafnréttismálum og efnahagslegri þróun. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur verið dyggur stuðningsaðili Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Styrktarsjóðurinn er eini sjóðurinn í heiminum sem vinnur eingöngu að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og er hann rekinn undir hatti UN Women. Ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag en fleiri konur látast eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en malaríu, umferðarslysa, HIV og krabbameins ár hvert. Á síðustu árum hafa fjölmargir landsmenn lagt málefninu lið með þátttöku í Systralagi UN Women. Með þátttöku í Systralaginu leggja styrktaraðilar starfi samtakanna lið við að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti sem konur og stúlkur í fátækustu löndum heims upplifa dag hvern. Landsnefnd UN Women skorar á fyrirtæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar